Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Haraldur Benediktsson: Raunhæft að Akranes og Reykjavík myndi eina og sömu miðborgina

Akra­nes­kaup­stað­ur er áfram um að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur við höf­uð­borg­ar­svæð­ið, með­al ann­ars með rekstri fólks­flutn­inga­ferju milli mið­bæj­ar Akra­ness og mið­borg­ar Reykja­vík­ur. Slíkt myndi nýt­ast fólki sem fer á milli vegna vinnu og náms en ekki síð­ur gæti það lað­að ferða­menn upp á Skaga, seg­ir bæj­ar­stjóri Akra­ness.

<span>Haraldur Benediktsson:</span> Raunhæft að Akranes og Reykjavík myndi eina og sömu miðborgina
Stutt á milli Hægt væri að komast milli miðborgar Reykjavíkur og upp á Akranes á 30 mínútum að sögn Haraldar, með farþegaferju. Til samanburðar tekur um 25 mínútur að sigla frá Manhattan í New York til Staten Island, ferð sem allt að 70 þúsund manns taka sér fyrir hendur dag hvern.

Skort hefur á það í núverandi fyrirkomulagi almenningssamgangna að þær séu valkostur fyrir fólk til ferða innan atvinnusvæða og milli byggðalaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Akraneskaupstaðar um drög að samgönguáætlun Alþingis til 2038. Nauðsynlegt sé að gera bragarbót þar á, bæði hvað varðar þjónustu strætó og annarra áætlunarbíla, en eins óskar bærinn eftir samtali um rekstur farþegaferju milli Akraness og Reykjavíkur.

Í umsögn sveitarfélagsins er það nefnt að verðlagning farþegagjalda þurfi að vera með þeim hætti að raunhæft sé að ferðast með almenningssamgöngum á móti því að notast við einkabíl, að tíðni ferða þurfi að uppfylla kröfur fólks og að tenging almenningssamgangna frá Akranesi við önnur samgöngukerfi verði að vera hvetjandi svo þær verði eðlilegur valkostur. Þá sé mikilvægt að almenningssamgöngutæki séu knúin endurnýjanlegri orku.

Í umsögninni er einnig nefnt að tilraun með áætlunarsiglingar milli Skaga og Reykjavíkur sem stóð sumarið og haustið 2017 hafi gefið vísbendingar um að slíkur almenningssamgangnakostur stytti bæði ferðatíma og gæti aukið við komur ferðamanna til Akraness.

Yrði að vera knúið endurnýjanlegri orku

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að fyrst og fremst sé verið að horfa til mögulegra siglinga yfir háferðamannatímann, að sinni í það minnsta. Hins vegar sé enn sem komið er ekki lögð þung áhersla á að koma umræddum ferjusiglingum á koppinn.

„Þetta hefur verið áherslumál í nokkur ár þegar samgönguáætlun hefur verið til umræðu, en kannski ekki af fullri alvöru því það hefur ekki verið eitt sérstakt skip í sigtinu. Menn hafa verið með augun opin en við höfum sagt að það er ekki horft á neitt annað en það sem styður við orkuskipti líka. Ekkert slíkt er í hendi en við erum áfram um að ef finnst farþegaskip sem tekur þetta hundrað manns og uppfyllir þessi skilyrði, að það yrði þá kannað,“ segir Haraldur og bætir við ekki sé verið að horfa á bílferju heldur eingöngu farþegaskip.

„Þetta er kannski ekki fyrsti kostur varðandi heilsárssamgöngur en stóran hluta ársins gætu þetta verið mjög raunhæfar samgöngur“
Haraldur Benediktsson
um ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur

Ferja sem þessi gæti lagst að bryggju í Reykjavíkurhöfn, við Hörpu hér um bil, og segir Haraldur að mikilvægt væri að umrætt skip myndi tengja saman miðbæina beggja vegna Faxaflóa. „Það sem við lærðum kannski á fyrri tilraun var að það þyrfti að leggja áherslu á stilla ferðatímann þannig að þetta yrði valkostur fyrir þá sem væru að sækja vinnu og nám, jafnt til þess að þjónusta lausatraffík við þá sem vildu skjótast upp á Skaga, ferðamenn þar á meðal. Þetta er kannski ekki fyrsti kostur varðandi heilsárssamgöngur en stóran hluta ársins gætu þetta verið mjög raunhæfar samgöngur.“

Yrði liður í markaðssetningu Akraness

Spurður hvort hann telji að Akranes sé afskiptur bær, þegar kemur að ferðaþjónustu segir Haraldur að ferðamennska á Akranesi sé ekki mikil en fari vaxandi. „Það er þó meira okkar heimamanna að gera í því en annarra. Við eigum fullburða ferðamannastaði, til að mynda Akranesvita sem er að fá til sín einhverja 40 þúsund ferðamenn á ári. Við eigum líka, eins og aðrir, safnasvæði sem ferðamenn sækja. Við eigum hins vegar ekki hótel og við erum eiginlega með það núna í farvatninu. Þegar við sjáum til lands í því erum við staðráðin í því að fara að byggja okkur upp og vekja athygli á Akranesi. Ferja sem þessi gæti verið einn liður í því.“

Ferjusiglingar sem þessar væru hluti af því að byggja upp tíðar og hagkvæmar almenningssamgöngur, sem væru raunhæfur kostur fyrir fólk sem þarf og vill ferðast milli Akraness og Reykjavíkur í báðar áttir. Enn sem komið er leggur Haraldur þó áherslu á að nauðsynlegt sé að laga almenningssamgöngur á landi að þessum kröfum, ferjusiglingar séu meiri framtíðarmúsík en mikilvægur og raunhæfur möguleiki þó.

„Við eigum gamla mælingu, frá árinu 2017, og þá var það eitthvað um 30 prósent íbúa Akraness sem sóttu atvinnu eða nám á höfuðborgarsvæðinu daglega. Við eigum ekki nýrri könnun en sjálfum fannst mér, meðan ég keyrði ennþá daglega á milli, þá fannst mér sem traffíkin hefði minnkað eftir Covid. Við verðum líka vör við það, það er meira um heimavinnu og slíkt. Atvinnusókn hefur hins vegar ekki síður aukist frá höfuðborgarsvæðinu og upp á Akranes, það er eiginlega stóra breytingin. Til að mynda flytja stóru byggingaverktakafyrirtækin, sem eru farin að byggja uppi á Akranesi í vaxandi mæli, mikinn mannskap á milli,“ segir Haraldur enn fremur.

Vilja bæta það sem er fyrir

Í umsögninni segir þá einnig að Akraneskaupstaður „leggur áherslu á að almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur“. Spurður hvort að með þessu orðalagi sé sveitarfélagið þeirrar skoðunar að almenningssamgöngur til Akraness séu ekki raunhæfur valkostur eins og stendur svarar Haraldur:

„Við fórum illa út úr gjaldskrárbreytingum í fyrra og án þess að eiga tölur um það þá segir mér svo hugur að við höfum gefið eftir í farþegafjölda. Það var furðulegur gjörningur hvað leggurinn Akranes til Reykjavíkur hækkaði mikið í verði. Svo höfum við verið að glíma við að fá vagninn neðar í borgina, svo fólk geti komist á Háskólann og miðborgina. Það þarf að skipta svo ofarlega í borginni og þess vegna er tilgreindur þessi punktur að almenningssamgöngur frá Akranesi falli vel að öðrum samgöngum innan borgarinnar. Við erum eiginlega meira upptekin af honum heldur en keyrslunni inn í borgina og erum í ágætu samtali við Vegagerðina um það. Þar fyrir utan höfum við verið að þrýsta á að fá grænorku vagna á þennan legg og mér skilst að það verði skilyrði í næsta útboði.“

„Sem einhvers konar hluta af almenningssamgöngukerfinu á suðvesturhorninu, þá sjáum við ferju alveg eins og vagn sem hluta af því“
Haraldur Benediktsson

Allar umbætur á almenningssamgöngum milli Akraness og Reykjavíkur eru því mikilvægar fyrir íbúa á báðum stöðum, en hanga líka saman við ferðaþjónustuna, sem Haraldur vonast til að verði vaxtarbroddur á næstu misserum og árum á Akranesi.

„Já, það er mjög stór hópur ferðamanna sem í raun er bara gangandi í miðborg Reykjavíkur og hefur ekki annan valkost en að grípa svona ferju eða strætisvagn. Ef við værum með ferju sem tæki 30 mínútur eða strætisvagn sem tæki 45 mínútur í förum á milli þá er þetta í raun og ein og sama miðborgin, það er svo stutt á milli. Sem einhvers konar hluta af almenningssamgöngukerfinu á suðvesturhorninu, þá sjáum við ferju alveg eins og vagn sem hluta af því.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Þetta er mjög áhugaverð hugmynd. Sumarið 2019 bauðst ég til að finna nýja Akraborg, rafdrifna og hraðskreiða, fyrir farþegaflutninga í þeim dúr sem lýst er í fréttinni. Var í sambandi við bæjarstjórann Sævar Frey. Engin hentug ferja reyndist þá á lausu svo þetta var ekki skoðað nánar. Slíkar ferjur eru enda mjög eftirsóttar. Norðmenn eru búnir að rafvæða flestar ferjuleiðir hjá sér sem eru vel á annað hundrað. Í Noregi er áhersla.á að auglýsa að ferjurnar séu umhverfisvænar og þær eru mjög tæknivæddar, algjörar túristagildrur. Þetta yrði góð viðbót í ferðabransann hér. Og auðvitað vistvænn samgöngukostur fyrir íbúa sem þurfa að ferðast milli borgarinnar og Skagans.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár