Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

IKEA á Íslandi fylgir fordæmi Svía og losar sig við Marabou

Súkkulaði sænska sæl­gæt­is­fram­leið­and­ans Mara­bou er brátt á þrot­um í versl­un IKEA á Ís­landi. Í sum­ar var ákveð­ið að hætta sölu á súkkulað­inu sem er orð­ið að eins kon­ar tákn­mynd í Sví­þjóð fyr­ir snið­göngu á vör­um sem tengj­ast við­skiptaum­svif­um í Rússlandi.

IKEA á Íslandi fylgir fordæmi Svía og losar sig við Marabou
IKEA Við Kauptún stendur eina IKEA verslun landsins. Þar fæst brátt ekkert Marabou súkkulaði lengur. Mynd: Flickr

IKEA á Íslandi er langt komið með að klára sínar birgðir af Marabou súkkulaði en ákvörðun var tekin um það fyrr á þessu ári af IKEA í Svíþjóð að sölu á Marabou súkkulaði skyldi hætt í verslunum sænska húsgagnarisans. „Þau lögðu það til við alla markaði að fasa út birgðirnar,“ segir Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í samtali við Heimildina.

Spurður að því hvort hann hafi einhverja skoðun á aðgerðum sem þessum segist Stefán sýna þeim fullan skilning. „Þetta er náttúrlega ósanngjarnt stríð og við eigum ekki að vera að hvetja til þess eða ýta undir með viðskiptum. Það er í rauninni það eina sem ég hef að segja um það.“

Líkt og Heimildin hefur fjallað um þá er Marabou súkkulaði orðið að eins konar táknmynd í Svíþjóð fyrir sniðgöngu á vörum sem tengdar eru viðskiptaumsvifum í Rússlandi. Sífellt fleiri Svíar sneiða hjá súkkulaðinu jafnvel þó að allt Marabou súkkulaði sé framleitt í Svíþjóð. Ástæðan er sú að umsvif móðurfyrirtækis Marabou, Mondelēz, eru mikil í Rússlandi og Mondelēz er þar af leiðandi komið á svartan lista úkraínskra yfirvalda sem hvetja til sniðgöngu fyrirtækisins og vörum þess.

Slitu á öll tengsl við Rússland

Nýjar tegundir af súkkulaði munu koma í stað Marabou súkkulaðisins í hillum IKEA en að sögn Stefáns Rúnars mun það taka þónokkurn tíma að fá inn nýjar tegundir eða allt upp undir ár. „Sérstaklega ef að IKEA ætlar að láta framleiða eitthvað fyrir sig. Við erum með ákveðnar tegundir af súkkulaði sem eru framleiddar fyrir IKEA eingöngu. Þannig að ég hef ekkert heyrt að utan hvað þetta varðar annað en það að við kaupum ekki inn þessa súkkulaðitegund sem við vorum með þarna frá Marabou lengur,“ segir Stefán. 

Sölustopp á Marabou súkkulaði er ekki það eina sem innrás Rússa í Úkraínu hefur haft í för með sér fyrir rekstur IKEA um víða veröld, líkt og Stefán bendir á. „Í upphafi, fljótlega eftir að stríðið hófst, ákvað IKEA að loka öllum verslunum í Rússlandi. Sama var með framleiðslu á vörum, IKEA hætti allri framleiðslu á vörum í Rússlandi. Vörur IKEA eru framleiddar um allan heim og oft á tíðum sama varan hjá mörgum framleiðendum, að hætta framleiðslu í Rússlandi hafði þau áhrif að eitthvað varð um vöruskort, en það er komið að mestu leyti í lag í dag.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár