Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðgjafi Hvals átti einkaleyfi á hluta sprengjuskutulsins í 20 ár

Hval­ur hf. hyggst hefja hval­veið­ar aft­ur í byrj­un sept­em­ber eft­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra bann­aði þær tíma­bund­ið fyrr í sum­ar. Einn helsti ráð­gjafi Hvals hf. Eg­il Ole Øen, norsk­ur dýra­lækn­ir, hann­aði hluta sprengju­skutuls­ins sem not­að­ur er við veið­arn­ar. Tals­vert er rætt um Eg­il í ný­legri skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um veið­arn­ar. Hann seg­ir í við­tali við Heim­ild­ina að sprengju­skutull­inn hafi bætt hval­veið­arn­ar mik­ið.

Ráðgjafi Hvals átti einkaleyfi á hluta sprengjuskutulsins í 20 ár
Skutlar í hval Á myndinni sést Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, við hval sem í standa tveir skutlar. Mynd: Arne Feuerhahn

Norski dýralæknirinn sem starfað hefur sem ráðgjafi Hvals hf. vegna langreyðaveiða Íslendinga hannaði einn hluta á sprengjuskutlinum sem fyrirtækið notar og átti einkaleyfi á þeim í 20 ár. Þetta einkaleyfi hans var skráð í Noregi og rann það út árið 2020. Þetta kemur fram í norsku einkaleyfaskránni. Um var að ræða einkaleyfi á öryggismekanisma á hvalskutlinum sem virkar þannig að sprengjuhleðslan á skutlinum springur aðeins ef skutullinn hæfir dýrið.   

Dýralæknirinn heitir Egil Ole Øen og er hann einn helsti sérfræðingur heims í hvalveiðum. Auk þess að hafa starfað sem ráðgjafi við veiðarnar fyrir Hval hf. þá hefur hann einnig verið ráðgjafi íslenskra stjórnvalda vegna hvalveiða. 

Þannig má segja að Egil Ole hafi hagnast á hverjum einasta sprengjuskutli sem notaður var á hvalskutul á Íslandi frá því Hvalur hf. hóf aftur veiðar á langreyðum við Ísland árið 2006, eftir 20 ára hlé, og þar til árið 2020.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár