Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hleypur fyrir afa sinn sem lést úr Parkinson

Ung kona, Kolfinna Ír­is Rún­ars­dótt­ir, hleyp­ur til heið­urs afa sín­um sem lést úr Park­in­sons fyrr á ár­inu. Hún safn­aði rúm­um 100.000 krón­um fyr­ir Park­in­son­sam­tök­in á tveim­ur sól­ar­hring­um og stefn­ir á að klára mara­þon á rétt rúm­um 4 klukku­stund­um.

Hleypur fyrir afa sinn sem lést úr Parkinson
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Kolfinna Íris nýtur þess að fara út að hlaupa til að undirbúa sig fyrir maraþon.

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir er 22 ára Ísfirðingur, búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið og hleypur til styrktar Parkinsonsamtökunum. Afi hennar, Karl Geirmundsson, lést af völdum taugasjúkdómsins fyrr á árinu, 83 ára að aldri. Hann var tónlistarmaður frá Ísafirði og stundaði hestamennsku af miklu kappi í mörg ár. 

Karl og Kolfinna ÍrisSamband Kolfinnu við afa sinn var henni dýrmætt og nú hleypur hún fyrir Parkinsonsamtökin svo hægt sé að hjálpa fleira fólki.

Sjálf var Kolfinna Íris mikið í íþróttum sem barn. „Ég flutti 16 ára til Noregs í skíðamenntaskóla. Eftir að ég kom heim hætti ég í skíðum og fór að gera allskonar annað. Þá fór ég í cross-fit og byrjaði aftur í fótbolta en svo langaði mig að prófa að hlaupa og er búin að vera að gera það í allt sumar. Ég hljóp hálfmaraþonið í fyrra og langaði að spreyta mig á maraþoninu núna í ár.“ 

Hálfmaraþonið á síðasta ári gekk ágætlega að sögn Kolfinnu Írisar sem komst í mark, en ákvörðunin um að taka þátt var tekin með stuttum fyrirvara. Núna gengur undirbúningur fyrir heila maraþonið vel og ákvörðunin tekin með lengri fyrirvara. „Maður þarf að gefa sér tíma til að fara út og hlaupa. Það er alltaf gaman og ekkert mál, sérstaklega þegar það er sól.“

Alvöru meining

Kolfinna ÍrisStefnir á að hlaupa 42,2 km á undir 4 klukkustundum og 15 mínútum.

Aðspurð hvers vegna hún skráði sig í hlaupið segir Kolfinna Íris: „Mér finnst gaman að ögra mér og ná nýjum markmiðum. Svo langaði mig líka að prufa að hlaupa fyrir einhver samtök því ég hafði aldrei gert það áður. Þá datt mér ekkert annað í hug en að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin þar sem afi minn kvaddi okkur fyrr á árinu eftir að hafa verið að berjast við þann taugasjúkdóm. Þá var einhvern veginn kominn alvöru meining og markmið að hlaupa fyrir, því að það stendur manni nærri.“ Hún segist ánægð að geta styrkt samtökin svo hægt sé að veita þeim sem á þurfa þjónustu.

Kolfinna Íris skráði sig í hlaupið þann 24. júlí og var markmiðið að safna 100.000 krónum fyrir Parkinsonsamtökin. Strax eftir fyrsta daginn var hún búin að safna 80.000 krónum og sólarhring seinna var markmiðinu náð. „Ég er mjög ánægð. Þetta er mikil hvatning og gerir mig spenntari að klára hlaupið. Það var ekki komið mikið í Parkinson samtökin fyrir, þannig að ég á einn þriðja af öllu sem er komið þangað inn sem var gaman að sjá.“

Hvað tímamarkmið varðar ætlar Kolfinna Íris að reyna að hlaupa 42,2 kílómetra á undir 4 klukkustundum og korteri þó að hún setji ekki pressu á sjálfa sig. Fjölskylda og vinir fylgjast með úr fjarlægð og einhverjir verða við endalínuna að fagna með henni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu