Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hleypur fyrir afa sinn sem lést úr Parkinson

Ung kona, Kolfinna Ír­is Rún­ars­dótt­ir, hleyp­ur til heið­urs afa sín­um sem lést úr Park­in­sons fyrr á ár­inu. Hún safn­aði rúm­um 100.000 krón­um fyr­ir Park­in­son­sam­tök­in á tveim­ur sól­ar­hring­um og stefn­ir á að klára mara­þon á rétt rúm­um 4 klukku­stund­um.

Hleypur fyrir afa sinn sem lést úr Parkinson
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Kolfinna Íris nýtur þess að fara út að hlaupa til að undirbúa sig fyrir maraþon.

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir er 22 ára Ísfirðingur, búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið og hleypur til styrktar Parkinsonsamtökunum. Afi hennar, Karl Geirmundsson, lést af völdum taugasjúkdómsins fyrr á árinu, 83 ára að aldri. Hann var tónlistarmaður frá Ísafirði og stundaði hestamennsku af miklu kappi í mörg ár. 

Karl og Kolfinna ÍrisSamband Kolfinnu við afa sinn var henni dýrmætt og nú hleypur hún fyrir Parkinsonsamtökin svo hægt sé að hjálpa fleira fólki.

Sjálf var Kolfinna Íris mikið í íþróttum sem barn. „Ég flutti 16 ára til Noregs í skíðamenntaskóla. Eftir að ég kom heim hætti ég í skíðum og fór að gera allskonar annað. Þá fór ég í cross-fit og byrjaði aftur í fótbolta en svo langaði mig að prófa að hlaupa og er búin að vera að gera það í allt sumar. Ég hljóp hálfmaraþonið í fyrra og langaði að spreyta mig á maraþoninu núna í ár.“ 

Hálfmaraþonið á síðasta ári gekk ágætlega að sögn Kolfinnu Írisar sem komst í mark, en ákvörðunin um að taka þátt var tekin með stuttum fyrirvara. Núna gengur undirbúningur fyrir heila maraþonið vel og ákvörðunin tekin með lengri fyrirvara. „Maður þarf að gefa sér tíma til að fara út og hlaupa. Það er alltaf gaman og ekkert mál, sérstaklega þegar það er sól.“

Alvöru meining

Kolfinna ÍrisStefnir á að hlaupa 42,2 km á undir 4 klukkustundum og 15 mínútum.

Aðspurð hvers vegna hún skráði sig í hlaupið segir Kolfinna Íris: „Mér finnst gaman að ögra mér og ná nýjum markmiðum. Svo langaði mig líka að prufa að hlaupa fyrir einhver samtök því ég hafði aldrei gert það áður. Þá datt mér ekkert annað í hug en að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin þar sem afi minn kvaddi okkur fyrr á árinu eftir að hafa verið að berjast við þann taugasjúkdóm. Þá var einhvern veginn kominn alvöru meining og markmið að hlaupa fyrir, því að það stendur manni nærri.“ Hún segist ánægð að geta styrkt samtökin svo hægt sé að veita þeim sem á þurfa þjónustu.

Kolfinna Íris skráði sig í hlaupið þann 24. júlí og var markmiðið að safna 100.000 krónum fyrir Parkinsonsamtökin. Strax eftir fyrsta daginn var hún búin að safna 80.000 krónum og sólarhring seinna var markmiðinu náð. „Ég er mjög ánægð. Þetta er mikil hvatning og gerir mig spenntari að klára hlaupið. Það var ekki komið mikið í Parkinson samtökin fyrir, þannig að ég á einn þriðja af öllu sem er komið þangað inn sem var gaman að sjá.“

Hvað tímamarkmið varðar ætlar Kolfinna Íris að reyna að hlaupa 42,2 kílómetra á undir 4 klukkustundum og korteri þó að hún setji ekki pressu á sjálfa sig. Fjölskylda og vinir fylgjast með úr fjarlægð og einhverjir verða við endalínuna að fagna með henni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu