Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill „staldra við“ aukna ferðaþjónustu á hálendinu

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ist vilja „staldra við“ aukna skipu­lagða ferða­þjón­usta á há­lend­inu og ræða hvort víð­erni eigi að fá að vera í friði. Mál­ið teng­ist stjórn­ar­skrá og að stjórn­völd­um hafi ekki „auðn­ast að ná þar sam­an um ákvæði um um­hverfi og auð­lind­ir,“ um­ræð­an hafi öll snú­ist um sjáv­ar­út­veg.

Vill „staldra við“ aukna ferðaþjónustu á hálendinu

Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem haldinn var síðustu helgi var ítrekað að vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu verði flýtt eins og hægt er. Og bent á að ríkisstjórnin sem nú sitji sé hálfnuð með kjörtímabilið og því mikilvægt að stofnun þjóðgarðsins komist á dagskrá næsta þingvetrar. Sama ályktun var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í febrúar síðastliðnum. 

„Okkur hefur ekki auðnast að ná þar saman um ákvæði um umhverfi og auðlindir“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
um stjórnarskrármálið.

„Það er eitt mál sem er alveg ótrúlega mikilvægt. Það var lagt fram en mætti gríðarlegri andstöðu hjá sveitarfélögum hringinn í kringum landið, sem kom mér á óvart. Ég hélt að það yrði meiri áhugi á þessu. Að einhverju leyti snerist þessi umræða um hálendisþjóðgarð mjög mikið bara um orkuvinnslu, en það er svo margt annað sem þarf að taka tillit til.

Núna erum við …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefan Benediktsson skrifaði
    Fyrsta skrefið ætti að vera að ná samstöðu um afmörkun Hálendisins. Þá mætti reisa áberandi hlið á aðkomuleiðum inn á hálendið og auka þannig meðvitund og virðingu fólks fyrir þessum mikilvæga landshluta. Þar er að finna helstu landsins sköp.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár