Án hafsins væri ekkert líf á Jörðinni. Um það verður ekki deilt.
Á sama tíma og við, þingfólk alls staðar að úr heiminum, setjum þessi á blað koma ríkisstjórnir saman til fundar Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar í Kingston. Þar geta þær komið í veg fyrir upphaf starfsemi sem hefði gríðarlega eyðileggjandi áhrif á hafið: námavinnslu á hafsbotni.
Nýjasta hugmynd námaiðnaðarins er að opna námur á botni hafsins. Jafnvel þótt minna sé vitað um hafsbotninn en yfirborð tunglsins. Jafnvel þótt námur á hafsbotni myndu hafa óafturkræf áhrif á viðkvæm vistkerfi, losa gríðarlegt magn koltvísýrings og hætta á að skaða sjávardýr eins og hvali vegna hljóðmengunarinnar sem fylgir starfseminni.
Orkuskipti má ekki nota sem réttlætingu fyrir umhverfisspjöllum af þessari stærðargráðu. Ef við stuðlum að aukinni orkunýtni, orkusparnaði og endurvinnslu þurfum við ekki að leita í djúp úthafsins til að smíða rafhlöður og aðra tækni.
En The Metals Company er augljóslega á annarri skoðun. Í …
Athugasemdir