Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ferðamannaparadís brennur

Hawaii-eyj­ar voru ekki van­ar að brenna. Nema þá und­an gló­andi hrauni eld­fjalla. En núna er öld­in önn­ur, inn­lend­ur gróð­ur hef­ur vik­ið fyr­ir graslend­um svo langt sem aug­að eyg­ir sem á sinn þátt í því að gróð­ureld­arn­ir sem nú loga eru þeir mestu í manna minn­um.

Ferðamannaparadís brennur
Í ljósum logum Byggingar brenna í strandbænum Lahaina á Maui. Mynd: Skjáskot

Það er engu líkara en að heimsendir sé í nánd,“ segir íbúi á Maui, næststærstu eyju Hawaii, um gróðureldana sem þar geisa og hafa kostað að minnsta kosti 36 manneskjur lífið. Vindur vegna fellibyls sem þó er í töluverðri fjarlægð reyndist olía á eldana sem hafa ætt yfir strandbæinn Lahaina, einn vinsælasta ferðamannastað Maui. Hvert hverfið á fætur öðru hefur brunnið til kaldra kola og vesturhluti eyjunnar nær einangrast í eldhafinu. Stór svæði hafa verið án rafmagns enda vindhraðinn náð miklum hæðum.

Þúsundir hafa orðið að yfirgefa dvalarstaði sína og hafa sumir brugðið á það ráð að kasta sér í sjóinn á flótta undan eldtungunum. Bandaríska strandgæslan þurfti að bjarga fjórtán manns úr sjónum við höfnina í borginni Lahaina og eigendur verslana við aðal verslunargötuna segjast hafa horft skelfingu lostnir upp á byggingar hverfa inn í eldhafið. Slökkvilið ráða ekki við umfangið og hafa ekki náð í tæka tíð að …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það sorglega er að almenningurinn ætti að hafa vitað síðan 1992 (Rio-ráðstefnan) að svo muni koma, stjórnmálamenn síðan 1980 og vísindamenn voru að ræða þann möguleika síðan 1950.
    Það minnir á auglýsingu innheimtufyrirtækis fyrir nokkrum árum: það er dýrt að gera ekki neitt.
    1
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      en það er enn fullt af fólki sem segir að þetta sé bara ímyndun og áróður og eðlilegar sveiflur. Alveg magnað hvað fólk getur kreist aftur augun!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár