Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Mótmæli á Menningarnótt: „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“

Hóp­ur að­gerða­sinna mót­mælti stöðu út­lend­inga­mála við setn­ingu Menn­ing­ar­næt­ur í dag. Stofn­andi og for­seti sam­tak­anna Solar­is, Sema Erla Ser­d­aroglu, seg­ist í sam­tali við Heim­ild­ina hafa mikl­ar áhyggj­ur af þró­un mála enda séu nú yf­ir 30 manns á göt­unni.

<span>Mótmæli á Menningarnótt:</span> „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“
Mótmæli Hópur aðgerðasinna mótmæltu framkomu og stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í dag. Mynd: Aðsend

Hópur aðgerðasinna stóð fyrir mótmælum á setningu Menningarnætur vegna nýrrar stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í kjölfar umdeildra útlendingalaga sem Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kom á laggirnar með stuðningi ríkisstjórnarflokkanna og nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins. Mótmælin báru nafnið: Afmælisgjöf Reykjavíkurborgar: yfir 30 manns gerð heimilislaus. Þau fóru fram við Kjarvalsstaði þar sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setti viðburðinn og Langi Seli og Skuggarnir skemmtu gestum. 

„Fyrir 2-3 vikum hóf Útlendingastofnun í samstarfi við ríkislögreglustjóra að svipta fólk á flótta allri þjónustu. Það felur í sér sviptingu á húsnæði og vikulegum uppihaldskostnaði (samtals 8.000 krónur) og úthýsingu þeirra á götuna,“ segir í dreifibréfi frá hjálparsamtökunum Solaris og No Borders Iceland. 

Neyðarástand á götum Reykjavíkur

Sema Erla SerdarogluHefur miklar áhyggjur af þróun útlendingamála hér á landi.

Sema Erla Serdaroglu er stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún segir mótmælin hafa verið til þess að minna fólk á stöðuna sem er uppi núna og það neyðarástand sem ríkir í samfélaginu. 

Á mótmælunum mætti fólk með skilti og sýndi samstöðu með fólki á flótta sem nú á undir högg að sækja vegna skertrar þjónustu. „Yfir 30 manns eru nú í þessari annarlegu stöðu og fleiri bætast í hópinn í hverri viku. Í hópnum eru meðal annars konur sem eru þolendur mansals og ungmenni á aldrinum 18-25. Það hefur skapast sannkallað neyðarástand á götum Reykjavíkur og nágrannasveitafélaga og það stefnir í að ríkisstjórnin ætli að nýta sér neyðarástandið til að koma á legg fangelsisbúðum fyrir fólk á flótta.“

Mótmælendur stilla sér uppVakin var athygli á stöðu útlendingamála.

Sema Erla segir samtökin Solaris hafa miklar áhyggjur af þróun mála. „Miðað við þessar tölur þá höfum við ekki komist í samband við helming þeirra einstaklinga sem núna ættu að vera á götunni en við reynum að hafa upp á fólki þegar okkur berast ábendingar. Það kom ein rétt áðan.“ Aðstæðurnar sem sjálfboðaliðar samtakanna mæta eru of krefjandi fyrir þau til að ráða úr. Dæmi eru um að fólk finnist eftir að hafa verið á götunni í tvær vikur með ruslapoka sér til skjóls. „Við erum að tala um fólk í þeirri stöðu að það hefur verið sett allslaust á götuna. Það hefur ekkert bakland né tengslanet á Íslandi. Við erum að finna fólk sem hefur sofið í rjóðrum eða görðum og verið borðandi upp úr ruslatunnum án þess að geta farið í sturtu eða skipt um föt. Líkamleg og andleg staða fólks í þessari stöðu er í rauninni bara hræðileg.“

Fangabúðir

„Þetta er ekki eitthvað sem sjálfboðaliðar ráða við að leysa úr, það er alveg á hreinu. Þess vegna er þess krafist að yfirvöld bregðist við án frekari tafa," segir Sema Erla og lýsir vonleysinu hjá fólki á flótta sem algjöru. „Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar. Þetta fólk er berskjaldað gagnvart allskonar misnotkun og ofbeldi. Það sem yfirvöld hafa gert er að ræna fólk reisn sinni og allri von. Það er bara staðan og margir sem mættu skammast sín akkúrat núna.“

„Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar.“
Sema Erla Serdaroglu

„Miðað við það sem dómsmálaráðherra hefur sagt að þá á að setja á fót einhverskonar úrræði þar sem fólk er geymt og hefur ekki frelsi til að koma og fara og það er auðvitað bara ekkert annað en fangabúðir. Ef þú ætlar að skerða ferðafrelsi fólks og loka það inni einhversstaðar. Það er alveg sama hvaða fallegu orðum þú reynir að fegra hlutina með þá sést auðveldlega í gegnum það sem er verið að gera. Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að þetta hafi alltaf verið markmiðið og þetta sé leiðin að markmiðinu, að það sé verið að nota fólk í neyð í einhverja pólitíska leiki,“ segir Sema Erla.

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur því tekist langþráð ætlunarverk sitt: Að grafa sem aldrei fyrr undan grundvallar mannréttindum fólk á flótta á Íslandi og afmennska þau á hátt sem aldrei áður hefur sést hér á landi,“ segir í dreifibréfinu þar sem almenningur er hvattur til að beita stjórnvöldum þrýsting í þessum málaflokk með öllum mögulegum leiðum. 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • BF
  Björn Finnbörnsson skrifaði
  Með lögum skal land byggja. Ef þú ert ólöglegur í landi, hefur þú ekki leyfi til að búa þar og verður að fara. Það er bara svona. Það er ekki hægt að láta einhverjar “kerlinga bækur” stjórna því að fólki sé leyft að hverfa inn í samfélagið bara út af vorkun. Það eru milljónir á götunni um allan heim og það er ekki hægt að “redda” öllum. Margir falla undir þann flokk, að þeir fá landvistarleyfi og það er gott, en að ætla að bjarga öllum er út í hött.
  Það er slæmt hvað fólk þarf að bíða lengi eftir ákvörðun yfirvalda, það þarf að ganga frá svona löguðu á skemmri tíma.
  Það vantar spítala, götur, húsnæði og margt sem samfélagið krefst og svo er fólk að standa á torgum og heimta að allir sem hafa einhvern veginn komist hingað fái alla þá þjónustu sem heimamenn verða að bíða eftir í mörg ár að fá. (Og bölva svo helv…. kerfinu, að komast ekki að hjá læknum, á milli húsa á ófærum götum eða fá ekki húsnæði eða barnaheimili útaf lélegri ríkisstjórn.
  Það verður að stoppa “túrista flóttamenn” frá því að fylla hér öll hús.
  Fólk fær að vita að hér fær “flóttafólk” húsnæði og dagpeninga og getur lifað á kerfinu í nokkur ár, eða karlar, sem hefur verið sagt að hér bíði þeirra konur með hús og bíl og þeir þurfi ekki annað en að “tékka inn” og lifa glaðir það sem eftir er.
  Það mætti halda áfram lengi enn.
  Kveðjur. bjornf
  -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár