Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óttast að grágæs verði seld sem heiðagæs

Þeir sem gef­ið hafa um­sögn um áform­að sölu­bann á grá­gæs segja slíkt ekki geta bjarg­að grá­gæsa­stofn­in­um eitt og sér.

Óttast að grágæs verði seld sem heiðagæs

Sölubann er ekki að fara að virka eitt og sér til friðunar á grágæs þar sem hún verður þá seld sem heiðagæs til stórkaupenda eins og veitingastaða,“ segir Borgar Antonsson, veiðimaður til rúmlega þriggja áratuga, í umsögn um áformað sölubann á grágæs. Í ljósi þess að grágæsum hefur fækkað mikið hyggst umhverfisráðuneytið banna útflutning og sölu á grágæs.

Umsagnaraðilar draga flestir í efa að sölubann sé vænlegt til árangurs. Borgar stingur t.d. upp á því að veiðitímabilið verði stytt.

Jónas Egilsson telur sölubann og styttingu veiðitíma mögulega vera fyrstu skref í að verja stofninn en mikilvægast sé að skoða lífsskilyrði gæsanna betur til að komast að því hvað hafi valdið fækkun og breytingum í stofnstærð, fyrir utan það augljósa; veiðarnar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Eina sem ég get gert í þessu er að kaupa enga gæs, hvorki lifandi né dauða.
    1
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Snubbótt, DV-leg frétt, ekki rannsóknarfrétt eða heildarumfjöllun um stöðu gæsa. Álit t.d. Skotveiðifélags Íslands vantar, s.s. " Afstaða SKOTVÍS er sú að í ljósi þess að fjölgun var í talningum (innsk.grágæs) 2021 í UK og að veiðin hafi dregist saman úr 45.000 fuglum í 26.000 árið 2022 þá ætti sölubann eitt og sér að duga sem fyrsta skref.
    Veiðarnar í dag valda ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt að setja á sölubann til að hjálpa stofninum að ná sér á strik.

    Að fara í margar aðgerðir í einu geri ómögulegt að meta árangurinn af hverri aðgerð fyrir sig. Við höfum reynslu af því vegna veiðistjórnunar á rjúpu.

    Það þurfa líka að liggja fyrir sterk rök fyrir styttingu veiðitíma og af hverju sölubann eitt og sér ætti ekki að duga."

    Ennfremur mætti fjalla um sterkan heiðagæsastofninn, hve fljótt á hausti hann flýgur burt og því hve snemma mætti etv. setja sölubann á gæsir sem dæmi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár