Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hæstu vextir íbúðalána orðnir ellefu prósent og fleiri velja lífeyrissjóði

Líf­eyr­is­sjóð­ir njóta nú sí­fellt meiri vin­sælda hjá þeim sem eru að taka íbúðalán. Ástæð­an er ein­föld: kjör­in eru mun betri en hjá bönk­un­um. Einn stærsti íbúðalán­veit­and­inn inn­an líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins mun þó hækka óverð­tryggða breyti­lega vexti skarpt um næstu mán­að­ar­mót.

Hæstu vextir íbúðalána orðnir ellefu prósent og fleiri velja lífeyrissjóði
Bankastjóri Jón Guðni Ómarsson stýrir Íslandsbanka. Sá banki býður nú upp á hæstu óverðtryggðu breytilegu vextina á íbúðalánum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Heimili landsins eru í auknum mæli að færa íbúðarlánaviðskipti sín frá bönkum og yfir til lífeyrissjóða. Ný veitt íbúðalán lífeyrissjóða í júní og júlí voru samtals um 14 milljarðar króna. Til samanburðar var heildarumfang nýrra útlána þeirra á árunum 2021 og 2022 23 milljarðar króna. Júnímánuður var besti útlánamánuður lífeyrissjóða frá því í febrúar 2020 og júlí var litlu síðri. 

Ástæða þessa er meðal annars sú að hjá lífeyrissjóðum landsins er hægt að fá skaplegri kjör á óverðtryggðum íbúðalánum en þau sem bankarnir bjóða upp á. Sem stendur er hægt að taka óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á 8,85 prósent vöxtum. Sjóðurinn tilkynnti hins vegar um myndarlega hækkun vaxta frá og með næstu mánaðamótum, en þá fara óverðtryggðir breytilegir vextir í 9,77 prósent. Það er hækkun upp á 0,92 prósentustig, eða vel umfram síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands sem var 0,5 prósentustig.

Stóru bankarnir þrír hækkuðu allir vexti á sams konar lánum í lok síðustu helgi. Þeir eru nú á bilinu 10,75 til ellefu prósent. Hæstir hjá Íslandsbanka en lægstir hjá Landsbankanum. 

Þessar miklu hækkanir á vöxtum hafa leitt af sér stökkbreytta greiðslubyrði hjá þeim sem eru með breytilega óverðtryggða vexti. Dæmi eru um að hún hafi tvöfaldast frá því að vextirnir voru í lágmarki árið 2021, en þá voru breytilegir íbúðalánavextir stóru bankanna á bilinu 3,3 til 3,43 prósent. 

Skýr merki eru um að margir lántakendur eru að flýja þessa greiðslubyrði og að færa sig yfir í verðtryggð lán. Í júlí tóku heimili landsins slík lán hjá bönkum með veði í íbúð fyrir 15,7 milljarða króna, sem er langhæsta krónutala sem bankarnir þrír hafa lánað í verðtryggð íbúðalán í einum mánuði. Alls jókst umfang slíkra lána milli júní og júlímánaðar um 118 prósent.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Lífeyrissjóðirnir lengja í henginarólinni. Það er allt og sumt.
    0
  • Gunnlaugur Sigurðsson skrifaði
    Afhverju fara ekki Íslenskir ráðamenn til Færeyja og læra hvernig á að reka land.
    2
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Eru Færeyingar ekki tengdir Danmörku og fá stuðning til góðra verka þaðan?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár