Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kunna vel við land og þjóð þó svo að veðrið mætti vera hlýrra

„Það er töfr­um lík­ast,“ seg­ir Di­ana Burkot, ein liðs­kvenna Pus­sy Riot, um eld­gos­ið á Reykja­nesskaga sem hófst skömmu eft­ir að sveit­in lenti á Ís­landi í júlí. Olga Borisova seg­ir aft­ur á móti að hér sé of kalt og sum­ar­næt­urn­ar séu full bjart­ar.

Kunna vel við land og þjóð þó svo að veðrið mætti vera hlýrra
Með einkennistáknið, lambhúshettuna Þegar kalt er úti er gott að eiga góða lambhúshettu. Það var að vísu hlýtt og notalegt í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þegar Pussy Riot tróð þar upp með verki sínu Riot Days. Mynd: Tara Tjörvadóttir

Liðskonur Pussy Riot bera landi og þjóð vel söguna, ef frá er talið veðrið. „Það er of kalt!“ segir Olga Borisova, ein liðskvenna sveitarinnar, í samtali við Heimildina. Að vísu er fleira en bara veðrið sem hún á erfitt með að venjast. „Ég á í erfiðleikum með kuldann og ekki bara kuldann, heldur líka alla birtuna. Þetta er frekar krefjandi fyrir mig jafnvel þó ég sé frá Sankti Pétursborg. Við höfum líka mikla birtu á sumrin og bjartar nætur en þetta er eitthvað allt annað!“

„Svo er líka svo gaman að vita af eldgosinu, ég veit að það er miklu nær Reykjavík en það er mjög gaman að vita af því að þar er eldfjall að gjósa og það er töfrum líkast. Við vorum nýkomnar til landsins og þá byrjaði að gjósa,“ segir Diana Burkot um landið. Þess má geta að þegar Heimildin tók hús á Pussy Riot á Seyðisfirði var júlí rétt um hálfnaður og eldgos við Litla-Hrút stóð sem hæst. Þangað voru þær komnar til þess að flytja verk sitt Riot Days í félagsheimilinu Herðubreið á listahátíðinni LungA.

„Þetta er mjög sérstakur staður,“ bætir Diana við um Seyðisfjörð. „Við höfðum nú þegar haldið tvær sýningar í Reykjavík, í Þjóðleikhúsinu og þetta er allt, allt öðruvísi. Náttúran hér er mjög áhugaverð og ég kann mjög vel að meta það hvernig hátíðin er skipulögð.“

Þjóðleikhúsið mun formlegra en Herðubreið

Olga tekur í sama streng og segist kunna mjög vel við grasrótarstemninguna á hátíðinni. Henni finnst samanburðurinn á milli Þjóðleikhússins og félagsheimilisins Herðubreiðar skemmtilegur, enda allt miklu formlegra í Þjóðleikhúsinu „Áður höfðum við komið fram í Þjóðleikhúsinu með sínum súlum og það var mjög…“

„Og rauður stólarnir!“ grípur einhver í hópnum fram í fyrir Olgu.

„Já akkúrat, rauðu stólarnir og rauðu leiktjöldin og allt það! Núna erum við bara að hanga með unga fólkinu og það er mjög gaman að sjá allt þetta unga íslenska fólk og mér líkar mjög vel við stílinn þeirra. Það er mjög gott að vera hérna. Manni finnst skipulagið vera mjög lárétt og það er mjög frábært.“

„Áhorfendurnir hér eru einstakir,“ bætir Alina Petrova við og tekur undir orð þeirra Olgu og Diönu um lárétt skipulag listahátíðarinnar LungA. „Maður getur skipst á skoðunum við annað fólk og séð hvað aðrir eru að gera og svo getur maður unnið með öðrum líka.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu