Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kunna vel við land og þjóð þó svo að veðrið mætti vera hlýrra

„Það er töfr­um lík­ast,“ seg­ir Di­ana Burkot, ein liðs­kvenna Pus­sy Riot, um eld­gos­ið á Reykja­nesskaga sem hófst skömmu eft­ir að sveit­in lenti á Ís­landi í júlí. Olga Borisova seg­ir aft­ur á móti að hér sé of kalt og sum­ar­næt­urn­ar séu full bjart­ar.

Kunna vel við land og þjóð þó svo að veðrið mætti vera hlýrra
Með einkennistáknið, lambhúshettuna Þegar kalt er úti er gott að eiga góða lambhúshettu. Það var að vísu hlýtt og notalegt í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þegar Pussy Riot tróð þar upp með verki sínu Riot Days. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Liðskonur Pussy Riot bera landi og þjóð vel söguna, ef frá er talið veðrið. „Það er of kalt!“ segir Olga Borisova, ein liðskvenna sveitarinnar, í samtali við Heimildina. Að vísu er fleira en bara veðrið sem hún á erfitt með að venjast. „Ég á í erfiðleikum með kuldann og ekki bara kuldann, heldur líka alla birtuna. Þetta er frekar krefjandi fyrir mig jafnvel þó ég sé frá Sankti Pétursborg. Við höfum líka mikla birtu á sumrin og bjartar nætur en þetta er eitthvað allt annað!“

„Svo er líka svo gaman að vita af eldgosinu, ég veit að það er miklu nær Reykjavík en það er mjög gaman að vita af því að þar er eldfjall að gjósa og það er töfrum líkast. Við vorum nýkomnar til landsins og þá byrjaði að gjósa,“ segir Diana Burkot um landið. Þess má geta að þegar Heimildin tók hús á Pussy Riot á Seyðisfirði var júlí rétt um hálfnaður og eldgos við Litla-Hrút stóð sem hæst. Þangað voru þær komnar til þess að flytja verk sitt Riot Days í félagsheimilinu Herðubreið á listahátíðinni LungA.

„Þetta er mjög sérstakur staður,“ bætir Diana við um Seyðisfjörð. „Við höfðum nú þegar haldið tvær sýningar í Reykjavík, í Þjóðleikhúsinu og þetta er allt, allt öðruvísi. Náttúran hér er mjög áhugaverð og ég kann mjög vel að meta það hvernig hátíðin er skipulögð.“

Þjóðleikhúsið mun formlegra en Herðubreið

Olga tekur í sama streng og segist kunna mjög vel við grasrótarstemninguna á hátíðinni. Henni finnst samanburðurinn á milli Þjóðleikhússins og félagsheimilisins Herðubreiðar skemmtilegur, enda allt miklu formlegra í Þjóðleikhúsinu „Áður höfðum við komið fram í Þjóðleikhúsinu með sínum súlum og það var mjög…“

„Og rauður stólarnir!“ grípur einhver í hópnum fram í fyrir Olgu.

„Já akkúrat, rauðu stólarnir og rauðu leiktjöldin og allt það! Núna erum við bara að hanga með unga fólkinu og það er mjög gaman að sjá allt þetta unga íslenska fólk og mér líkar mjög vel við stílinn þeirra. Það er mjög gott að vera hérna. Manni finnst skipulagið vera mjög lárétt og það er mjög frábært.“

„Áhorfendurnir hér eru einstakir,“ bætir Alina Petrova við og tekur undir orð þeirra Olgu og Diönu um lárétt skipulag listahátíðarinnar LungA. „Maður getur skipst á skoðunum við annað fólk og séð hvað aðrir eru að gera og svo getur maður unnið með öðrum líka.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár