„Mér leið eins og frelsið hefði verið tekið frá mér“

Í heilt ár gat Þór­unn Salka Pét­urs­dótt­ir ekki sett á sig blá­an augn­blý­ant. Hann minnti hana um of á kvöld­ið sem hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi. Á föstu­dag sendi hún frá sér lag um reynsl­una. Mynd­in sem fylg­ir lag­inu sýn­ir konu sem hef­ur end­ur­heimt frels­ið sitt. Konu með blá­an augn­blý­ant. Það er Þór­unn sjálf en hún flutti lag­ið í dag á sam­stöðufundi Druslu­göng­unn­ar.

„Mér leið eins og frelsið hefði verið tekið frá mér“
Skömminni skilað „Mig langar með þessu að minna á að það skiptir engu máli í hverju maður er eða hverju maður klæðist eða hvað maður er að gera. Þetta er ekki þér að kenna,“ segir Þórunn um þá ákvörðun að setja á sig bláan augnblýant fyrir myndatökuna. Mynd: Ruth Tómasdóttir/Heiðrún Fivelstad

That was the night I lost my freedom,“ raulaði Þórunn Salka Pétursdóttir inn á upptökuforrit í símanum sínum. Hún var ein í íbúðinni sinni í Bandaríkjunum þar sem hún var í skiptinámi. Kvöldið áður hafði hún verið beitt kynferðisofbeldi. 

Þetta var árið 2020. Í dag stóð Þórunn á sviði á Austurvelli og flutti lagið „Freedom“, eða „Frelsi“ upp á íslenskuna, fyrir þolendur kynferðisofbeldis og stuðningsfólk þeirra á samstöðufundi Druslugöngunnar.

Línan sem hún raulaði inn á upptökuforritið, „þetta var kvöldið sem ég missti frelsið mitt,“ varð kjarninn í laginu, sem hún samdi til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum sem kviknuðu í kjölfar þess að brotið var á henni. 

„Planið var aldrei að sýna neinum þetta. Þetta var bara fyrir sjálfa mig,“ segir Þórunn. „Þetta var mín leið til þess að fá útrás fyrir það sem ég var að ganga í gegnum.“

Lagasmíðin eins og sálfræðitími

Í kjölfar ofbeldisins upplifði …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár