Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ferðamannaparadís brennur

Hawaii-eyj­ar voru ekki van­ar að brenna. Nema þá und­an gló­andi hrauni eld­fjalla. En núna er öld­in önn­ur, inn­lend­ur gróð­ur hef­ur vik­ið fyr­ir graslend­um svo langt sem aug­að eyg­ir sem á sinn þátt í því að gróð­ureld­arn­ir sem nú loga eru þeir mestu í manna minn­um.

Ferðamannaparadís brennur
Í ljósum logum Byggingar brenna í strandbænum Lahaina á Maui. Mynd: Skjáskot

Það er engu líkara en að heimsendir sé í nánd,“ segir íbúi á Maui, næststærstu eyju Hawaii, um gróðureldana sem þar geisa og hafa kostað að minnsta kosti 36 manneskjur lífið. Vindur vegna fellibyls sem þó er í töluverðri fjarlægð reyndist olía á eldana sem hafa ætt yfir strandbæinn Lahaina, einn vinsælasta ferðamannastað Maui. Hvert hverfið á fætur öðru hefur brunnið til kaldra kola og vesturhluti eyjunnar nær einangrast í eldhafinu. Stór svæði hafa verið án rafmagns enda vindhraðinn náð miklum hæðum.

Þúsundir hafa orðið að yfirgefa dvalarstaði sína og hafa sumir brugðið á það ráð að kasta sér í sjóinn á flótta undan eldtungunum. Bandaríska strandgæslan þurfti að bjarga fjórtán manns úr sjónum við höfnina í borginni Lahaina og eigendur verslana við aðal verslunargötuna segjast hafa horft skelfingu lostnir upp á byggingar hverfa inn í eldhafið. Slökkvilið ráða ekki við umfangið og hafa ekki náð í tæka tíð að …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það sorglega er að almenningurinn ætti að hafa vitað síðan 1992 (Rio-ráðstefnan) að svo muni koma, stjórnmálamenn síðan 1980 og vísindamenn voru að ræða þann möguleika síðan 1950.
    Það minnir á auglýsingu innheimtufyrirtækis fyrir nokkrum árum: það er dýrt að gera ekki neitt.
    1
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      en það er enn fullt af fólki sem segir að þetta sé bara ímyndun og áróður og eðlilegar sveiflur. Alveg magnað hvað fólk getur kreist aftur augun!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár