Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Katrín Jakobsdóttir: „Ég hef verið kölluð barnamorðingi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist hafa tal­að víða um heim um það skref sem ís­lenska þing­ið tók með því að heim­ila þung­un­ar­rof til loka 22. viku með­göngu á með­an að þessi rétt­indi hafi ver­ið skert ann­ars stað­ar. „Það sem ég upp­lifði á þess­um degi var bara mik­ið stolt yf­ir Ís­landi.“

Katrín Jakobsdóttir: „Ég hef verið kölluð barnamorðingi“
Hugsar um árangur Katrín Jakobsdóttir segir að pólitík snúist ekki um hvernig henni eða öðrum þingmönnum líði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að umræða um þungunarrof sé dæmi um orðræðu þar sem „ótrúlegt bakslag hefur orðið víða um heim“. Orðræðan einkennist af vantrausti á konur. Þar með séu tekin af þeim þau grundvallarréttindi að ráða yfir eigin líkama.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við hana í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. 

Lög um þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu voru samþykkt á Alþingi í maí 2019. Fjörutíu þingmenn samþykktu frumvarpið en 18 sögðu nei, þar af 16 karlar. „Ég hef sagt það víða um heim þar sem ég tala, að þetta var skref sem íslenska þingið tók á sama tíma og við vorum að sjá þessi réttindi skert annars staðar. En ég hef líka fengið á mig gusur frá alls konar fólki. Ég hef verið kölluð barnamorðingi. Og það er ekki eins …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár