Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óttast að grágæs verði seld sem heiðagæs

Þeir sem gef­ið hafa um­sögn um áform­að sölu­bann á grá­gæs segja slíkt ekki geta bjarg­að grá­gæsa­stofn­in­um eitt og sér.

Óttast að grágæs verði seld sem heiðagæs

Sölubann er ekki að fara að virka eitt og sér til friðunar á grágæs þar sem hún verður þá seld sem heiðagæs til stórkaupenda eins og veitingastaða,“ segir Borgar Antonsson, veiðimaður til rúmlega þriggja áratuga, í umsögn um áformað sölubann á grágæs. Í ljósi þess að grágæsum hefur fækkað mikið hyggst umhverfisráðuneytið banna útflutning og sölu á grágæs.

Umsagnaraðilar draga flestir í efa að sölubann sé vænlegt til árangurs. Borgar stingur t.d. upp á því að veiðitímabilið verði stytt.

Jónas Egilsson telur sölubann og styttingu veiðitíma mögulega vera fyrstu skref í að verja stofninn en mikilvægast sé að skoða lífsskilyrði gæsanna betur til að komast að því hvað hafi valdið fækkun og breytingum í stofnstærð, fyrir utan það augljósa; veiðarnar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Eina sem ég get gert í þessu er að kaupa enga gæs, hvorki lifandi né dauða.
    1
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Snubbótt, DV-leg frétt, ekki rannsóknarfrétt eða heildarumfjöllun um stöðu gæsa. Álit t.d. Skotveiðifélags Íslands vantar, s.s. " Afstaða SKOTVÍS er sú að í ljósi þess að fjölgun var í talningum (innsk.grágæs) 2021 í UK og að veiðin hafi dregist saman úr 45.000 fuglum í 26.000 árið 2022 þá ætti sölubann eitt og sér að duga sem fyrsta skref.
    Veiðarnar í dag valda ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt að setja á sölubann til að hjálpa stofninum að ná sér á strik.

    Að fara í margar aðgerðir í einu geri ómögulegt að meta árangurinn af hverri aðgerð fyrir sig. Við höfum reynslu af því vegna veiðistjórnunar á rjúpu.

    Það þurfa líka að liggja fyrir sterk rök fyrir styttingu veiðitíma og af hverju sölubann eitt og sér ætti ekki að duga."

    Ennfremur mætti fjalla um sterkan heiðagæsastofninn, hve fljótt á hausti hann flýgur burt og því hve snemma mætti etv. setja sölubann á gæsir sem dæmi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár