Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Seldu vatnsréttindin með jörðinni

Vatns­rétt­indi fyr­ir­tæk­is­ins Icelandic Glacial eru met­in á 11,5 til 18 millj­arða króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2021, en þau fylgdu jörð sem Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus seldi fyr­ir­tæki Jóns Ólafs­son­ar á 100 millj­ón­ir króna ár­ið 2006. Nú­ver­andi bæj­ar­stjóri í Ölfusi tel­ur vara­samt að gagn­rýna söl­una eft­ir á, en seg­ir að það væri já­kvætt ef Ölfus ætti enn jörð­ina að Hlíðar­enda.

Seldu vatnsréttindin með jörðinni
Vatnsréttindi Elliði Vignisson, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, tel­ur vara­samt að gagn­rýna söl­u á vatnsréttindum Icelandic Glacial sem fylgdu jörð sem Ölfus seldi fyrirtæki Jóns Ólafssonar, eft­ir á, en seg­ir að það væri já­kvætt ef Ölfus ætti enn jörð­ina að Hlíðar­enda. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Skömmu eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 samþykkti sveitarstjórn Ölfuss að selja jörðina Hlíðarenda í Ölfusi, með vatnsréttindum og öðrum tilheyrandi gæðum, til félagsins Icelandic Water Holdings ehf., sem hafði þá þegar um nokkurt skeið tappað Icelandic Glacial vatninu á flöskur í iðnaðarhúsnæði á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn.

Söluverðið á sínum tíma nam 100 milljónum króna og seldi sveitarfélagið fyrirtækinu jörðina með vaxtalausu kúluláni til fimm ára, sem þýddi að vatnsfyrirtækið þurfti ekki að greiða sveitarfélaginu krónu fyrr en að fimm árum liðnum. Innan þessara fimm ára hafði Icelandic Water Holdings byggt stóra verksmiðju að Hlíðarenda og veðsett jörðina, fyrir nærri 1.100 milljónir króna.

Vatnsréttindin metin á 11,5 til 18 milljarða 

Samkvæmt ársreikningi Icelandic Water Holdings fyrir árið 2021 voru vatnsréttindi fyrirtækisins að Hlíðarenda ein og sér metin á 87 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna. Þess er svo einnig getið í ársreikningnum að uppfært mat erlends sérfræðifyrirtækis á virði vatnslindarinnar, sé …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár