Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ábending um öryggisbrest veldur lokun Íslendingabókar

Ís­lenskri erfða­grein­ingu barst ábend­ing ut­an úr bæ um að ör­ygg­is­galli gæti ver­ið til stað­ar á Ís­lend­inga­bók. Þessi „vin­sæl­asti tölvu­leik­ur eldri kyn­slóð­ar­inn­ar“ er því lok­að­ur á með­an á skoð­un stend­ur. Lok­un­in gæti var­að til mánu­dags.

Ábending um öryggisbrest veldur lokun Íslendingabókar
Íslendingabók Að sögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, samskipta og upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar er málið ekki á því stigi að fólk þurfi að hafa áhyggjur af varanlegri lokun Íslendingabókar.

Vefur Íslendingabókar er lokaður á meðan rannsókn á mögulegum öryggisbresti stendur yfir. Ábending utan úr bæ barst Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) á dögunum um mögulegan öryggisbrest og tekin var ákvörðun um að loka fyrir aðgang að vefnum á meðan að gengið er úr skugga um að allt sé í lagi. Þetta segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskipta- upplýsingafulltrúi ÍE, í samtali við Heimildina. 

„Það er ekki alveg sjálfsagt að reka ættfræðigrunn sem er opinn fólki til skemmtunar og reksturinn er háður ströngum skilyrðum. Við fengum ábendingu um að það gæti verið ákveðinn öryggisbrestur og ákváðum að loka fyrir aðgang á meðan við værum að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Sú athugun er enn þá í gangi. Við eigum von á því að opna vefinn aftur innan skamms, í síðasta lagi á mánudaginn en það gæti orðið fyrr,“ segir Þóra Kristín.

Hún segir að það sé ekki vitað á þessari stundu hvort að öryggisbrestur hafi verið til staðar. „Við erum að vanda okkur og reynum að ganga úr skugga um að það sé ekkert í gangi sem ekki eigi að vera.“

Notendur vilja komast aftur í ættfræðigrúskið

Á heimasíðu ÍE segir að notendur Íslendingabókar telji um 200 þúsund og að vefurinn fái um 100 þúsund heimsóknir mánaðarlega. Þar segir einnig að notendur Íslendingabókar verji um 12 þúsund klukkustundum á hverjum mánuði í ættfræðigrúsk á síðunni.

„Við vitum að það er mjög stór hópur fólks sem notar íslendingabók daglega, þar af margir eldri Íslendingar sem eru mjög uggandi meðan vefurinn er ekki opinn,“ segir Þóra Kristín spurð um hvort ÍE hafi fengið einhver viðbrögð frá fólki við lokuninni. „Þetta er vinsælasti tölvuleikur eldri kynslóðarinnar og fólki finnst það vera mjög mikil skerðing á sínum lífsgæðum að það sé ekki opið. Við erum stolt af þessu og stolt af Íslendingabók.“

Nú hefur lokunin varað í það minnsta í sólarhring og því ekki hjá því komist að spyrja um hvort það geti verið að vefurinn hafi lokað fyrir fullt og allt. „Ég tel ekki að málið sá á því stigi að við þurfum að hafa áhyggjur af því,“ segir Þóra Kristín um slíkar áhyggjur.

Ljóst er að notendur Íslendingabókar eru á öllum aldri og lokun vefsins hittir fólk misvel fyrir. Sumir notendur hafa til að mynda komið gremju sinni í garð lokunarinnar til skila á Twitter. „Hleypið mér aftur inn!“ ritar til dæmis Lóa Björk Björnsdóttir, útvarpskona á Rás 1 í færslu á Twitter.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár