Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verslanir ekki tekið vörur á úkraínskum sniðgöngulista úr hillum sínum

Á lista yf­ir fyr­ir­tæki sem úkraínsk sam­tök hvetja til snið­göngu á eru fyr­ir­tæki sem fram­leiða vör­ur sem ís­lensk­ir neyt­end­ur þekkja vel. Krón­an og versl­an­ir Haga hafa ekki hætt sölu á vör­um fyr­ir­tækj­anna. Vöru­fram­boð hef­ur þó breyst í kjöl­far stríðs­ins.

Verslanir ekki tekið vörur á úkraínskum sniðgöngulista úr hillum sínum
Matvöruverslun Bónus og Krónan eru turnarnir tveir á íslenskum matvörumarkaði og hafa á undanförnum árum skipst á að hafa mestu markaðshlutdeildina.

Hvorki Krónan né Hagar hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu á vörum sem fólk er hvatt til að sniðganga af úkraínskum samtökum sem berjast gegn spillingu. Vöruframboð í verslunum Haga sem og í Krónunni hefur tekið einhverjum breytingum frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu en það er fyrst og fremst vegna utanaðkomandi áhrifa. Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá fyrirtækjunum tveimur við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Líkt og Heimildin hefur fjallað um þá er Marabou súkkulaði orðið að eins konar táknmynd í Svíþjóð fyrir sniðgöngu á vörum sem tengdar eru viðskiptaumsvifum í Rússlandi. Sífellt fleiri Svíar sneiða hjá súkkulaðinu jafnvel þó að allt Marabou súkkulaði sé framleitt í Svíþjóð. Ástæðan er sú að umsvif móðurfyrirtækis Marabou, Mondelēz, eru mikil í Rússlandi og Mondelēz er þar af leiðandi komið á svartan lista úkraínskra yfirvalda sem hvetja til sniðgöngu fyrirtækisins og vörum þess.

Marabou er ekki eina vörumerkið í eigu Mondelēz sem íslenskir nammigrísir gætu kannast við. Prince Polo, Cadbury, Daim, Lu, Milka, Oreo, Ritz og Toblerone eru allt vörumerki í eigu stórfyrirtækisins.

Fjöldi þekktra vörumerkja undir

Á umræddum lista eru einkum tvö önnur fyrirtæki sem ættu að vera Íslendingum vel kunn. Það eru Unilever og Procter & Gamble. Unilever framleiðir alls kyns matvörur og hreinlætis- og snyrtivörur undir vel þekktum vörumerkjum á borð við Knorr, Ben & Jerry’s, Hellmanns, Magnum og Dove. Vörumerki undir hatti Procter & Gamble eru sérstaklega tengd hreinlæti, bæði heimilis og líkama. Í þeirra eigu eru vörumerki á borð við Gillette, Pampers, Ariel, Crest, Always og Tampax. Allt eru þetta vörumerki sem úkraínsku samtökin hvetja til sniðgöngu á.

Heimildin kannaði stöðuna á viðhorfi til sniðgöngu hjá Krónunni annars vegar og Högum hins vegar en Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup. Þessar þrjár verslanir höfðu rúmlega 70 prósent markaðshlutdeild á íslenskum matvörumarkaði árið 2021, samkvæmt greiningu Meniga. Meðal þess sem spurt var að var hvort komið hafi til tals að draga úr vöruframboði eða hætta sölu á vörum Mondelēz.

Fylgjast vel með stöðu mála

„Við hjá Krónunni erum meðvituð um umræðu og sniðgöngu Svía á Marabou súkkulaði vegna starfsemi móðurfyrirtækisins Mondelez í Rússlandi og við fylgjumst vel með umræðunni um framleiðendur á svörtum lista úkraínskra stjórnvalda. Marabou vörumerkið er ekki í vöruvali verslana okkar en Krónan kaupir aðrar vörur framleiddar af Mondelez af heildsölunni Innnes. Við höfum ekki tekið ákvörðun um að hætta sölu á vörum frá umræddum framleiðanda enn sem komið er en fylgjumst vel með stöðu mála,“ segir í skriflegu svari Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, við fyrirspurninni.

Það sama er uppi á teningnum varðandi vörur frá öðrum fyrirtækjum á sniðgöngulistanum, líkt og Unilever og Procter & Gamble. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um að hætta sölu á vörum frá þessum framleiðendum en við fylgjumst vel með þróun þessarar umræðu,“ skrifar Guðrún.

Heimildin spurði einnig að því hvort vöruframboð hafi tekið einhverjum breytingum eftir innrás Rússa í Úkraínu ákvarðana sem teknar voru innan fyrirtækisins. Fram kemur í svari Guðrúnar að umtalsverð áhrif megi merkja á vöruúrvali Krónunar eftir að stríðið hófst, meðal annars vegna keðjuverkandi áhrifa sem stríðið hefur haft á aðfangakeðjur heimsins með tilheyrandi óróa á hrávörumörkuðum. Verðhækkanir hafi auk þess verið tíðar á undanförnum misserum sem Krónan reyni að berjast gegn. 

„Við höfum tekið fjölmargar ákvarðanir um að hætta með vörur/vörumerki þar sem við höfum ekki samþykkt boðaða verðhækkun og valið að vinna með aðrar vörur eða vörumerki í staðinn,“ skrifar Guðrún og bætir því við að viðskiptavinir hafi í auknum mæli valið ódýrari kosti í stað þekktra vörumerkja vegna verðlagsþróunar.

Innkaup og vöruframboð breyst töluvert

Líkt og áður segir eru tvær stórar matvöruverslanir reknar af Högum, Bónus og Hagkaup. Þar hafa vörur sem framleiddar eru af fyrirtækjunum á umræddum sniðgöngulista ekki verið teknar úr hillum. „Innan veggja Haga fara fram dagleg samtöl um hvernig hægt er að tryggja vörur á hagkvæmu verði í sem hæsta gæðaflokki frá birgjum Haga til viðskiptavina okkar og einnig við hvaða birgja við verslum,“ segir í skriflegu svari Elísabetar Austmann, forstöðumanns nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum.

Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um sniðgöngu þeirra var sem hvatt er til sniðgöngu á, „en þó er ljóst að innkaup og vöruframboð i verslunum Haga hefur breyst töluvert vegna stríðsins í Úkraínu,“ ritar Elísabet. Það hafi einkum verið gert til að tryggja hagkvæmni.

„Að því sögðu erum við sífellt að fylgjast með markaðnum og umhverfinu, og munum halda áfram að gera það.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Í verslun ber að beita siðblindu ef afkomu kröfur krefjast þess, er það ekki?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár