Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mótmæli á Menningarnótt: „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“

Hóp­ur að­gerða­sinna mót­mælti stöðu út­lend­inga­mála við setn­ingu Menn­ing­ar­næt­ur í dag. Stofn­andi og for­seti sam­tak­anna Solar­is, Sema Erla Ser­d­aroglu, seg­ist í sam­tali við Heim­ild­ina hafa mikl­ar áhyggj­ur af þró­un mála enda séu nú yf­ir 30 manns á göt­unni.

<span>Mótmæli á Menningarnótt:</span> „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“
Mótmæli Hópur aðgerðasinna mótmæltu framkomu og stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í dag. Mynd: Aðsend

Hópur aðgerðasinna stóð fyrir mótmælum á setningu Menningarnætur vegna nýrrar stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í kjölfar umdeildra útlendingalaga sem Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kom á laggirnar með stuðningi ríkisstjórnarflokkanna og nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins. Mótmælin báru nafnið: Afmælisgjöf Reykjavíkurborgar: yfir 30 manns gerð heimilislaus. Þau fóru fram við Kjarvalsstaði þar sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setti viðburðinn og Langi Seli og Skuggarnir skemmtu gestum. 

„Fyrir 2-3 vikum hóf Útlendingastofnun í samstarfi við ríkislögreglustjóra að svipta fólk á flótta allri þjónustu. Það felur í sér sviptingu á húsnæði og vikulegum uppihaldskostnaði (samtals 8.000 krónur) og úthýsingu þeirra á götuna,“ segir í dreifibréfi frá hjálparsamtökunum Solaris og No Borders Iceland. 

Neyðarástand á götum Reykjavíkur

Sema Erla SerdarogluHefur miklar áhyggjur af þróun útlendingamála hér á landi.

Sema Erla Serdaroglu er stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún segir mótmælin hafa verið til þess að minna fólk á stöðuna sem er uppi núna og það neyðarástand sem ríkir í samfélaginu. 

Á mótmælunum mætti fólk með skilti og sýndi samstöðu með fólki á flótta sem nú á undir högg að sækja vegna skertrar þjónustu. „Yfir 30 manns eru nú í þessari annarlegu stöðu og fleiri bætast í hópinn í hverri viku. Í hópnum eru meðal annars konur sem eru þolendur mansals og ungmenni á aldrinum 18-25. Það hefur skapast sannkallað neyðarástand á götum Reykjavíkur og nágrannasveitafélaga og það stefnir í að ríkisstjórnin ætli að nýta sér neyðarástandið til að koma á legg fangelsisbúðum fyrir fólk á flótta.“

Mótmælendur stilla sér uppVakin var athygli á stöðu útlendingamála.

Sema Erla segir samtökin Solaris hafa miklar áhyggjur af þróun mála. „Miðað við þessar tölur þá höfum við ekki komist í samband við helming þeirra einstaklinga sem núna ættu að vera á götunni en við reynum að hafa upp á fólki þegar okkur berast ábendingar. Það kom ein rétt áðan.“ Aðstæðurnar sem sjálfboðaliðar samtakanna mæta eru of krefjandi fyrir þau til að ráða úr. Dæmi eru um að fólk finnist eftir að hafa verið á götunni í tvær vikur með ruslapoka sér til skjóls. „Við erum að tala um fólk í þeirri stöðu að það hefur verið sett allslaust á götuna. Það hefur ekkert bakland né tengslanet á Íslandi. Við erum að finna fólk sem hefur sofið í rjóðrum eða görðum og verið borðandi upp úr ruslatunnum án þess að geta farið í sturtu eða skipt um föt. Líkamleg og andleg staða fólks í þessari stöðu er í rauninni bara hræðileg.“

Fangabúðir

„Þetta er ekki eitthvað sem sjálfboðaliðar ráða við að leysa úr, það er alveg á hreinu. Þess vegna er þess krafist að yfirvöld bregðist við án frekari tafa," segir Sema Erla og lýsir vonleysinu hjá fólki á flótta sem algjöru. „Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar. Þetta fólk er berskjaldað gagnvart allskonar misnotkun og ofbeldi. Það sem yfirvöld hafa gert er að ræna fólk reisn sinni og allri von. Það er bara staðan og margir sem mættu skammast sín akkúrat núna.“

„Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar.“
Sema Erla Serdaroglu

„Miðað við það sem dómsmálaráðherra hefur sagt að þá á að setja á fót einhverskonar úrræði þar sem fólk er geymt og hefur ekki frelsi til að koma og fara og það er auðvitað bara ekkert annað en fangabúðir. Ef þú ætlar að skerða ferðafrelsi fólks og loka það inni einhversstaðar. Það er alveg sama hvaða fallegu orðum þú reynir að fegra hlutina með þá sést auðveldlega í gegnum það sem er verið að gera. Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að þetta hafi alltaf verið markmiðið og þetta sé leiðin að markmiðinu, að það sé verið að nota fólk í neyð í einhverja pólitíska leiki,“ segir Sema Erla.

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur því tekist langþráð ætlunarverk sitt: Að grafa sem aldrei fyrr undan grundvallar mannréttindum fólk á flótta á Íslandi og afmennska þau á hátt sem aldrei áður hefur sést hér á landi,“ segir í dreifibréfinu þar sem almenningur er hvattur til að beita stjórnvöldum þrýsting í þessum málaflokk með öllum mögulegum leiðum. 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BF
    Björn Finnbörnsson skrifaði
    Með lögum skal land byggja. Ef þú ert ólöglegur í landi, hefur þú ekki leyfi til að búa þar og verður að fara. Það er bara svona. Það er ekki hægt að láta einhverjar “kerlinga bækur” stjórna því að fólki sé leyft að hverfa inn í samfélagið bara út af vorkun. Það eru milljónir á götunni um allan heim og það er ekki hægt að “redda” öllum. Margir falla undir þann flokk, að þeir fá landvistarleyfi og það er gott, en að ætla að bjarga öllum er út í hött.
    Það er slæmt hvað fólk þarf að bíða lengi eftir ákvörðun yfirvalda, það þarf að ganga frá svona löguðu á skemmri tíma.
    Það vantar spítala, götur, húsnæði og margt sem samfélagið krefst og svo er fólk að standa á torgum og heimta að allir sem hafa einhvern veginn komist hingað fái alla þá þjónustu sem heimamenn verða að bíða eftir í mörg ár að fá. (Og bölva svo helv…. kerfinu, að komast ekki að hjá læknum, á milli húsa á ófærum götum eða fá ekki húsnæði eða barnaheimili útaf lélegri ríkisstjórn.
    Það verður að stoppa “túrista flóttamenn” frá því að fylla hér öll hús.
    Fólk fær að vita að hér fær “flóttafólk” húsnæði og dagpeninga og getur lifað á kerfinu í nokkur ár, eða karlar, sem hefur verið sagt að hér bíði þeirra konur með hús og bíl og þeir þurfi ekki annað en að “tékka inn” og lifa glaðir það sem eftir er.
    Það mætti halda áfram lengi enn.
    Kveðjur. bjornf
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu