Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vatnstaka vegna laxeldis Samherja ígildi sex Elliðaáa

Skipu­lags­stofn­un tel­ur brýnt að Sam­herja verði að­eins veitt heim­ild fyr­ir 1. áfanga risa­eld­is síns á Reykja­nesi. Marg­ir óvissu­þætt­ir um­lyki þá gríð­ar­miklu vatns­vinnslu sem þurfi til starf­sem­inn­ar. Magnús Tumi Guð­munds­son pró­fess­or seg­ir áform­aða vatnstöku land­eld­is­fyr­ir­tækja „án for­dæma hér á landi“.

Vatnstaka vegna laxeldis Samherja ígildi sex Elliðaáa
Landeldi Eldisgarður Samherja fiskeldis er áformaður innan Auðlindagarðs HS Orku á Reykjanesi. Mynd: Samherji

Ef svokallaður Eldisgarður Samherja á Reykjanesi yrði að veruleika þyrfti full starfsemi hans 30.000 lítra af jarðsjó á sekúndu. Til samanburðar hljóðar leyfi Vatnsveitu Kópavogs og Orkuveitu Reykjavíkur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk upp á 650 sekúndulítra af grunnvatni. Og rennsli Elliðaáa er að jafnaði um 5 rúmmetrar á sekúndu. Vatnstaka Samherja úr borholum á hinu áformaða eldissvæði skammt frá Reykjanesvirkjun myndi því jafnast á við rennsli sex Elliðaáa.

„Það er því ljóst að vatnsvinnsla Samherja fiskeldis verður mjög umfangsmikil þegar fyrirtækið er fullbyggt,“ segir m.a. í nýbirtu áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar. Og þar sem vinnslan yrði svo stórfelld telur stofnunin að ekki eigi að veita fyrirtækinu heimild til byggingu allra áfanga fiskeldisins heldur aðeins þess fyrsta til að byrja með. Vakta þurfi áhrif vatnstökunnar áður en lengra yrði haldið.

Heimildin óskaði eftir viðbrögðum Samherja við áliti Skipulagsstofnunar, m.a. hvort fyrsti áfangi myndi einn og sér standa undir …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    é á etta,é má etta!
    0
  • Svo virðist sem ekki fái allir að skrifa athugasemdir við greinar Heimildarinnar. Ingunn Björnsdóttir kvartaði um það á Facebook í morgun að hún væri blokkuð og telur það vegna þess að hún komi stundum með rök eða bendi á staðreyndir sem gætu talist Samherja í hag. Hvernig væri að afblokka hana? Nóg er nú samt um slaufun og skoðanakúgun í samfélagi okkar.
    -1
  • Fyrirsögnin er villandi. Í greininni kemur fram að nær eingöngu stendur til að nota jarðsjó. Heimildin virðist hlutdræg í garð Samherja, m.a. talað um friðað hraun. Er ekki landeldi það sem allir vilja og krefjast?
    -1
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Nú ætlar Samherji að hirða vatnið.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár