Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hæstu vextir íbúðalána orðnir ellefu prósent og fleiri velja lífeyrissjóði

Líf­eyr­is­sjóð­ir njóta nú sí­fellt meiri vin­sælda hjá þeim sem eru að taka íbúðalán. Ástæð­an er ein­föld: kjör­in eru mun betri en hjá bönk­un­um. Einn stærsti íbúðalán­veit­and­inn inn­an líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins mun þó hækka óverð­tryggða breyti­lega vexti skarpt um næstu mán­að­ar­mót.

Hæstu vextir íbúðalána orðnir ellefu prósent og fleiri velja lífeyrissjóði
Bankastjóri Jón Guðni Ómarsson stýrir Íslandsbanka. Sá banki býður nú upp á hæstu óverðtryggðu breytilegu vextina á íbúðalánum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Heimili landsins eru í auknum mæli að færa íbúðarlánaviðskipti sín frá bönkum og yfir til lífeyrissjóða. Ný veitt íbúðalán lífeyrissjóða í júní og júlí voru samtals um 14 milljarðar króna. Til samanburðar var heildarumfang nýrra útlána þeirra á árunum 2021 og 2022 23 milljarðar króna. Júnímánuður var besti útlánamánuður lífeyrissjóða frá því í febrúar 2020 og júlí var litlu síðri. 

Ástæða þessa er meðal annars sú að hjá lífeyrissjóðum landsins er hægt að fá skaplegri kjör á óverðtryggðum íbúðalánum en þau sem bankarnir bjóða upp á. Sem stendur er hægt að taka óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á 8,85 prósent vöxtum. Sjóðurinn tilkynnti hins vegar um myndarlega hækkun vaxta frá og með næstu mánaðamótum, en þá fara óverðtryggðir breytilegir vextir í 9,77 prósent. Það er hækkun upp á 0,92 prósentustig, eða vel umfram síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands sem var 0,5 prósentustig.

Stóru bankarnir þrír hækkuðu allir vexti á sams konar lánum í lok síðustu helgi. Þeir eru nú á bilinu 10,75 til ellefu prósent. Hæstir hjá Íslandsbanka en lægstir hjá Landsbankanum. 

Þessar miklu hækkanir á vöxtum hafa leitt af sér stökkbreytta greiðslubyrði hjá þeim sem eru með breytilega óverðtryggða vexti. Dæmi eru um að hún hafi tvöfaldast frá því að vextirnir voru í lágmarki árið 2021, en þá voru breytilegir íbúðalánavextir stóru bankanna á bilinu 3,3 til 3,43 prósent. 

Skýr merki eru um að margir lántakendur eru að flýja þessa greiðslubyrði og að færa sig yfir í verðtryggð lán. Í júlí tóku heimili landsins slík lán hjá bönkum með veði í íbúð fyrir 15,7 milljarða króna, sem er langhæsta krónutala sem bankarnir þrír hafa lánað í verðtryggð íbúðalán í einum mánuði. Alls jókst umfang slíkra lána milli júní og júlímánaðar um 118 prósent.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Lífeyrissjóðirnir lengja í henginarólinni. Það er allt og sumt.
    0
  • Gunnlaugur Sigurðsson skrifaði
    Afhverju fara ekki Íslenskir ráðamenn til Færeyja og læra hvernig á að reka land.
    2
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Eru Færeyingar ekki tengdir Danmörku og fá stuðning til góðra verka þaðan?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár