Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið sem urðu til þess að mat­væla­ráð­herra ákvað að banna hval­veið­ar í júní voru ekki í for­grunni þeg­ar ráð­herr­ann tók ákvörð­un um að leyfa þær að nýju frá og með morg­un­deg­in­um, að sögn Henrys Al­ex­and­ers Henrys­son­ar, full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra. Enn er ekki hægt að tryggja mann­úð­lega af­líf­un stór­hvela, seg­ir Henry.

Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi
Enginn vafi fyrir hvali „Nú eru það eiginlega ekki dýrin sem munu njóta vafans. Það er búið að breyta um afstöðu í því máli. Ég er náttúrulega ósáttur við það,“ segir Henry.

Mánuðurinn sem gengur í garð á morgun gæti verið síðasti mánuður hvalveiða hér á landi, í það minnsta á þessu kjörtímabili. Hvalveiðileyfið sem Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út árið 2019 rennur út í lok þessa árs og getur arftaki Kristjáns, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sleppt því að gefa út nýtt leyfi þegar því lýkur. Hvalveiðitímabili ársins ætti að ljúka í þessum mánuði.

Svandís setti á tímabundið bann við hvalveiðum í júní en bannið rennur út í dag og ákvað Svandís ekki að framlengja það heldur einfaldlega herða kröfur um veiðibúnað, veiðiaðferðir og eftirlit. Því hefjast veiðar á morgun. 

Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar HÍ í fagráði um velferð dýra, er ósáttur með ákvörðun ráðherrans, enda telur hann að ekkert hafi komið fram um að mögulegt sé að tryggja mannúðleg dráp á stórhvelum.

„Það liggur fyrir að dýravelferðarsjónarmið sem voru aðal málið í júní eru ekki lengur aðal málið,“ segir Henry. 

Skýrslan dugi ekki til afstöðubreytingar 

Starfshópur ráðherrans skilaði fyrr í vikunni skýrslu þar sem fram kom að mögulegt væri að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvelum. 

„Mín afstaða er sú að skýrslan frá starfshópnum eigi ekki að duga til að breyta afstöðu ráðherra,“ segir Henry Alexander. „Það er ekki tekið nógu sterkt til orða til þess að fá nýtt svar við spurningunni sem við vorum með í júní, hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun.“

„Ég get ímyndað mér að hún hafi að minnsta kosti bjargað yfir 100 hvölum,“
Henry Alexander Henrysson
um tímabundna hvalveiðibannið

Niðurstaðan sem fagráð um velferð dýra komst að fyrr í sumar var sú að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

„Nú er komin ný spurning: Hvort það sé hægt að bæta veiðarnar. Það var ekki spurningin sem við vorum að spyrja í júní. Það má bæta allt. Þú getur alveg æft þig og hlutir geta skánað þó þeir séu ekki ásættanlegir,“ segir Henry. „Allir sem lesa skýrslu starfshópsins sjá að það er ekki lagt mat á það hvort þetta sé ásættanlegur árangur sem muni nást, það er bara sagt að þetta kunni að bæta veiðarnar.“

Vill að rafmagnskaplarnir séu teknir af Hval

Hann gleðst þó yfir því að Svandís hafi ákveðið að taka fyrir notkun rafmagns við veiðarnar enda telur hann að sú aðferð hefði verið bæði hættuleg starfsfólki og hvölunum. 

„Af því að það er eitthvað sem er alveg óásættanleg veiðiaðferð,“ segir Henry Alexander. „Ég var ekki búinn að heyra í neinum dýralækni eða vísindamanni neins staðar í heiminum sem mælir með þessari aðferð eða vill bendla nafn sitt við þessa tilraun. Fyrir mér var þetta bara ólöglegt.“

Henry vill reyndar að lengra sé gengið í þessum efnum. 

„Ég vil að búnaðurinn sé tekinn af þeim. Þó að þeir megi ekki nota kaplana þá eiga þeir ekki að vera um borð í skipunum,“ segir Henry.  

Gæti hafa bjargað yfir 100 hvölum

Hann gleðst ekki einungis yfir því að ráðherrann hafi ákveðið að taka fyrir notkun rafmagns heldur sömuleiðis því að einhverjum hvölum hafi verið hlíft við ómannúðlegri aflífun í sumar. 

„Við getum öll glaðst yfir því að [Svandís] bjargaði örugglega ótrúlega mörgum hvölum í sumar,“ segir Henry. „Ég get ímyndað mér að hún hafi að minnsta kosti bjargað yfir 100 hvölum.“

Dýraverndunarsinnar vonast eftir brælu

Venjulega standa hvalveiðar ekki lengur en út september. 

„Þeir sem eru að hugsa um dýravelferð vonast bara til þess að það verði svolítil bræla,“ segir Henry. „Það þarf ekki nema þrjár stórar haustlægðir og mikla ölduhæð.“

Samt gæti Hvalur náð að aflífa einhverja tugi hvala í þessum mánuði. Mánuði sem er mögulega síðasti mánuður veiða á stórhvelum hér á landi á þessu kjörtímabili.

„[Svandís] þarf að gefa út leyfi svo hægt sé að veiða næsta sumar,“ bendir Henry á. „Hún gæti einfaldlega sleppt því að gefa út leyfi án þess að það sé einhver sérstök ákvörðun.“

Leyfið rennur út í lok árs. 

„Það er ekkert sem segir að hún verði að gefa út leyfi. Hún getur tekið sér allan veturinn í þetta og ekki gefið út veiði. Þetta er ekki atvinnustarfsemi sem getur gert ráð fyrir að vera í gangi,“ segir Henry.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorvarður Hjaltason skrifaði
    Mig langar til að spyrja fólk, bæði þá sem eru með og á móti hvalveiðum, eru fiskar dýr? eiga "dýraverndunarsjónarmið" við um þá?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í dag gerði Svandís Svavarsdóttir RISASTÓR mistök.

    Þetta mun reynast Íslandi, VG og henni sjálfri þungbært.

    Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að hætta hvalveiðum og því svívirðilega dýraníði sem því fylgir við strendur Íslands.

    Minnumst þess að Hvalur hf hefur lengi verið einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.

    Auðvitað ætlast fyrirtækið til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir þá "fjárfestingu" sína.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár