Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Milljón kíló af dýrahræjum til Sorpu í fyrra – um 60 prósent urðuð í Álfsnesi

Gríð­ar­legt magn af hræj­um dýra er urð­að í Álfs­nesi á hverju ári. Ár­ið 2021 tók Sorpa við 4.500 tonn­um af hræj­um. Flest voru þau af hæn­um. Ævi­skeið varp­hæna er ekki langt, þær eru drepn­ar með gasi við 18 mán­aða ald­ur­inn og hræj­un­um farg­að.

Milljón kíló af dýrahræjum til Sorpu í fyrra – um 60 prósent urðuð í Álfsnesi
Stutt ævi Fuglar sem nýta á til eggjaframleiðslu eru kyngreindir um dags gamlir og hanarnir drepnir með mölun eða gösun. Hænurnar fá að lifa til um 18 mánaða aldurs en þá eru þær gasaðar, hræjunum fargað og nýr varphænuhópur settur inn í eldishúsin. Mynd: Pexels

Árið 2021 tók Sorpa við 4,5 milljónum kílóa af dýrahræjum til förgunar. Það er umtalsvert meira en árið 2020 þegar kílóin voru í kringum 1,4 milljónir. Í fyrra voru þau rétt undir einni milljón.

Öll dýrahræ (sláturúrgangur eins og það er kallað) sem bárust Sorpu til förgunar til ársins 2021 voru urðuð en það ár hóf fyrirtækið að senda hluta þeirra til kjötmjölsverksmiðjunnar Orkugerðarinnar við Selfoss. Langstærstur hluti var þó urðaður í Álfsnesi. Í fyrra voru ríflega 40 prósent af öllum dýrahræjum flutt í Orkugerðina. Það þýðir að um 560 þúsund kíló, 560 tonn, voru urðuð.

Í skriflegum svörum Sorpu við fyrirspurn Heimildarinnar um urðun dýrahræja segir að ferlið sé þannig að útbúnar séu sérstakar holur á athafnasvæðinu í Álfsnesi og um leið og farmurinn frá búunum hefur verið losaður eru gröfur notaðar til að setja jarðveg yfir úrganginn „til að sporna við óþarfa lyktarmengun og að farfugl komist í efnið“.

Um  helmingur allra dýrahræja sem bárust Sorpu árið 2021, eða 2.300 tonn, kom frá kjúklingabúum. Reikna má með að langstærsti hlutinn séu varphænur sem drepnar eru um 16–18 mánaða aldurinn eða þegar varp mætir ekki lengur framleiðslukröfum. Í fyrra bárust Sorpu um 470 tonn af dýraleifum frá kjúklingabúum.

Á síðustu árum hefur Sorpa tekið við dýrahræjum frá sex rekstraraðilum sem stunda alifuglarækt. Fleiri bú eru starfrækt en hræ þaðan fara annað í förgun. Um 200 þúsund varphænur eru á hverjum tíma í þessum búum samanlagt og áform eru uppi um að stækka sum þeirra.

Hræin hökkuð og soðin til mjölgerðar

Verksmiðjan Orkugerðin hét áður Förgun. Fyrirtækið hefur starfsleyfi Umhverfisstofnunar til framleiðslu á kjötmjöli og fitu úr dýraleifum. Í Orkugerðinni er tekið við framleiðsluleyfum, líkt og það er kallað í starfsleyfinu, frá sláturhúsum og kjötvinnslum og er vinnsluferlinu lýst þannig: Hráefnið er hakkað niður þegar það kemur til vinnslu og er sótthreinsað í sjóðurum. Eftir verður blanda af fitu og mjöli sem skilin er að í pressu. Fitan fer í kjölfarið í þar til gerða skilvindu og á upphitaða birgðageyma. Mjölið fer í mölun og þaðan í síló. Síðan er því pakkað í sekki.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár