Skömmu eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 samþykkti sveitarstjórn Ölfuss að selja jörðina Hlíðarenda í Ölfusi, með vatnsréttindum og öðrum tilheyrandi gæðum, til félagsins Icelandic Water Holdings ehf., sem hafði þá þegar um nokkurt skeið tappað Icelandic Glacial vatninu á flöskur í iðnaðarhúsnæði á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn.
Söluverðið á sínum tíma nam 100 milljónum króna og seldi sveitarfélagið fyrirtækinu jörðina með vaxtalausu kúluláni til fimm ára, sem þýddi að vatnsfyrirtækið þurfti ekki að greiða sveitarfélaginu krónu fyrr en að fimm árum liðnum. Innan þessara fimm ára hafði Icelandic Water Holdings byggt stóra verksmiðju að Hlíðarenda og veðsett jörðina, fyrir nærri 1.100 milljónir króna.
Vatnsréttindin metin á 11,5 til 18 milljarða
Samkvæmt ársreikningi Icelandic Water Holdings fyrir árið 2021 voru vatnsréttindi fyrirtækisins að Hlíðarenda ein og sér metin á 87 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna. Þess er svo einnig getið í ársreikningnum að uppfært mat erlends sérfræðifyrirtækis á virði vatnslindarinnar, sé …
Athugasemdir