Leó Árnason, fjárfestir og eigandi fasteignafélagsins Sigtúns, bauð þáverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins í Árborg fjárhagslegan stuðning í skiptum fyrir pólitíska fyrirgreiðslu árið 2020. Skilyrðið fyrir stuðningnum var að Miðflokkurinn ynni að því að Árborg félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Tilboðið var sett fram í nóvember árið 2020 eftir að Landsbankinn hafði auglýst húsið til sölu og að ljóst var að sveitarfélagið átti hæsta tilboðið. Sigtún bauð líka í Landsbankahúsið og átti næsthæsta tilboðið. Þetta segir bæjarfulltrúinn fyrrverandi, Tómas Ellert Tómasson, í viðtali við Heimildina.
„Leó bað mig að hitta sig á fundi. Í upphafi fundarins kom fram að erindið var Landsbankahúsið. Það kemur í ljós að hann var að gera mér tilboð ef ég myndi vinna að því að sveitarfélagið myndi falla frá kaupunum. Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ …
Athugasemdir (2)