Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar sem unnið hefur áhættumat vegna erfðablöndunar villtra laxa og eldislaxa hér á landi er hluthafi í fyrirtæki sem stundar eldi á sæeyrum í Grindavík. Starfsmaðurinn heitir Ragnar Jóhannsson og er er rannsóknarstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknarstofnun. Eldisfyrirtækið heitir Sæbýli ehf. Meðal annarra hluthafa er Sigurður Pétursson, stofnandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, og er hann jafnframt stjórnarformaður Sæbýlis.
Ragnar á í dag 0,16 prósenta hlut í Sæbýli og hefur hlutur hans minnkað verulega í hlutafjáraukningum síðustu ár. Ragnar er einn af höfundum síðustu áhættumata um erfðablöndun hjá Hafró og vinnur nú að því þriðja. Hann hefur meðal annars sótt um styrki frá sjóðum RANNÍS fyrir Sæbýli og fengið þá.
„Það er réttur Íslendinga að eiga hlutabréf og ég get ekki séð tengsl þarna“
Athugasemdir