Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvotech í kröppum dansi en aflar 13 milljarða með útboði

Líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur afl­að sér ríf­lega 13 millj­arða króna með úboði á breyt­an­leg­um skulda­bréf­um. Virði fé­lags­ins hef­ur hríð­fall­ið frá 13. apríl þeg­ar því var fyrst synj­að um mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu­lyf í Banda­ríkj­un­um.

Alvotech í kröppum dansi en aflar 13 milljarða með útboði
Sækja peninga eftir tap Mikið tap hefur verið á rekstri Alvotech og þá hefur virði félagsins hríðfallið einnig. Róbert Wessman er forstjóri fyrirtækisins.

Alvotech hefur aflað sé rúmra 13 milljarða króna með sölu á breytanlegum skuldabréfum á innanlandsmarkaði. Útboðið á bréfunum, sem var lokað og beint að hæfum fjárfestum á Íslandi, er enn ein aðgerðin sem fyrirtækið hefur ráðist í til að afla sér fjár á undanförnum mánuðum og misserum. Þær aðgerðir hafa reynst nauðsynlegar sökum þess að frá apríl síðastliðnum, eftir að markaðsleyfi fyrir hliðstæðulyf fyrirtækins í Bandaríkjunum var synjað. Síðan þá hefur virði félagsins hríðfallið.

Lyfið sem Alvotech hefur sett allt, eða í það minnsta mest, traust sitt á að myndi fleyta því áfram inn á bandarískan markað og þar með stórauka tekjur fyrirtækisins, heitir því þjála nafni AVT02 og er hliðstæðulyf líftæknigigtarlyfsins Humira. Humira er mest selda lyf í heimi og því til mikils að vinna fyrir Alvotech að verða fyrst lyfja- og líftæknifyrirtækja til að markaðssetja hliðstæðu lyfsins í Bandaríkjunum. Þegar hefur fengist samþykkt markaðsleyfi fyrir lyfið í Kanada og í Evrópu en Bandaríkjamarkaður er hins vegar langverðmætasti markaður heims með lyf og því er það þess mikilvægara fyrir Alvotech að koma lyfinu á markað þar.

Fengu nei

Í mars á síðasta ári fór fram úttekt á framleiðslu lyfsins af hálfu bandaríska lyfjaeftirlitsins sem gerði allt í allt þrettán athugasemdir við aðstöðu fyrirtækisins í Vatnsmýri. Engu að síður voru stjórnendur Alvotech brattir, skráðu fyrirtækið á markað hér og vestan hafs með góðum árangri. Í desember á síðasta ári hækkaði virði fyrirtækisins gríðarlega, mest eftir að Alvotech hafði tilkynnt það 22. desember að bandaríska lyfjaeftirlitið hefði staðfest að kröfur um útskiptileika lyfsins við Humira væru uppfylltar og að boðaði að ákvörðun um veitingu markaðsleyfis myndi liggja fyrir 13. apríl. Þann dag hækkuðu hlutabréf Alvotech um 30 prósent.

Í janúar síðastliðnum sótti Alvotech sér 19,5 milljarða króna í nýtt hlutafé frá innlendum fjárfestum, lífeyrissjóðum, tryggingafélögum, verðbréfasjóðum og einkafjárfestum. Þá keyptu innlendir fjárfestar einnig breytanleg skuldabréf þá, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, fyrir yfir 20 milljarða króna.

Rekið með gengdarlausu tapi

En hvers vegna þurfti fyrirtæki sem hafði hækkað gríðarlega í verði á einum mánuði og var, að því er stjórnandi þess, Róbert Wessman, sagði með pálmann í höndunum, að sækja sér 40 milljarða í aukið fé í janúar síðastliðnum. Ástæðan var því sem næst gengdarlaust tap fyrirtækisins á síðasta ári, um 70 milljarðar króna. Rekstur félagsins var því í fullkomnu uppnámi nema að til kæmi innspýting.

Svo rann upp 13. apríl, dagurinn sem beðið hafði verið eftir. En tíðindin urðu ekki þau sem vænst hafði verið. Bandaríska lyfjaeftirlitið tilkynnti að ekki væri hægt að veita markaðsleyfi fyrir AVT02. Og hlutabréfavirði Alvotech hrundi. Á fjórum dögum þurrkuðust út 170 milljarðar króna af markaðsvirði Alvotech.

Synjað á nýjan leik

Alvotech sótti aftur um markaðsleyfi fyrir lyfið en allt kom fyrir ekki því 28. júní síðastliðinn tilkynnti fyrirtækið Kauphöll að umsókninni hefði verið hafnað að nýju. Í tilkynningunni kom fram að enn ætti að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið og bæri bandaríska lyfjaeftirlitinu að afgreiða þá umsókn innan hálfs árs. Vegna þessa hyggðist Alvotech hefja að nýju undirbúning til fjármögnunar sem fleytt gæti fyrirtækinu áfram næstu mánuði.

Og það er það sem fyrirtækið er nú að gera, með sölunni á breytanlegu skuldabréfunum. Innlendir aðilar keyptu skuldabréf fyrir um 9,2 milljarða króna en ATP Holdings ehf hafði skuldbundið sig til að kaupa bréf að andvirði 5 milljarða til viðbótar, samtals 13,2 milljarða. ATP Holdings er að 92 prósentum í eigu Róberts Wessmans í gegnum sænska félagið Alvogen Aztiq AB.

Hversu lengi Alvotech getur rekið sig með umræddum fjármunum er óljóst og allt eins líklegt er að enn þurfi að afla meira fjár. Enn hefur ekkert heyrst af viðbrögðum lyfjaeftirlitsins bandaríska við nýrri umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Skemmtilegar fléttur en stór spurning um lögmætið og fróðlegt að fylgjast með málaferlum sem Weissman og félagar gera lítið úr
    0
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Er nú verið að nota lífeyrissjóðina til þess að skeina þennan gosa?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár