Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Milljón kíló af dýrahræjum til Sorpu í fyrra – um 60 prósent urðuð í Álfsnesi

Gríð­ar­legt magn af hræj­um dýra er urð­að í Álfs­nesi á hverju ári. Ár­ið 2021 tók Sorpa við 4.500 tonn­um af hræj­um. Flest voru þau af hæn­um. Ævi­skeið varp­hæna er ekki langt, þær eru drepn­ar með gasi við 18 mán­aða ald­ur­inn og hræj­un­um farg­að.

Milljón kíló af dýrahræjum til Sorpu í fyrra – um 60 prósent urðuð í Álfsnesi
Stutt ævi Fuglar sem nýta á til eggjaframleiðslu eru kyngreindir um dags gamlir og hanarnir drepnir með mölun eða gösun. Hænurnar fá að lifa til um 18 mánaða aldurs en þá eru þær gasaðar, hræjunum fargað og nýr varphænuhópur settur inn í eldishúsin. Mynd: Pexels

Árið 2021 tók Sorpa við 4,5 milljónum kílóa af dýrahræjum til förgunar. Það er umtalsvert meira en árið 2020 þegar kílóin voru í kringum 1,4 milljónir. Í fyrra voru þau rétt undir einni milljón.

Öll dýrahræ (sláturúrgangur eins og það er kallað) sem bárust Sorpu til förgunar til ársins 2021 voru urðuð en það ár hóf fyrirtækið að senda hluta þeirra til kjötmjölsverksmiðjunnar Orkugerðarinnar við Selfoss. Langstærstur hluti var þó urðaður í Álfsnesi. Í fyrra voru ríflega 40 prósent af öllum dýrahræjum flutt í Orkugerðina. Það þýðir að um 560 þúsund kíló, 560 tonn, voru urðuð.

Í skriflegum svörum Sorpu við fyrirspurn Heimildarinnar um urðun dýrahræja segir að ferlið sé þannig að útbúnar séu sérstakar holur á athafnasvæðinu í Álfsnesi og um leið og farmurinn frá búunum hefur verið losaður eru gröfur notaðar til að setja jarðveg yfir úrganginn „til að sporna við óþarfa lyktarmengun og að farfugl komist í efnið“.

Um  helmingur allra dýrahræja sem bárust Sorpu árið 2021, eða 2.300 tonn, kom frá kjúklingabúum. Reikna má með að langstærsti hlutinn séu varphænur sem drepnar eru um 16–18 mánaða aldurinn eða þegar varp mætir ekki lengur framleiðslukröfum. Í fyrra bárust Sorpu um 470 tonn af dýraleifum frá kjúklingabúum.

Á síðustu árum hefur Sorpa tekið við dýrahræjum frá sex rekstraraðilum sem stunda alifuglarækt. Fleiri bú eru starfrækt en hræ þaðan fara annað í förgun. Um 200 þúsund varphænur eru á hverjum tíma í þessum búum samanlagt og áform eru uppi um að stækka sum þeirra.

Hræin hökkuð og soðin til mjölgerðar

Verksmiðjan Orkugerðin hét áður Förgun. Fyrirtækið hefur starfsleyfi Umhverfisstofnunar til framleiðslu á kjötmjöli og fitu úr dýraleifum. Í Orkugerðinni er tekið við framleiðsluleyfum, líkt og það er kallað í starfsleyfinu, frá sláturhúsum og kjötvinnslum og er vinnsluferlinu lýst þannig: Hráefnið er hakkað niður þegar það kemur til vinnslu og er sótthreinsað í sjóðurum. Eftir verður blanda af fitu og mjöli sem skilin er að í pressu. Fitan fer í kjölfarið í þar til gerða skilvindu og á upphitaða birgðageyma. Mjölið fer í mölun og þaðan í síló. Síðan er því pakkað í sekki.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár