Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hefur kostað næstum hálfan milljarð að byggja ekki við Stjórnarráðið

Bú­ið er að tyrfa yf­ir hol­una á bak við Stjórn­ar­ráð Ís­lands og fresta fram­kvæmd­um á við­bygg­ingu við það, sem stað­ið hef­ur til ár­um sam­an.

Hefur kostað næstum hálfan milljarð að byggja ekki við Stjórnarráðið

Áfallinn heildarkostnaður ríkissjóðs vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Stjórnarráð Íslands er 468,8 milljónir króna á verðlagi hvers árs. Nýbyggingin er ekki risin og mun ekki rísa í nánustu framtíð. Tilkynnt var um það í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að byggingu viðbyggingarinnar yrði frestað til að spara útgjöld og nýverið var baklóðin, þar sem framkvæmdir höfðu staðið yfir í nokkur ár, tyrfð. 

Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um málið kemur fram að stærsti hlutur þess kostnaðar sem þegar hefur fallið til sé vegna fornleifauppgraftar. Á árunum 2017 til 2021 var hann bókfærður 267,2 milljónir króna. Kostnaður vegna vinnu við undirbúning nýbyggingar og lóðar er 181 milljón króna og var bókfærður á tímabilinu 2015 til 2022. Þá er áfallinn kostnaður frá janúar til júní á þessu ári 20,6 milljónir króna en hann er kominn til vegna nýbyggingar og álitamála vegna byggingaráforma nágranna.

Aðspurður hvort ákveðið hafi verið að finna forsætisráðuneytinu nýtt húsnæði, …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SE
    Sv50 ehf. skrifaði
    Sæll Þórður
    Eins og ég er yfirleitt ánægður me þig sem blaðamann varð ég fyrir vonbrigðum með hvernig þú setur þessa fyrirsögn fram. Nóg er af slæmum fréttum þó ekki þurfi að dýpka málin með þessum hætti. Stór hluti af þessum kostnaði er fornleifarannsóknir og því er fullyrðing fyrirhafnarinnar röng. Kveðja Brynjar Harðarson
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár