Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Regnbogafánar skornir niður í Öskjuhlíð

Regn­boga­fán­ar við bens­ín­stöð Ork­unn­ar voru skorn­ir nið­ur síð­ast­liðna nótt. Hinseg­in fólk hef­ur lýst auk­inni and­úð í sinn garð síð­ustu miss­eri og segja bak­slag í rétt­inda­bar­áttu. Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík hefjast í næstu viku.

Regnbogafánar skornir niður í Öskjuhlíð
Hatursglæpur Vísvitandi skemmdarverk á táknum hinsegin fólks eru hatursglæpur.

Regnbogafánar sem flaggað var við bensínstöð Orkunnar í Öskjuhlíð voru skornir niður í nótt sem leið. Fánarnir, sem voru tveir, lágu á jörðinni við fánastangirnar þegar vegfarendur áttu leið framhjá í morgun á meðan að fánar með merki Orkunnar blöktu áfram í golunni. Augljóst er því að ekki er um tilviljanakennd skemmdarverk að ræða heldur beinast þau sérstaklega að hinsegin fólki. Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast formlega eftir fjóra daga. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem regnbogafánar sem flaggað er við bensínstöðvar Orkunnar eru skornir niður. Í fyrrasumar, 18. ágúst, voru fjórir regnbogafánar skornir niður við bensínstöð Orkunnar í Suðurfelli. Skömmu áður höfðu níu regnbogafánar sem flaggað var á Hellu verið skornir niður úr fánastöngum þar í bæ, sem og regnbogafánar sem flaggað var fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi. 

Hinsegin fólk hefur lýst því að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu þess undanfarin misseri. Í síðustu ársskýrslu Samtakanna ‘78 lýsti framkvæmdastjóri samtakanna, Daníel E. Arnarson, því sem hinsegin fólk stæði nú í miðjum stormi. Sagðar voru fréttir af áreiti á hendur ungu hinsegin fólki á götum á síðasta ári og nasistatáknum sem máluð voru á skilti hinsegin daga, til að mynda. Skemmdarverk á regnbogafánum eru enn ein birtingarmynd andúðar í garð hinsegin fólks og eru hluti af hatursorðræðu og hatursglæpum í garð þess.

SkemmdarverkEins og sjá má hefur fánalínan verið skorin á fánastönginni. Það mun því þurfa að fella stöngina niður til að geta flaggað regnbogafánunum að nýju.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Alvöru karlmenn eru ekki hræddir við regnboga. Það eru lítil snjókorn hins vegar. 🌈🌈🌈
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Regnbogafánar eru tákn fjölbreytileikans og þar með tákn okkar allra. Þeir sem gera þetta gleyma að gagnkynhneigðir eru í raun einnig partur af litrófinu.
    Að standa fyrir réttindi samkynhneigðra og fleiri "jaðarhópa" skerðir ekki á neinn hátt tilveru "venjulegs" fólks.
    Þvert á móti finnst mér betra að búa í samfélagi sem virðir réttinda allra.
    1
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Fólk sem þetta gerir á bara bágt og ekkert nema bágt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár