Sölubann er ekki að fara að virka eitt og sér til friðunar á grágæs þar sem hún verður þá seld sem heiðagæs til stórkaupenda eins og veitingastaða,“ segir Borgar Antonsson, veiðimaður til rúmlega þriggja áratuga, í umsögn um áformað sölubann á grágæs. Í ljósi þess að grágæsum hefur fækkað mikið hyggst umhverfisráðuneytið banna útflutning og sölu á grágæs.
Umsagnaraðilar draga flestir í efa að sölubann sé vænlegt til árangurs. Borgar stingur t.d. upp á því að veiðitímabilið verði stytt.
Jónas Egilsson telur sölubann og styttingu veiðitíma mögulega vera fyrstu skref í að verja stofninn en mikilvægast sé að skoða lífsskilyrði gæsanna betur til að komast að því hvað hafi valdið fækkun og breytingum í stofnstærð, fyrir utan það augljósa; veiðarnar.
Veiðarnar í dag valda ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt að setja á sölubann til að hjálpa stofninum að ná sér á strik.
Að fara í margar aðgerðir í einu geri ómögulegt að meta árangurinn af hverri aðgerð fyrir sig. Við höfum reynslu af því vegna veiðistjórnunar á rjúpu.
Það þurfa líka að liggja fyrir sterk rök fyrir styttingu veiðitíma og af hverju sölubann eitt og sér ætti ekki að duga."
Ennfremur mætti fjalla um sterkan heiðagæsastofninn, hve fljótt á hausti hann flýgur burt og því hve snemma mætti etv. setja sölubann á gæsir sem dæmi.