Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja 3,5 milljóna króna dagsektir á Brim

Brim hef­ur ekki skil­að Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu gögn­um og upp­lýs­ing­um sem kall­að hef­ur ver­ið eft­ir vegna vinnu við at­hug­un á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Dag­sekt­irn­ar byrja að bíta eft­ir hálf­an mán­uð, skili Brim ekki um­rædd­um gögn­um fyr­ir þann tíma.

Leggja 3,5 milljóna króna dagsektir á Brim
Skila ekki gögnum Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að beita sjávarútvegsfyrirtækið Brim dagsektum sökum þess að fyrirtækið hefur ekki veitt stofnuninni upplýsingar og gögn sem óskað hefur verið eftir. Samkeppniseftirlitið fór fram á að fá umrædd gögn og upplýsingar vegna vinnu við athugun á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Brim er eina fyrirtækið sem ekki hefur brugðist við beiðni stofnunarinnar.

Gagnaöflun vegna athugunarinnar hófst með bréfasendingu til almmargra sjávarútvegsfyrirtækja 5. apríl síðastliðinn. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að langflest fyrirtækin hafi brugðist vel við og veitt umbeðnar upplýsingar. Þó voru í nokkrum tilvikum gerðar athugasemdir við athugunina og upplýsingarnar veittar með fyrirvara af þeim sökum.

„Eitt fyrirtæki, Brim hf., hefur þó ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir“
Samkeppniseftirlitið

„Eitt fyrirtæki, Brim hf., hefur þó ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir. Hefur það óhjákvæmilega tafið rannsóknina,“ segir jafnframt á vef Samkeppniseftirlitsins.

Af þessum sökum hefur samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á fyrirtækið, að upphæð 3,5 milljónir króna á dag, þar til umbeðnar upplýsingar og gögn hafa verið afhent. Byrja dagsektirnar að telja eftir að fjórtán dagar eru liðnir frá ákvörðuninni, sem tekin var í dag.

Umfangsmikil viðskipti við aðila sem standa nærri hvorir öðrum

Í september á síðasta ári greindi Heimildin frá því að Brim hefði keypt veiðiheimildir og frystitogara fyrir 12,7 milljarða króna af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Útgerðarfélag Reykjavíkur er að uppistöðu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem jafnframt er forstjóri Brims. Með viðskiptunum komst Brim mjög nálægt þeim hámarkstakmörkunum sem settar eru í lögum um heildarafla í þorskígildistonnum sem einstök útgerð mátti eiga. Hlutdeild Brims varð eftir viðskiptin 11,82 prósent á meðan hámarkið er 12 prósent.

Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda. Það gerðist í nóvember árið 2021 þegar Útgerðarfélagið keypti kvóta af Brimi til að koma síðarnefnda fyrirtækinu undir 12 prósenta þakið.

Brim nálægt hámarkinu

Í mars á þessu ári var greint frá því í Heimildinni að Brim hefði á síðasta ári hagnast um 11,3 milljarða króna, og sömu upphæð árið áður, 2021.  Hlut­haf­ar í Brimi hafa þá feng­ið rúm­lega þrisvar sinn­um hærri upp­hæð í arð frá 2016 en rík­is­sjóð­ur hef­ur feng­ið í veiði­gjöld. Þá taldist úthlutuð aflahlutdeild Brims vera 11,34 prósent.

Þau mörk eiga að koma í veg fyrir of mikla sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna, sem eru sam­­­kvæmt lögum þó ekki eign þeirra heldur þjóð­­­ar­inn­­­ar. Til að telj­­ast tengdur aðili er þó gerð krafa um meiri­hluta­­­eign eða raun­veru­­­leg yfir­­­ráð. Í því felst að aðili þurfi að eiga meira en 50 pró­­­sent í öðrum aðila eða ráða yfir honum með öðrum hætti til að þeir séu taldir tengdir aðil­­­ar. Þau mörk hafa verið harð­­lega gagn­rýnd, enda mjög há í öllum sam­an­­burð­i. 

Þegar útgerðir sem tengjast stærstu eigendum Brim, en uppfylla ekki skilyrði laga um að vera skilgreindar sem tengdar, eru taldar með eykst umfang Brim-blokkarinnar. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­ur­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 2,23 pró­­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­­um. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­­­i­­­­­stöðu í eigu Guð­­­­mundar Krist­jáns­­­­son­­­­ar, for­­­­stjóra Brims. Brim inn­lim­aði útgerð­ina Ögur­vík í fyrra. 

Þá eiga félögin KG Fisk­verkun og Stekkja­sal­ir, í eigu Hjálm­ars Krist­jáns­son­ar, bróður Guð­mund­ar, og sona hans, saman á 5,86 pró­sent hlut í Brimi. KG Fisk­verkun heldur einnig á eitt pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Þess blokk, sem á 49,83 prósent í Brimi, er því með 15,65 pró­sent af öllum kvóta. 

Sú gagnrýni sem sett hefur fram á skilgreiningu á tengdum aðilum, sem nefnd er hér að framan, er meðal ástæðanna fyrir úttekt Samkeppniseftirlitsins, sem þó er fyrst og fremst gerð vegna heildarstefnumótunarvinnu matvælaráðuneytisins í sjávarútvegi. Athugun Samkeppniseftirlitsins er gerð með samningi ráðuneytisins við stofnunina og á að skila skýrslu þar um ekki síðar en í lok þessa árs.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það skal engan undra að þessi drullusokkur skuli vera kallað guðmundur vinalausi.
    Þetta viðrini er nýbúinn að segja upp allri áhöfninni á frystitogara í hanns eigu, en gerðist svo svakalega rausnarlegur að bjóða brottreknu áhöfninni pláss á öðrum dalli í hanns eigu.
    En skemmst frá því að segja, þá þíðir það verri vaktir, meiri vinna ☻g vitaskuld lægri laun.
    Þvílíkt gull af mann að maður fyllist lottningu yfir rausnarskapnum!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár