Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spilakort mögulega tekin upp til að draga úr áhættu á peningaþvætti

Markmið fyr­ir­hug­aðr­ar laga­setn­ing­ar sem fel­ur í sér mögu­lega inn­leið­ingu spila­korta er einkum að stuðla að ábyrgri spil­un, sporna við spila­vanda og verj­ast pen­inga­þvætti. Tví­veg­is áð­ur hef­ur stað­ið til að leggja fram sam­bæri­legt frum­varp.

Spilakort mögulega tekin upp til að draga úr áhættu á peningaþvætti
Spilakassar Möguleg innleiðing spilakorta er hluti af vinnu stjórnvalda að úrbótum í vörnum gegn peningaþvætti. Mynd: Shutterstock

Dómsmálaráðuneytið hyggst draga úr áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með breytingu á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands. Helstu breytingarnar sem fyrirhugaðar eru snúa að því að ákvæði verði sett í lögin sem um ræðir sem gera kröfu til auðkennis, „mögulega með spilakorti“.

Áhrif og markmið fyrirhugaðrar lagabreytingar eru víðtæk. „Markmið með innleiðingu spilakorta er einkum að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti.“

Í áformum að lagabreytingunni segir að í áhættumati Ríkislögreglustjóra (RLS) fyrir árið 2019 hafi komið fram að veruleg hætta væri á því að spilakassar gætu verið notaðar til að þvætta fé og að sama áhættuflokkun hafi verið til staðar í mati RLS árið 2021. Verði ekkert aðhafst munu lögin sem undir eru ekki vera „í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og hætta á peningaþvætti væri til staðar á þeim sviðum sem lögin taka til“.

Úrbætur á peningaþvættisvörnum staðið yfir frá 2018

Ísland hefur frá árinu 1991 skuldbundið sig til að samræma löggjöf sína tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force (FATF). Í apríl árið 2018 var skýrsla um úttekt FATF á vörnum Íslands gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og fjármögnun gereyðingarvopna birt. Í henni kom fram að talsverðir veikleikar væru á íslenskri löggjöf og framkvæmd hennar. Síðan þá hefur verið unnið að úrbótum, „sem meðal annars birtast í þeim viðamiklu breytingum sem gerðar hafa verið á íslenskum lögum og reglum hvað þetta varðar,“ segir í áformunum.

Eins og sakir standa uppfylla hvorki lög um söfnunarkassa né lög um Happdrætti Háskóla Íslands kröfur um fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti. Samkvæmt áðurnefndu áhættumati RLS er áhætta af peningaþvætti í gegnum spilakassa talin vera mikil. 

„Helstu áhættuþættirnir eru umfang áhættu, bæði hvað varðar fjölda spilakassa og veltu, notkun reiðufjár, sá möguleiki að hægt sé að hlaða inn reiðufé og prenta í kjölfarið út vinningsmiða án þess að spila eða spila fáa leiki, aðgengi spilastaða og annarra til kaupa á vinningsmiðum og nafnleysi spilara. Þessi atriði þarf öll að taka til skoðunar við breytingar á lögunum.“

Líkt og segir í þessari tilvitnun sem fengin er úr áformunum eins og þau eru birt á Samráðsgátt stjórnvalda þá geta nafnlausir spilarar hlaðið tugum þúsunda króna í spilakassana í einu og í stað þess að spila fyrir allt féð, þá prenta spilararnir einfaldlega út vinningsmiða sem síðan er hægt að innleysa og þannig verður til lögmæt slóð fjármuna.

Mun ekki síst gagnast spilurum

Í mati á áhrifum lagasetningarinnar kemur fram að lagabreytingarnar gætu haft áhrif á afkomu Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands en óljóst sé hversu mikil áhrifin kunni að vera. Ekki er gert ráð fyrir að breytingarnar muni koma til með að hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs eða sveitarfélaga.

Ljóst er að fyrirhugaðar lagabreytingar muni stuðla að vernd þeirra sem stunda spilakassana. „Með upptöku spilakorta verður vernd þeirra sem stunda spilamennsku hjá Íslandsspilum og HHÍ aukin. Verði fyrirhugað frumvarp óbreytt að lögum mun það styrkja stöðu allra kynja, en þá sérstaklega karla þar sem þeir eru í meirihluta þeirra sem stunda spilamennsku hjá framangreindum aðilum,“ segir í áformunum.

Staðið til að leggja fram sambærilegt frumvarp áður

Líkt og Heimildin hefur fjallað um þá stóð til á haustþingi 2022 að leggja fram lagafrumvarp sem myndi fela í sér innleiðingu spilakorta. Það var í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá var innleiðing slíkra spilakorta sögð vera í forgangi vegna „mikillar áhættu“. Samkvæmt fyrri aðgerðaáætlun átti að leggja frumvarpið fram haustið 2020. Nú stendur enn á ný til að leggja slíkt frumvarp fram.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Spilakort mögulega tekin upp"
    Það færist bara meira yfir á netið - nema fyrir þá allslausu sem hvorki eru með net né greiðslukort.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    90 % peningarþvættis fer gegnum fyrirtæki og fjármálastofnanir. Þetta batterí er bara fyrir smælkið og smadopsala. Kaninn byrjaði með þetta fyrir löngu og þá beint gegn vændi og dopsölum. Ekki alvöru peningaþvætti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár