Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára

Stjórn­mála- og vís­inda­fólk kall­ar eft­ir al­þjóð­legu banni við námu­vinnslu á hafs­botni. Núna fund­ar Al­þjóða­haf­botns­stofn­un­in um mál­ið. Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur Pírata spurði um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra um af­stöðu Ís­lands í mál­inu á þingi fyrr í sum­ar en fékk óljós svör.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára
Andrés Ingi Jónsson ÞIngmaður Pírata gagnrýnir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda er kemur að mögulegri námuvinnslu á hafsbotni. Mynd: Davíð Þór

Nú stendur fundur Alþjóðahafsbotnsstofunarinnar, International Seabed Authority, yfir en hlutverk milliríkjastofnunarinnar er að hafa yfirumsjón með starfsemi á hafsbotni og sjá til þess að hann sé verndaður fyrir umhverfisspillingu. Alþjóðahafsbotnsstofnunin var stofnuð árið 1994 af Evrópusambandinu og 164 aðildarríkjum, þar á meðal Íslandi. Ástæðan fyrir því að fundurinn hefur dregið að sér athygli er að á honum er tekist á um námuvinnslu á hafsbotni. 

Alls hafa 70 þingmenn hvaðanæva að úr heiminum kallað eftir alþjóðlegu banni við fyrirhugaðri námuvinnslu á grundvelli umhverfissjónarmiða. Einnig eru tæplega 800 vísindafólk og stefnumótandi aðilar búin að skrifa skrifa undirskriftalista þess efnis að ákvörðun um námuvinnsluleyfi verði byggð á vísindalegum rannsóknum. Rökin sem námufyrirtæki færa fyrir starfseminni eru meðal annars þau að hægt sé að nálgast málma sem eru nauðsynlegir í orkuskiptum.

Rætt á Alþingi

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er eini íslenski þingmaðurinn sem hefur skrifað nafn sitt á undirskriftalistann. Málið var til umræðu 30. maí á Alþingi en þá kallaði Andrés Ingi mögulega námuvinnslu á hafsbotni „stórtækustu verkfræðihugmynd“ síðustu ára. 

„Þetta snýst um það að ná góðmálmum sem safnast hafa saman á sléttum djúpt undir yfirborði sjávar, allt að 2 kílómetrum undir yfirborðinu. Skip siglir yfir í rólegheitum með risastóra ryksugu neðan í sér og skrapar botninn eftir hnullungum sem innihalda góðmálma sem á að vinna. Þessu fylgir eðli máls samkvæmt gríðarlegt rask á hafsbotninum,“ sagði Andrés Ingi.

Ísland á aðild að Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem leggur til að skoða þurfi afleiðingar námuvinnslu betur áður en að leyfi verði gefin út. Andrés Ingi spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, um það hvernig íslensk stjórnvöld hygðust fylgja ályktun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins eftir. Loftslagsráðherra svaraði fyrirspurninni ekki beint, heldur beindi hann athyglinni að lífríki Skerjafjarðar. Hann sagði þá að „líffræðileg fjölbreytni væri forgangsmál hjá hans ráðuneyti og ríkisstjórninni,“ en að hann hefði ekki fengið neinar spurningar varðandi hafsbotninn. 

Andrés Ingi sendi einnig skriflega fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um það hvernig fulltrúar Íslands ætluðu að beita sér fyrir námubanni. Í svari frá ráðherra segir: „Íslensk stjórnvöld munu ekki eiga fulltrúa á 28. Aðildarríkjafundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar sem haldinn verður 28. júní til 7. júlí 2023.“

Enn liggja niðurstöður fundarins ekki fyrir en þeirra má vænta þegar stjórn Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar hefur lokið fundarhöldum á næstu dögum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það er ekki eftir það sem búið er. Inga Snæland vill leita eftir olíu á Drekasvæðinu. Er ekki bara best að klára þetta og kjósa Framsókn?🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár