Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára

Stjórn­mála- og vís­inda­fólk kall­ar eft­ir al­þjóð­legu banni við námu­vinnslu á hafs­botni. Núna fund­ar Al­þjóða­haf­botns­stofn­un­in um mál­ið. Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur Pírata spurði um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra um af­stöðu Ís­lands í mál­inu á þingi fyrr í sum­ar en fékk óljós svör.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára
Andrés Ingi Jónsson ÞIngmaður Pírata gagnrýnir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda er kemur að mögulegri námuvinnslu á hafsbotni. Mynd: Davíð Þór

Nú stendur fundur Alþjóðahafsbotnsstofunarinnar, International Seabed Authority, yfir en hlutverk milliríkjastofnunarinnar er að hafa yfirumsjón með starfsemi á hafsbotni og sjá til þess að hann sé verndaður fyrir umhverfisspillingu. Alþjóðahafsbotnsstofnunin var stofnuð árið 1994 af Evrópusambandinu og 164 aðildarríkjum, þar á meðal Íslandi. Ástæðan fyrir því að fundurinn hefur dregið að sér athygli er að á honum er tekist á um námuvinnslu á hafsbotni. 

Alls hafa 70 þingmenn hvaðanæva að úr heiminum kallað eftir alþjóðlegu banni við fyrirhugaðri námuvinnslu á grundvelli umhverfissjónarmiða. Einnig eru tæplega 800 vísindafólk og stefnumótandi aðilar búin að skrifa skrifa undirskriftalista þess efnis að ákvörðun um námuvinnsluleyfi verði byggð á vísindalegum rannsóknum. Rökin sem námufyrirtæki færa fyrir starfseminni eru meðal annars þau að hægt sé að nálgast málma sem eru nauðsynlegir í orkuskiptum.

Rætt á Alþingi

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er eini íslenski þingmaðurinn sem hefur skrifað nafn sitt á undirskriftalistann. Málið var til umræðu 30. maí á Alþingi en þá kallaði Andrés Ingi mögulega námuvinnslu á hafsbotni „stórtækustu verkfræðihugmynd“ síðustu ára. 

„Þetta snýst um það að ná góðmálmum sem safnast hafa saman á sléttum djúpt undir yfirborði sjávar, allt að 2 kílómetrum undir yfirborðinu. Skip siglir yfir í rólegheitum með risastóra ryksugu neðan í sér og skrapar botninn eftir hnullungum sem innihalda góðmálma sem á að vinna. Þessu fylgir eðli máls samkvæmt gríðarlegt rask á hafsbotninum,“ sagði Andrés Ingi.

Ísland á aðild að Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem leggur til að skoða þurfi afleiðingar námuvinnslu betur áður en að leyfi verði gefin út. Andrés Ingi spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, um það hvernig íslensk stjórnvöld hygðust fylgja ályktun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins eftir. Loftslagsráðherra svaraði fyrirspurninni ekki beint, heldur beindi hann athyglinni að lífríki Skerjafjarðar. Hann sagði þá að „líffræðileg fjölbreytni væri forgangsmál hjá hans ráðuneyti og ríkisstjórninni,“ en að hann hefði ekki fengið neinar spurningar varðandi hafsbotninn. 

Andrés Ingi sendi einnig skriflega fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um það hvernig fulltrúar Íslands ætluðu að beita sér fyrir námubanni. Í svari frá ráðherra segir: „Íslensk stjórnvöld munu ekki eiga fulltrúa á 28. Aðildarríkjafundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar sem haldinn verður 28. júní til 7. júlí 2023.“

Enn liggja niðurstöður fundarins ekki fyrir en þeirra má vænta þegar stjórn Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar hefur lokið fundarhöldum á næstu dögum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það er ekki eftir það sem búið er. Inga Snæland vill leita eftir olíu á Drekasvæðinu. Er ekki bara best að klára þetta og kjósa Framsókn?🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár