Morjane Ténéré
Hvar? Gaukurinn.
Hvenær? 20. ágúst.
Upphæð? Ókeypis.
Morjane Ténéré er söngkona og lagahöfundur frá París sem er innblásin af þjóðlagatónlist, blús og tónlist innfæddra Ameríkana, sem og hefðbundinni norður-afrískri tónlist. Hún leikur með fransk-íslenska tónlistarmanninum Christian Helga, sem leikur á slagverk, gítar og flautu, og er tónlistin sögð minna helst á helgisiði, ferðalög og vígslu, en eftirnafnið Ténéré þýðir „Eyðimörk“ á tamasheq, berbírsku máli sem talað er í Malí og Búrkina Fasó.
Sjónskekkja – uppistand
Hvar? Kex Hostel og Austfirðir.
Hvenær? 24.–27. ágúst kl. 20.
Upphæð? 3.500 kr.
Stefán Ingvar er með lausa augasteina. Það hefur haft alls konar áhrif á hann; hann getur ekki orðið flugmaður, mátti aldrei æfa fótbolta eða vera í skátunum og svo sér hann allt skakkt, eða vitlaust, en það virðist ekki hindra hann í að þvælast landshornanna á milli með uppistand.
Hann er nýbúinn að frumsýna uppistandið Sjónskekkja fyrir vestan og eftir stutt stopp í bænum, nánar tiltekið á Kex Hostel fimmtudaginn 24. ágúst, er tímabært að túra Austfirðina, nánar tiltekið mætir Stefán í Félagsheimilið Miklagarð á Vopnafirði föstudaginn 25. ágúst, þaðan fer hann á Tehúsið Hostel á Egilsstöðum laugardaginn eftir og endar sunnudaginn 27. ágúst á Hafinu á Höfn á Hornafirði.
Stefán Ingvar er meðlimur í uppistandshópnum VHS en þetta er önnur einkasýning hans, en sú fyrsta, Fullkomið ójafnvægi, var sýnd í Tjarnarbíói.
„Þessi sýning er aðeins persónulegri en það sem ég hef gert áður. Undanfarið ár hefur verið afar viðburðaríkt og krefjandi á köflum, sem hefur gefið tækifæri til sjálfsskoðunar. Það er spennandi að vera með klukkutíma sýningu sjálfur. Sumt grín sem ég skrifa getur verið of óaðgengilegt fyrir korters sett í skemmtidagskrá VHS flokksins, en virkar vel sem hluti af stærri mynd. Ég myndi segja að það væri myrkur yfir þessu, en meira gaman,“ segir Stefán sem lofar klukkustund af svartsýnasta gríni sem þú heyrir í ár.
Við erum jörðin – við erum vatnið / Dansverk Soft Collective
Hvar? Sjóminjasafnið
Hvenær? 19. ágúst kl. 14.00.
Upphæð? Ókeypis.
Í verkinu Við erum jörðin – við erum vatnið eftir Heimi Frey Hlöðversson fáum við óvenjulega innsýn í ægifögur form náttúrunnar. Ljóðræna sýn á hið agnarsmáa í hinu risastóra, sem tækninýjungar veita okkur. Um leið er verkið dreyminn sjónrænn leikur við síbreytanleg form sem skapast stöðugt í kringum okkur en við komum alla jafna ekki auga á. Okkur er boðið í ferðalag nánast inn í efnin sjálf, sameiningu og umbreytingarferli þeirra.
„Hugmyndin að verkinu kom þegar ég var að skoða töflu frá Nasa sem sýnir hækkun á hita jarðarinnar frá iðnbyltingu til dagsins í dag. Þar sést að lofthiti hefur hækkað um 1,1 gráðu frá 1880 og á ógnvænlegum hraða síðastliðin 40 ár,“ segir Heimir Freyr um verkið. „Þó að breyting á hitastigi sé að einhverju leyti náttúruleg, þá eru eins og við vitum yfirgnæfandi sannanir sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er að mestu leyti ástæðan fyrir hlýnun plánetunnar okkar. Það má segja að verkið myndhverfist í kringum þessa töflu frá Nasa. Öðrum megin í salnum er hitinn og sólin og hinum megin hafið og ísinn. Hitinn leysist upp og efnahvörf myndast sem breyta jafnvægi lífríkisins. Verkið er allt unnið á vinnustofunni minni í petrískálum, þar sem ég bý til efnahvörf sem eiga að endurspegla það sem er að gerast í náttúrunni. Allt sem þú sérð eru 3 mm til 1 cm stækkaðir upp með macro linsum og allt tekið upp í rauntíma.“
Á menningarnótt bætist svo við dansverk eftir þær Lilju Björk Haraldsdóttur, Linde Rongen, Júlíu Kolbrúnu Sigurðardóttur og Sigrúnu Ósk í Soft Collective, sem sýna nýtt dansverk innblásið af myndbandsverki Heimis í sama rými og sýningin er.
Mysingur VI: Miomantis og Helgi og hljóðfæraleikararnir
Hvar? Mjólkurportið bakvið Listasafnið á Akureyri.
Hvenær? 26. ágúst kl. 17.
Upphæð? Ókeypis.
Mysingur er tónleikaröð sem hóf göngu sína sumarið 2022. „Þetta port bak við Listasafnið, okkur fannst eitthvað eiga að gerast þarna, þannig að við ákváðum að stökkva á tónleika,“ segir Eyþór Gylfason, sem rekur Ketilkaffi í Listasafninu. Hugmyndin er einföld: riggað er upp sviði í mjólkurportinu á bak við Listasafnið á Akureyri þrjú síðdegi yfir sumartímann, kveikt undir grillinu og bassamagnaranum stungið í samband. Aðgangur er ókeypis og leggja skipuleggjendur áherslu á að veita nýjum hljómsveitum rými og tækifæri til að koma fram, þó þekktari nöfn hafi líka stigið á svið.
„Nafnið er dregið af því að það var hrært í mysing þarna þegar KEA framleiddi mjólkurvörur í húsum safnsins og Mysingur er einhvers konar hrærigrautur, eins og þessi tónleikaröð er.“
Síðasti Mysingur þessa sumars verður á Akureyrarvöku, en þá koma fram Miomantis og Helgi og hljóðfæraleikararnir fram. Tónleikaröðin er samstarfsverkefni Ketilkaffis og Listasafnsins á Akureyri og styrkt af Akureyrarbæ og Geimstofunni. Verkefnastjóri er Egill Logi Jónasson, betur þekktur undir listamannsnafninu Drengurinn fengurinn.
Fucking Bornholm
Hvar? Bíó Paradís.
Hvenær? Frumsýnd 31. ágúst.
Upphæð? 1.990 kr.
Tvenn pólsk vinahjón bregða sér í sumarfrí með börn og buru til dönsku eyjunnar Bornholm. Eða öllu heldur hjón og par, annar helmingur vinahjónanna endaði á að skilja og ný kærasta er því komin í spilið öðrum megin. Við hittum þau fyrst um borð í ferju á leið á áfangastað, það er augljóst að Dawid og Maja eiga sér sína fortíð, en núna er hún gift Hubert og Dawid fráskilinn og að deita sálfræðinemann Ninu, sem er mun yngri en þau hin.
En svo dregur skugga fyrir sólu þegar einn strákanna trúir mömmu sinni fyrir vafasömum fullorðinsleikjum sem hinir strákarnir þröngvuðu honum í – sem kostar svo uppgjör hjá hinum fullorðnu og myndin fjallar í raun fyrst og fremst um hvernig þessi uppákoma reynist vera prófraun á hin fullorðnu, sem bregðast mjög mismunandi við þessum tíðindum – og allt kallar þetta á löngu tímabært uppgjör.
Þessi pólska tragikómedía er full af innsæi og húmor, innsæi í hvernig Pólverjar og Skandínavar sjá hvorir aðra, af því hvernig fólk bregst mismunandi við áföllum og í myndinni er líka eitt stykki ógleymanlegur danskur bangsi með sýnikennslu í hygge.
Dagatalið
Föstudagur 18. ágúst:
Benjamín Gísli Trio: Line of Thought
16.30 Reykjavík Record Shop
Punker In A Bunker
18.30 Álftamýri 2
Arto Lindsay
20.00 Mengi
Terminator 2: Judgement Day – föstudagspartísýning
21.00 Bíó Paradís
Kári og dopamine machine
23.00 Græni hatturinn
Laugardagur 19. ágúst:
Myrkranna á milli / What we do in the shadows
12.00 Hverfisgötu 50
Barnasöngstund með Ólöfu Arnalds
13.00 Mengi
Áður en veröld steypist
13.00 Norðurljós, Hörpu
Færeyska Sanna Bæk Hoydal
13.30 Sendistova Føroya í Reykjavík
Við erum jörðin – við erum vatnið, danssýning
14.00 Sjóminjasafnið
MENNINGARNÓTT: Leiðsögn með sýningarstjóra
14.00 Hvelfing Norræna hússins
Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson
14.00 Kaldalón, Hörpu
Fjölskylduball með Stórsveit Reykjavíkur og Sveiflustöðinni
14.00 Silfurberg, Hörpu
Lúðrasveitabardagi ársins
14.00 Hörputorg
Ljóðalestur fyrir steina
15.00 Sólfarið
Menningarnæturtónleikar KEX
15.00 Kex Hostel
Opið hús á Menningarnótt – Sinfóníuhljómsveit Íslands
15.00 & 17.00 Eldborg, Hörpu
Spunamaraþon Improv Ísland
15.00 Þjóðleikhúskjallarinn
Ljóðalestur í heimahúsi: Þórarinn Eldjárn
16.00 Ásvallagötu 12
Sanna Bæk Hoydal
16.10 Kaldalón, Hörpu
Swangah
16.50 Kaldalón, Hörpu
Soffía Björg og Pétur Ben
17.00 Telebar, Iceland Parliament Hotel
Sveitaball Högna og vina á Kastrup
17.00 Kastrup
Langi Seli og Skuggarnir – litríkt fjör!
20.40 Ljósmyndasafn Íslands
Sunnudagur 20. ágúst:
Hæglætistónar á Árbæjarsafni
13.00 & 15.00 Árbæjarsafn
Morjane Ténéré
21.00 Gaukurinn
Miðvikudagur 23. ágúst:
Jazzhátíð
19.00 Norðurljós, Hörpu
Reykjavík Poetics #3
20.00 Kex Hostel
Fimmtudagur 24. ágúst:
D49: Helena Margrét Jónsdóttir
10.00 Listasafn Reykjavíkur
Siggi og Sigga með Sinfó – Einu sinni á ágústkvöldi
20.00 Eldborg, Hörpu
Sjónskekkja – uppistand
20.00 Kex Hostel
Blood Harmony
21.00 Græni hatturinn
Föstudagur 25. ágúst:
Sundbíó RIFF – Life of Pi
19.00 Laugardalslaug
Stella í orlofi – föstudagspartísýning
21.00 Bíó Paradís
GDRN og Magnús Jóhann – Íslensk sönglög
21.30 Hofi, Akureyri
LICKS – Afmælistónleikar til heiðurs Gene Simmons
22.00 Dillon
Laugardagur 26. ágúst:
Óhljóðamessa – punk concert
19.00 Catalína
Eros Ramazzotti
20.00 Laugardalshöll
Tófa, Oyama & Hasar
21.00 Gaukurinn
Á móti sól
23.00 Græni hatturinn
Mysingur VI
Mjólkurportið bakvið Listasafnið á Akureyri
Sunnudagur 27. ágúst:
Davíð Þór Jónsson: Spunatónleikar í Tvímánuði || 2/3
13.29 Salurinn, Kópavogi
Spyrjið listamanninn: Sigtryggur Bjarni Baldursson
14.00 Listasafn Íslands
Bjarki Friðriksson – minning
16.00 Norðurljós, Hörpu
Mozart Requiem og Bernstein - Hátíðartónleikar í Eldborg Hörpu
17.00 Eldborg, Hörpu
Fimmtudagur 31. ágúst:
Fimmtudagurinn langi - Hugsun um teikninguna
20.00 Listasafn Íslands
Graveslime - Útgáfutónleikar „Roughness and Toughness“
20.00 Kex Hostel
Hákon Hjaltlín - Shadows útgáfutónleikar
21.00 Gaukurinn
Fucking Bornholm
Bíó Paradís
Athugasemdir