Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Haraldur Benediktsson: Raunhæft að Akranes og Reykjavík myndi eina og sömu miðborgina

Akra­nes­kaup­stað­ur er áfram um að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur við höf­uð­borg­ar­svæð­ið, með­al ann­ars með rekstri fólks­flutn­inga­ferju milli mið­bæj­ar Akra­ness og mið­borg­ar Reykja­vík­ur. Slíkt myndi nýt­ast fólki sem fer á milli vegna vinnu og náms en ekki síð­ur gæti það lað­að ferða­menn upp á Skaga, seg­ir bæj­ar­stjóri Akra­ness.

<span>Haraldur Benediktsson:</span> Raunhæft að Akranes og Reykjavík myndi eina og sömu miðborgina
Stutt á milli Hægt væri að komast milli miðborgar Reykjavíkur og upp á Akranes á 30 mínútum að sögn Haraldar, með farþegaferju. Til samanburðar tekur um 25 mínútur að sigla frá Manhattan í New York til Staten Island, ferð sem allt að 70 þúsund manns taka sér fyrir hendur dag hvern.

Skort hefur á það í núverandi fyrirkomulagi almenningssamgangna að þær séu valkostur fyrir fólk til ferða innan atvinnusvæða og milli byggðalaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Akraneskaupstaðar um drög að samgönguáætlun Alþingis til 2038. Nauðsynlegt sé að gera bragarbót þar á, bæði hvað varðar þjónustu strætó og annarra áætlunarbíla, en eins óskar bærinn eftir samtali um rekstur farþegaferju milli Akraness og Reykjavíkur.

Í umsögn sveitarfélagsins er það nefnt að verðlagning farþegagjalda þurfi að vera með þeim hætti að raunhæft sé að ferðast með almenningssamgöngum á móti því að notast við einkabíl, að tíðni ferða þurfi að uppfylla kröfur fólks og að tenging almenningssamgangna frá Akranesi við önnur samgöngukerfi verði að vera hvetjandi svo þær verði eðlilegur valkostur. Þá sé mikilvægt að almenningssamgöngutæki séu knúin endurnýjanlegri orku.

Í umsögninni er einnig nefnt að tilraun með áætlunarsiglingar milli Skaga og Reykjavíkur sem stóð sumarið og haustið 2017 hafi gefið vísbendingar um að slíkur almenningssamgangnakostur stytti bæði ferðatíma og gæti aukið við komur ferðamanna til Akraness.

Yrði að vera knúið endurnýjanlegri orku

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að fyrst og fremst sé verið að horfa til mögulegra siglinga yfir háferðamannatímann, að sinni í það minnsta. Hins vegar sé enn sem komið er ekki lögð þung áhersla á að koma umræddum ferjusiglingum á koppinn.

„Þetta hefur verið áherslumál í nokkur ár þegar samgönguáætlun hefur verið til umræðu, en kannski ekki af fullri alvöru því það hefur ekki verið eitt sérstakt skip í sigtinu. Menn hafa verið með augun opin en við höfum sagt að það er ekki horft á neitt annað en það sem styður við orkuskipti líka. Ekkert slíkt er í hendi en við erum áfram um að ef finnst farþegaskip sem tekur þetta hundrað manns og uppfyllir þessi skilyrði, að það yrði þá kannað,“ segir Haraldur og bætir við ekki sé verið að horfa á bílferju heldur eingöngu farþegaskip.

„Þetta er kannski ekki fyrsti kostur varðandi heilsárssamgöngur en stóran hluta ársins gætu þetta verið mjög raunhæfar samgöngur“
Haraldur Benediktsson
um ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur

Ferja sem þessi gæti lagst að bryggju í Reykjavíkurhöfn, við Hörpu hér um bil, og segir Haraldur að mikilvægt væri að umrætt skip myndi tengja saman miðbæina beggja vegna Faxaflóa. „Það sem við lærðum kannski á fyrri tilraun var að það þyrfti að leggja áherslu á stilla ferðatímann þannig að þetta yrði valkostur fyrir þá sem væru að sækja vinnu og nám, jafnt til þess að þjónusta lausatraffík við þá sem vildu skjótast upp á Skaga, ferðamenn þar á meðal. Þetta er kannski ekki fyrsti kostur varðandi heilsárssamgöngur en stóran hluta ársins gætu þetta verið mjög raunhæfar samgöngur.“

Yrði liður í markaðssetningu Akraness

Spurður hvort hann telji að Akranes sé afskiptur bær, þegar kemur að ferðaþjónustu segir Haraldur að ferðamennska á Akranesi sé ekki mikil en fari vaxandi. „Það er þó meira okkar heimamanna að gera í því en annarra. Við eigum fullburða ferðamannastaði, til að mynda Akranesvita sem er að fá til sín einhverja 40 þúsund ferðamenn á ári. Við eigum líka, eins og aðrir, safnasvæði sem ferðamenn sækja. Við eigum hins vegar ekki hótel og við erum eiginlega með það núna í farvatninu. Þegar við sjáum til lands í því erum við staðráðin í því að fara að byggja okkur upp og vekja athygli á Akranesi. Ferja sem þessi gæti verið einn liður í því.“

Ferjusiglingar sem þessar væru hluti af því að byggja upp tíðar og hagkvæmar almenningssamgöngur, sem væru raunhæfur kostur fyrir fólk sem þarf og vill ferðast milli Akraness og Reykjavíkur í báðar áttir. Enn sem komið er leggur Haraldur þó áherslu á að nauðsynlegt sé að laga almenningssamgöngur á landi að þessum kröfum, ferjusiglingar séu meiri framtíðarmúsík en mikilvægur og raunhæfur möguleiki þó.

„Við eigum gamla mælingu, frá árinu 2017, og þá var það eitthvað um 30 prósent íbúa Akraness sem sóttu atvinnu eða nám á höfuðborgarsvæðinu daglega. Við eigum ekki nýrri könnun en sjálfum fannst mér, meðan ég keyrði ennþá daglega á milli, þá fannst mér sem traffíkin hefði minnkað eftir Covid. Við verðum líka vör við það, það er meira um heimavinnu og slíkt. Atvinnusókn hefur hins vegar ekki síður aukist frá höfuðborgarsvæðinu og upp á Akranes, það er eiginlega stóra breytingin. Til að mynda flytja stóru byggingaverktakafyrirtækin, sem eru farin að byggja uppi á Akranesi í vaxandi mæli, mikinn mannskap á milli,“ segir Haraldur enn fremur.

Vilja bæta það sem er fyrir

Í umsögninni segir þá einnig að Akraneskaupstaður „leggur áherslu á að almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur“. Spurður hvort að með þessu orðalagi sé sveitarfélagið þeirrar skoðunar að almenningssamgöngur til Akraness séu ekki raunhæfur valkostur eins og stendur svarar Haraldur:

„Við fórum illa út úr gjaldskrárbreytingum í fyrra og án þess að eiga tölur um það þá segir mér svo hugur að við höfum gefið eftir í farþegafjölda. Það var furðulegur gjörningur hvað leggurinn Akranes til Reykjavíkur hækkaði mikið í verði. Svo höfum við verið að glíma við að fá vagninn neðar í borgina, svo fólk geti komist á Háskólann og miðborgina. Það þarf að skipta svo ofarlega í borginni og þess vegna er tilgreindur þessi punktur að almenningssamgöngur frá Akranesi falli vel að öðrum samgöngum innan borgarinnar. Við erum eiginlega meira upptekin af honum heldur en keyrslunni inn í borgina og erum í ágætu samtali við Vegagerðina um það. Þar fyrir utan höfum við verið að þrýsta á að fá grænorku vagna á þennan legg og mér skilst að það verði skilyrði í næsta útboði.“

„Sem einhvers konar hluta af almenningssamgöngukerfinu á suðvesturhorninu, þá sjáum við ferju alveg eins og vagn sem hluta af því“
Haraldur Benediktsson

Allar umbætur á almenningssamgöngum milli Akraness og Reykjavíkur eru því mikilvægar fyrir íbúa á báðum stöðum, en hanga líka saman við ferðaþjónustuna, sem Haraldur vonast til að verði vaxtarbroddur á næstu misserum og árum á Akranesi.

„Já, það er mjög stór hópur ferðamanna sem í raun er bara gangandi í miðborg Reykjavíkur og hefur ekki annan valkost en að grípa svona ferju eða strætisvagn. Ef við værum með ferju sem tæki 30 mínútur eða strætisvagn sem tæki 45 mínútur í förum á milli þá er þetta í raun og ein og sama miðborgin, það er svo stutt á milli. Sem einhvers konar hluta af almenningssamgöngukerfinu á suðvesturhorninu, þá sjáum við ferju alveg eins og vagn sem hluta af því.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Þetta er mjög áhugaverð hugmynd. Sumarið 2019 bauðst ég til að finna nýja Akraborg, rafdrifna og hraðskreiða, fyrir farþegaflutninga í þeim dúr sem lýst er í fréttinni. Var í sambandi við bæjarstjórann Sævar Frey. Engin hentug ferja reyndist þá á lausu svo þetta var ekki skoðað nánar. Slíkar ferjur eru enda mjög eftirsóttar. Norðmenn eru búnir að rafvæða flestar ferjuleiðir hjá sér sem eru vel á annað hundrað. Í Noregi er áhersla.á að auglýsa að ferjurnar séu umhverfisvænar og þær eru mjög tæknivæddar, algjörar túristagildrur. Þetta yrði góð viðbót í ferðabransann hér. Og auðvitað vistvænn samgöngukostur fyrir íbúa sem þurfa að ferðast milli borgarinnar og Skagans.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár