Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Mótmæli á Menningarnótt: „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“

Hóp­ur að­gerða­sinna mót­mælti stöðu út­lend­inga­mála við setn­ingu Menn­ing­ar­næt­ur í dag. Stofn­andi og for­seti sam­tak­anna Solar­is, Sema Erla Ser­d­aroglu, seg­ist í sam­tali við Heim­ild­ina hafa mikl­ar áhyggj­ur af þró­un mála enda séu nú yf­ir 30 manns á göt­unni.

<span>Mótmæli á Menningarnótt:</span> „Margir sem mættu skammast sín akkúrat núna“
Mótmæli Hópur aðgerðasinna mótmæltu framkomu og stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í dag. Mynd: Aðsend

Hópur aðgerðasinna stóð fyrir mótmælum á setningu Menningarnætur vegna nýrrar stefnu stjórnvalda í útlendingamálum í kjölfar umdeildra útlendingalaga sem Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kom á laggirnar með stuðningi ríkisstjórnarflokkanna og nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins. Mótmælin báru nafnið: Afmælisgjöf Reykjavíkurborgar: yfir 30 manns gerð heimilislaus. Þau fóru fram við Kjarvalsstaði þar sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setti viðburðinn og Langi Seli og Skuggarnir skemmtu gestum. 

„Fyrir 2-3 vikum hóf Útlendingastofnun í samstarfi við ríkislögreglustjóra að svipta fólk á flótta allri þjónustu. Það felur í sér sviptingu á húsnæði og vikulegum uppihaldskostnaði (samtals 8.000 krónur) og úthýsingu þeirra á götuna,“ segir í dreifibréfi frá hjálparsamtökunum Solaris og No Borders Iceland. 

Neyðarástand á götum Reykjavíkur

Sema Erla SerdarogluHefur miklar áhyggjur af þróun útlendingamála hér á landi.

Sema Erla Serdaroglu er stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún segir mótmælin hafa verið til þess að minna fólk á stöðuna sem er uppi núna og það neyðarástand sem ríkir í samfélaginu. 

Á mótmælunum mætti fólk með skilti og sýndi samstöðu með fólki á flótta sem nú á undir högg að sækja vegna skertrar þjónustu. „Yfir 30 manns eru nú í þessari annarlegu stöðu og fleiri bætast í hópinn í hverri viku. Í hópnum eru meðal annars konur sem eru þolendur mansals og ungmenni á aldrinum 18-25. Það hefur skapast sannkallað neyðarástand á götum Reykjavíkur og nágrannasveitafélaga og það stefnir í að ríkisstjórnin ætli að nýta sér neyðarástandið til að koma á legg fangelsisbúðum fyrir fólk á flótta.“

Mótmælendur stilla sér uppVakin var athygli á stöðu útlendingamála.

Sema Erla segir samtökin Solaris hafa miklar áhyggjur af þróun mála. „Miðað við þessar tölur þá höfum við ekki komist í samband við helming þeirra einstaklinga sem núna ættu að vera á götunni en við reynum að hafa upp á fólki þegar okkur berast ábendingar. Það kom ein rétt áðan.“ Aðstæðurnar sem sjálfboðaliðar samtakanna mæta eru of krefjandi fyrir þau til að ráða úr. Dæmi eru um að fólk finnist eftir að hafa verið á götunni í tvær vikur með ruslapoka sér til skjóls. „Við erum að tala um fólk í þeirri stöðu að það hefur verið sett allslaust á götuna. Það hefur ekkert bakland né tengslanet á Íslandi. Við erum að finna fólk sem hefur sofið í rjóðrum eða görðum og verið borðandi upp úr ruslatunnum án þess að geta farið í sturtu eða skipt um föt. Líkamleg og andleg staða fólks í þessari stöðu er í rauninni bara hræðileg.“

Fangabúðir

„Þetta er ekki eitthvað sem sjálfboðaliðar ráða við að leysa úr, það er alveg á hreinu. Þess vegna er þess krafist að yfirvöld bregðist við án frekari tafa," segir Sema Erla og lýsir vonleysinu hjá fólki á flótta sem algjöru. „Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar. Þetta fólk er berskjaldað gagnvart allskonar misnotkun og ofbeldi. Það sem yfirvöld hafa gert er að ræna fólk reisn sinni og allri von. Það er bara staðan og margir sem mættu skammast sín akkúrat núna.“

„Það er búið að dæma fólk til heimilisleysis, sárafátæktar og hungursneyðar.“
Sema Erla Serdaroglu

„Miðað við það sem dómsmálaráðherra hefur sagt að þá á að setja á fót einhverskonar úrræði þar sem fólk er geymt og hefur ekki frelsi til að koma og fara og það er auðvitað bara ekkert annað en fangabúðir. Ef þú ætlar að skerða ferðafrelsi fólks og loka það inni einhversstaðar. Það er alveg sama hvaða fallegu orðum þú reynir að fegra hlutina með þá sést auðveldlega í gegnum það sem er verið að gera. Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að þetta hafi alltaf verið markmiðið og þetta sé leiðin að markmiðinu, að það sé verið að nota fólk í neyð í einhverja pólitíska leiki,“ segir Sema Erla.

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur því tekist langþráð ætlunarverk sitt: Að grafa sem aldrei fyrr undan grundvallar mannréttindum fólk á flótta á Íslandi og afmennska þau á hátt sem aldrei áður hefur sést hér á landi,“ segir í dreifibréfinu þar sem almenningur er hvattur til að beita stjórnvöldum þrýsting í þessum málaflokk með öllum mögulegum leiðum. 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BF
    Björn Finnbörnsson skrifaði
    Með lögum skal land byggja. Ef þú ert ólöglegur í landi, hefur þú ekki leyfi til að búa þar og verður að fara. Það er bara svona. Það er ekki hægt að láta einhverjar “kerlinga bækur” stjórna því að fólki sé leyft að hverfa inn í samfélagið bara út af vorkun. Það eru milljónir á götunni um allan heim og það er ekki hægt að “redda” öllum. Margir falla undir þann flokk, að þeir fá landvistarleyfi og það er gott, en að ætla að bjarga öllum er út í hött.
    Það er slæmt hvað fólk þarf að bíða lengi eftir ákvörðun yfirvalda, það þarf að ganga frá svona löguðu á skemmri tíma.
    Það vantar spítala, götur, húsnæði og margt sem samfélagið krefst og svo er fólk að standa á torgum og heimta að allir sem hafa einhvern veginn komist hingað fái alla þá þjónustu sem heimamenn verða að bíða eftir í mörg ár að fá. (Og bölva svo helv…. kerfinu, að komast ekki að hjá læknum, á milli húsa á ófærum götum eða fá ekki húsnæði eða barnaheimili útaf lélegri ríkisstjórn.
    Það verður að stoppa “túrista flóttamenn” frá því að fylla hér öll hús.
    Fólk fær að vita að hér fær “flóttafólk” húsnæði og dagpeninga og getur lifað á kerfinu í nokkur ár, eða karlar, sem hefur verið sagt að hér bíði þeirra konur með hús og bíl og þeir þurfi ekki annað en að “tékka inn” og lifa glaðir það sem eftir er.
    Það mætti halda áfram lengi enn.
    Kveðjur. bjornf
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
6
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
3
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
10
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu