Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mótmæli á Menningarnótt: „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“

Hóp­ur að­gerða­sinna mót­mælti stöðu út­lend­inga­mála við setn­ingu Menn­ing­ar­næt­ur í dag. Stofn­andi og for­seti sam­tak­anna Solar­is, Sema Erla Ser­d­aroglu, seg­ist í sam­tali við Heim­ild­ina hafa mikl­ar áhyggj­ur af þró­un mála enda séu nú yf­ir 30 manns á göt­unni.

<span>Mótmæli á Menningarnótt:</span> „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“
Mótmæli Hópur aðgerðasinna mótmæltu framkomu og stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í dag. Mynd: Aðsend

Hópur aðgerðasinna stóð fyrir mótmælum á setningu Menningarnætur vegna nýrrar stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í kjölfar umdeildra útlendingalaga sem Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kom á laggirnar með stuðningi ríkisstjórnarflokkanna og nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins. Mótmælin báru nafnið: Afmælisgjöf Reykjavíkurborgar: yfir 30 manns gerð heimilislaus. Þau fóru fram við Kjarvalsstaði þar sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setti viðburðinn og Langi Seli og Skuggarnir skemmtu gestum. 

„Fyrir 2-3 vikum hóf Útlendingastofnun í samstarfi við ríkislögreglustjóra að svipta fólk á flótta allri þjónustu. Það felur í sér sviptingu á húsnæði og vikulegum uppihaldskostnaði (samtals 8.000 krónur) og úthýsingu þeirra á götuna,“ segir í dreifibréfi frá hjálparsamtökunum Solaris og No Borders Iceland. 

Neyðarástand á götum Reykjavíkur

Sema Erla SerdarogluHefur miklar áhyggjur af þróun útlendingamála hér á landi.

Sema Erla Serdaroglu er stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún segir mótmælin hafa verið til þess að minna fólk á stöðuna sem er uppi núna og það neyðarástand sem ríkir í samfélaginu. 

Á mótmælunum mætti fólk með skilti og sýndi samstöðu með fólki á flótta sem nú á undir högg að sækja vegna skertrar þjónustu. „Yfir 30 manns eru nú í þessari annarlegu stöðu og fleiri bætast í hópinn í hverri viku. Í hópnum eru meðal annars konur sem eru þolendur mansals og ungmenni á aldrinum 18-25. Það hefur skapast sannkallað neyðarástand á götum Reykjavíkur og nágrannasveitafélaga og það stefnir í að ríkisstjórnin ætli að nýta sér neyðarástandið til að koma á legg fangelsisbúðum fyrir fólk á flótta.“

Mótmælendur stilla sér uppVakin var athygli á stöðu útlendingamála.

Sema Erla segir samtökin Solaris hafa miklar áhyggjur af þróun mála. „Miðað við þessar tölur þá höfum við ekki komist í samband við helming þeirra einstaklinga sem núna ættu að vera á götunni en við reynum að hafa upp á fólki þegar okkur berast ábendingar. Það kom ein rétt áðan.“ Aðstæðurnar sem sjálfboðaliðar samtakanna mæta eru of krefjandi fyrir þau til að ráða úr. Dæmi eru um að fólk finnist eftir að hafa verið á götunni í tvær vikur með ruslapoka sér til skjóls. „Við erum að tala um fólk í þeirri stöðu að það hefur verið sett allslaust á götuna. Það hefur ekkert bakland né tengslanet á Íslandi. Við erum að finna fólk sem hefur sofið í rjóðrum eða görðum og verið borðandi upp úr ruslatunnum án þess að geta farið í sturtu eða skipt um föt. Líkamleg og andleg staða fólks í þessari stöðu er í rauninni bara hræðileg.“

Fangabúðir

„Þetta er ekki eitthvað sem sjálfboðaliðar ráða við að leysa úr, það er alveg á hreinu. Þess vegna er þess krafist að yfirvöld bregðist við án frekari tafa," segir Sema Erla og lýsir vonleysinu hjá fólki á flótta sem algjöru. „Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar. Þetta fólk er berskjaldað gagnvart allskonar misnotkun og ofbeldi. Það sem yfirvöld hafa gert er að ræna fólk reisn sinni og allri von. Það er bara staðan og margir sem mættu skammast sín akkúrat núna.“

„Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar.“
Sema Erla Serdaroglu

„Miðað við það sem dómsmálaráðherra hefur sagt að þá á að setja á fót einhverskonar úrræði þar sem fólk er geymt og hefur ekki frelsi til að koma og fara og það er auðvitað bara ekkert annað en fangabúðir. Ef þú ætlar að skerða ferðafrelsi fólks og loka það inni einhversstaðar. Það er alveg sama hvaða fallegu orðum þú reynir að fegra hlutina með þá sést auðveldlega í gegnum það sem er verið að gera. Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að þetta hafi alltaf verið markmiðið og þetta sé leiðin að markmiðinu, að það sé verið að nota fólk í neyð í einhverja pólitíska leiki,“ segir Sema Erla.

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur því tekist langþráð ætlunarverk sitt: Að grafa sem aldrei fyrr undan grundvallar mannréttindum fólk á flótta á Íslandi og afmennska þau á hátt sem aldrei áður hefur sést hér á landi,“ segir í dreifibréfinu þar sem almenningur er hvattur til að beita stjórnvöldum þrýsting í þessum málaflokk með öllum mögulegum leiðum. 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BF
    Björn Finnbörnsson skrifaði
    Með lögum skal land byggja. Ef þú ert ólöglegur í landi, hefur þú ekki leyfi til að búa þar og verður að fara. Það er bara svona. Það er ekki hægt að láta einhverjar “kerlinga bækur” stjórna því að fólki sé leyft að hverfa inn í samfélagið bara út af vorkun. Það eru milljónir á götunni um allan heim og það er ekki hægt að “redda” öllum. Margir falla undir þann flokk, að þeir fá landvistarleyfi og það er gott, en að ætla að bjarga öllum er út í hött.
    Það er slæmt hvað fólk þarf að bíða lengi eftir ákvörðun yfirvalda, það þarf að ganga frá svona löguðu á skemmri tíma.
    Það vantar spítala, götur, húsnæði og margt sem samfélagið krefst og svo er fólk að standa á torgum og heimta að allir sem hafa einhvern veginn komist hingað fái alla þá þjónustu sem heimamenn verða að bíða eftir í mörg ár að fá. (Og bölva svo helv…. kerfinu, að komast ekki að hjá læknum, á milli húsa á ófærum götum eða fá ekki húsnæði eða barnaheimili útaf lélegri ríkisstjórn.
    Það verður að stoppa “túrista flóttamenn” frá því að fylla hér öll hús.
    Fólk fær að vita að hér fær “flóttafólk” húsnæði og dagpeninga og getur lifað á kerfinu í nokkur ár, eða karlar, sem hefur verið sagt að hér bíði þeirra konur með hús og bíl og þeir þurfi ekki annað en að “tékka inn” og lifa glaðir það sem eftir er.
    Það mætti halda áfram lengi enn.
    Kveðjur. bjornf
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár