Á dögunum komst Hannes Hólmsteinn Gissurarson í mikið uppnám þegar hann taldi barnungar stúlkur ætla að stela af sér ferðatösku í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, svo mikið uppnám að hann öskraði á börnin, segja sumir, ég var ekki á staðnum, því miður, en þó tel ég mig hafa heyrt þetta sama kvöld talsverð læti og þau voru ekki í veðrinu, það var klárlega öskur, kannski alla leiðina frá Keflavík, kannski ekki, en skyldi engan undra hafi Hannes öskrað því þetta er engin smá taska, þessi sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur dregið á eftir sér í svo mörg ár, sú taska hefur farið víða, hún hefur verið lánuð í margar ferðir, reynst betri en enginn, borið alla yfirvigt, léttilega, hlæjandi, taska svo stútfull af minningum og hugmyndum og tengslum, ég hef öruggar heimildir fyrir því að þetta tiltekna kvöld hafi í henni verið snyrtilega samanbrotin skyrta og tvö bindi, þarna var líka frelsi, sú tegund frelsis sem vegur ekkert og er þannig mjög hentug í ferðalög á milli landa og hugmynda og vina- og viðskiptasambanda, það er jafnvel hægt að byggja heilan feril á frelsi sem vegur ekkert, og þarna voru auðvitað sokkar og inniskór en einnig Kristján Loftsson sem einu sinni vann Frelsisverðlaun Heimdallar rétt eins og Hannes sjálfur og þau voru þarna líka: Frelsisverðlaun Heimdallar, og líka nokkrar bækur, til dæmis Handbók um hundrað kærleiksríkar leiðir til að drepa hvali en einnig skýrsla Hannesar um hrunið og neðarlega í töskunni, á öruggum stað, voru milljónirnar tíu sem fjármálaráðuneyti Bjarna Ben greiddi Hannesi fyrir að skrifa skýrsluna og mjög neðarlega í töskunni, bara alveg neðst, voru skítugar nærbuxur – en þannig er það með öll ferðalög, sama hvað það er mikið gaman, við komum heim með skítugar nærbuxur og sum okkar, reyndar langflest okkar, förum í gegnum það ferðalag sem líf í íslensku samfélagi er með þessar skítugu nærbuxur í farangrinum alla daga, nærbuxurnar af frekum karli sem þekkir ekkert frelsi annað en það að öskra á lítil börn og ég held að ég fari ekki með rangt mál þegar ég segi að það eilífa öskur sé hinn eiginlegi þjóðsöngur okkar Íslendinga.

Eilífa öskur „freka karlsins“ er að mati Dags Hjartarsonar hinn eiginlegi þjóðsöngur Íslendinga.

Mest lesið

1
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
Streita er vaxandi vandi í nútímasamfélagi og ekki óalgengt að fólk fari í kulnun. Dr. Ólafur Þór Ævarsson er sjálfstætt starfandi geðlæknir og stofnandi Streituskólans sem er hluti af heildstæðri velferðarþjónustu Heilsuverndar. Hann segir að forvarnir og fræðsla séu mikilvægir þættir til að fólk verði betur meðvitað um eigin heilsu og geti tekið ábyrgð og spornað við streitu en hún getur haft víðtæk áhrif á fólk bæði líkamlega og andlega.

2
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
Líf Auðar Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings og fjölskyldu tók stakkaskiptum síðasta haust þegar hún sagði skilið við Bráðamóttöku Landspítalans eftir átta ára starf og hóf störf á leikskóla barnanna sinna til að koma yngra barninu inn á leikskóla. „Ég fór úr því að vera í endurlífgun einn daginn yfir í að syngja Kalli litli kónguló hinn daginn.“

3
Ég er að reyna að lifa betra lífi
Patryk Lipa kom til Íslands í leit að betra lífi. Leitin stendur enn yfir en allt er á réttri leið.

4
Sif Sigmarsdóttir
Verðlaun fyrir ræfilsskap
Vísbendingar um uppgjöf Hollywood gagnvart Trump blöstu við löngu fyrir endurkjör hans í embætti forseta.

5
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
Veruleiki barnafjölskyldna í Reykjavík einkennist af því að börn eru orðin alltof gömul til að telja aldur í mánuðum þegar þau loks komast inn á leikskóla. Árum saman hefur öllum 12 mánaða gömlum börnum verið lofað leikskólaplássi en raunin er að mánuði barna sem fá pláss er hægt að telja í tugum. Foreldrar hafa gripið til sinna ráða, meðal annars með því að starfa á leikskóla til að fá forgang að leikskólaplássi.

6
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Samfélaginu ber skylda til að hlusta
Ástvinir í sorg senda frá sér hvert ákallið á fætur öðru. Ætla stjórnvöld að bregðast við?
Mest lesið í vikunni

1
Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða verður fundin ný staðsetning í samræmi við samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík. Fyrri borgarstjóri sagði slíkt ekki koma til skoðunar þannig að um stefnubreytingu er að ræða. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir forseti borgarstjórnar.

2
Sif Sigmarsdóttir
Þrælahald fína fólksins
Ísland er ríkt, frjálslynt land þar sem menntunarstig er hátt, virðing er borin fyrir mannréttindum og ójöfnuður er talinn óæskilegur. En það fer ekki alltaf saman að vera gæðamanneskja í orði og á borði.

3
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Stuðningsmaður Áslaugar býst við mótframboði á næsta fundi
Blaðamaður Heimildarinnar var viðstaddur 45. landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þar komu við sögu hnífjafnar formannskosningar, landvinningar sjálfstæðismanna í Kópavogi á fjölmiðlaborðinu og kampavínsbjalla.

4
Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Fráflæðisvandi Landspítalans náði nýjum hæðum á síðasta ári, segja flæðisstjórar. Elfar Andri Heimisson er læknir á Landspítalanum sem hefur unnið bæði hér og í Noregi. Þar þykir alvarlegt ef sjúklingur er lengur en fjóra tíma á bráðamóttöku: „Ég lenti aldrei í því að við gætum ekki útskrifað sjúkling.“

5
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Vissi að mamma vildi ekki endurlífgun
Jóhannes Kr. Kristjánsson var þakklátur fyrir að hafa átt þetta samtal við móður sína, áður en hann stóð frammi fyrir þeim aðstæðum að þurfa að svara erfiðum spurningum lækna.

6
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
„Við höfum oft íhugað mjög alvarlega að flytja bara út af þessu,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir um þær hindranir sem fólk með selíak mætir hér á landi. Dóttir hennar, Mía, er með sjúkdóminn sem er einungis hægt að meðhöndla með glútenlausu fæði. Matarkarfa fjölskyldunnar hækkaði verulega í verði eftir að Mía greindist. Þá er það þrautin þyngri fyrir fólk með selíak að komast út að borða, panta mat og mæta í mannfögnuði.
Mest lesið í mánuðinum

1
Þrettán rauðvínsflöskur
Í febrúar árið 2022 ákváðu tollverðir á Kastrup-flugvelli að skoða nánar tvær ferðatöskur með þrettán flöskum. Eigendur þeirra voru að koma til landsins með flugi og sögðu flöskurnar innihalda rauðvín. Annað kom á daginn þegar tapparnir voru skrúfaðir af.

2
Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum
Gaseldavél með ofni fyrir rúma hálfa milljón og innréttingar fyrir 45,5 milljónir voru meðal kostnaðarliða í 120 milljóna króna framkvæmdum á heimili forseta Íslands á Bessastöðum nýverið. Kostnaðurinn fór 40 prósent fram úr áætlunum.

3
Með hærri laun en mamma sem er kennari
Hrannar Ása Magnúsar læknanemi varð orðlaus þegar hann komst að því að hann var með hærri laun í sumarvinnunni sinni en mamma hans sem er kennari í fullu starfi.

4
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Í minningu hennar - og þeirra sem létust af völdum ofbeldis
Hversu margar konur eru ásættanlegur fórnarkostnaður, hversu mörg líf í viðbót, þarf til að kynbundið ofbeldi sé tekið alvarlega?

5
Stóðu heiðursvörð við útför Ólafar Töru
Fjöldi fólks stóð heiðursvörð við Grafarvogskirkju í dag þegar Ólöf Tara Harðardóttir var jarðsungin. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti Alþingis voru meðal þeirra sem vottuðu henni virðingu sína.

6
Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða verður fundin ný staðsetning í samræmi við samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík. Fyrri borgarstjóri sagði slíkt ekki koma til skoðunar þannig að um stefnubreytingu er að ræða. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir forseti borgarstjórnar.
Athugasemdir (2)