Stærsti eigandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði hefur aldrei verið með hærri tekjur en á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þrátt fyrir þetta kvartar fyrirtækið yfir aukinni skattlagningu sem norsk yfirvöld ætla að leggja á laxeldi í landinu og segist ætla að höfða málinu gegn ríkinu. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins, Mowi, sem á meirihluta í Arctic Fish. Uppgjörið var kynnt í vikunni. Mowi er jafnframt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið út frá þessum vinkli í vikunni.
Á heimasíðu Mowi er uppgjörið kynnt með þeim hætti að met hafi verið slegið. „Annar metfjórðungur hjá Mowi“ segir þar. Tekjur fyrirtækisins á þessum tíma námu 1.365 milljónum evra eða tæplega 195 milljörðum íslenskra króna.
Með aukinni skattlagningu á sjókvíaeldið í Noregi hækkar auðlindaskattur á fyrirtækin úr 22 prósentum og upp í 47 prósent. Hin aukna skattlagning gildir afturvirkt …
Athugasemdir