That was the night I lost my freedom,“ raulaði Þórunn Salka Pétursdóttir inn á upptökuforrit í símanum sínum. Hún var ein í íbúðinni sinni í Bandaríkjunum þar sem hún var í skiptinámi. Kvöldið áður hafði hún verið beitt kynferðisofbeldi.
Þetta var árið 2020. Í dag stóð Þórunn á sviði á Austurvelli og flutti lagið „Freedom“, eða „Frelsi“ upp á íslenskuna, fyrir þolendur kynferðisofbeldis og stuðningsfólk þeirra á samstöðufundi Druslugöngunnar.
Línan sem hún raulaði inn á upptökuforritið, „þetta var kvöldið sem ég missti frelsið mitt,“ varð kjarninn í laginu, sem hún samdi til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum sem kviknuðu í kjölfar þess að brotið var á henni.
„Planið var aldrei að sýna neinum þetta. Þetta var bara fyrir sjálfa mig,“ segir Þórunn. „Þetta var mín leið til þess að fá útrás fyrir það sem ég var að ganga í gegnum.“
Lagasmíðin eins og sálfræðitími
Í kjölfar ofbeldisins upplifði …
Athugasemdir