Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að umræða um þungunarrof sé dæmi um orðræðu þar sem „ótrúlegt bakslag hefur orðið víða um heim“. Orðræðan einkennist af vantrausti á konur. Þar með séu tekin af þeim þau grundvallarréttindi að ráða yfir eigin líkama.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við hana í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.
Lög um þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu voru samþykkt á Alþingi í maí 2019. Fjörutíu þingmenn samþykktu frumvarpið en 18 sögðu nei, þar af 16 karlar. „Ég hef sagt það víða um heim þar sem ég tala, að þetta var skref sem íslenska þingið tók á sama tíma og við vorum að sjá þessi réttindi skert annars staðar. En ég hef líka fengið á mig gusur frá alls konar fólki. Ég hef verið kölluð barnamorðingi. Og það er ekki eins …
Athugasemdir (2)