Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku
Ásgeir Þór „Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir aðstoðarlögreglustjórinn.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, telur nokkuð skýrt að konurnar sem klifruðu upp í möstur tveggja hvalskipa í gærmorgun í mótmælaskyni vegna fyrirhugaðra hvalveiða hafi framið lögbrot. Af þeim sökum hafi lögreglunni ekki verið skylt að koma til þeirra vatni og vistum. 

Hvalur hf. hefur kært konurnar fyrir húsbrot. Spurður hvort hann telji að konurnar hafi brotið lög segir Ásgeir:

„Við teljum okkur vera með það á hreinu.“

Hann vísar í 231. grein hegningarlaga sem segir: 

„Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.“

Ásgeir segir samt sem áður að húsbrot séu ekki með alvarlegri hegningarlagabrotum og því sé það ekki efni til þess að setja konurnar í farbann. 

„Ég reikna bara með því að þær gangi út að lokinni skýrslutöku.“

Konurnar klifruðu niður úr möstrunum síðdegis í dag og voru fluttar með lögreglubíl á lögreglustöð. Þar biðu þeirra sjúkraflutningamenn sem skoðuðu ástand þeirra, en önnur konan hafði verið án vatns síðan eldsnemma í gærmorgun. Ásgeir telur þó ekki að heilsufar þeirra hafi verið slæmt enda hafi þær komist sjálfar niður úr möstrunum, 

„Þetta fór vel, það slasaðist enginn þó einhverjir séu kannski svangir og þyrstir.

Telur lögregluna ekki hafa gert mistök

Mótmælendur og stuðningsfólk þeirra hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu á svæðinu töluvert, m.a. það að lögreglan hafi tekið bakpoka annarrar konunnar svo hún var matar- og vatnslaus en ekki viljað færa henni vatn þegar eftir því var óskað.

„Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir Ásgeir spurður um það. 

Jafnframt hafa viðbrögðin verið gagnrýnd vegna þess að sérsveitin var send á staðinn til þess að byrja með, þrátt fyrir að um friðsamleg mótmæli hafi verið að ræða. 

„Sérsveitin hefur mjög margar sérhæfingar sem snúa að björgun. Þeir eru með sérstaka þjálfun í að vinna með línur, harness, sigstóla og að tryggja fólk niður úr erfiðum aðstæðum. Það var sá eiginleiki sveitarinnar sem við vorum að leita í í gær.“

Eruð þið í einhverri sérstakri viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla í framhaldinu?

„Við erum bara rétt búin að ljúka þessu svo við sjáum bara hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Ásgeir.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár