Stýrihópur Auðlindarinnar okkar skilaði lokaskýrslu sinni í dag. Markmiðið er að skapa sem víðtækasta sátt um fyrirkomulag sjávarútvegsmála á Íslandi. Slíkt hefur verið gert áður og oftar en ekki steytt á vilja Alþingis til að leiða tillögurnar í lög.
Svandís Svavarsdóttir sagðist í viðtali við Heimildina að lokinni kynningu á skýrslu hópsins, vona að slíkt hendi ekki núna. Það að fulltrúar stjónmálaflokkana hafi setið við borðið í gegnum allt ferlið sem afstaðið er, hafi verið lykilatriði, í þá átt að koma málinu inn í og í gegnum þingið.
Ein þeirra tilllagna sem mest áhrif gæti haft er sú að skýra loks aldarfjórðungs gamalt lagaákvæði gegn samþjöppun aflaheimilda. Þegar alþingi setti þau lög árið 1998 var það sagt til að forða því að einhver gæti komist yfir of mikinn kvóta og „að viðkomandi fái mikil völd í þjóðfélaginu og staða …
Athugasemdir (1)