Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sátt Íslandsbanka var ekki traustsyfirlýsing

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka tek­ur ekki und­ir mál­flutn­ing for­vera síns um að sátt bank­ans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hafi inni­bor­ið trausts­yf­ir­lýs­ingu í garð bank­ans og stjórn­enda hans. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök í upp­lýs­inga­gjöf og sam­skipt­um. Sýna hefði átt auð­mýkt í stað þess að fara í vörn.

Sátt Íslandsbanka var ekki traustsyfirlýsing
Sjálfsskoðun Betur hefði farið á því að Íslandsbanki færi í sjálfsskoðun heldur en vörn. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Því fer fjarri að hægt sé að túlka sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sem traustsyfirlýsingu á störf bankans, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur, þar um. Þetta segir Jón Guðni Ómarsson, sem tók við bankastjórastöðunni af Birnu.

„Ég held að það sé alveg augljóst að við gerðum mistök í því hvernig við brugðumst við sáttinni, bæði í upphafi og síðan við birtinguna. Þegar að þessi skýrsla kemur þá fær fólk visst áfall, og í staðinn fyrir að sýna auðmýkt þá fórum við í vörn. Eftir á að hyggja hefði verið klárlega betra að fara strax í sjálfsskoðun, átta sig á hvað gerðist, sýna auðmýkt í staðinn fyrir varnarviðbrögð,“ segir Jón Guðni í viðtali við Heimildina.

Ekki er hægt að hrósa viðbrögðum Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt bankans vegna brota við útboðsferli á hlut ríkisins í bankanum var birt. Þannig liðu margir dagar liðu án þess að bankinn bæðist afsökunar á að hafa brotið af sér, brot sem voru það alvarleg að fjármálaeftirlitið sektaði bankann um tæplega 1,2 milljarða króna.

„Nei, ég get ekki sagt það“
Jón Guðni Ómarsson
um hvort sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlitið geti talist traustsyfirlýsing

Spurður hvernig hafi staðið á því að ekki var betur staðið að málum, hvort stjórnendur Íslandsbanka hafi ekki hlotið að gera sér grein fyrir því hvers konar álitshnekki og traustsmissi bankinn gæti orðið fyrir, svarar Jón Guðni að hann sjálfur hafi ekki verið inni í undirbúningi að viðbrögðum vegna birtingu sáttarinnar. „Aftur, þá tel ég að það hafi verið varnarviðbrögð uppi frekar en að fólk hafi sýnt næga auðmýkt.“

Ef þú hefðir verið orðinn bankastjóri á þessum tíma, hefðir þú þá lagt þá línu að bankinn myndi einfaldlega biðjast auðmjúklega afsökunar á þeim brotum sem voru framin?

„Ég held að það sé ómögulegt fyrir mig að ætla að þykjast vera vitur eftir á og segja að ég hefði gert allt rétt. Það sem ég get gert er að bregðast við aðstæðum núna og eins og ég hef sagt áður þá finnst mér alveg klárt mál að við eigum að biðjast afsökunar á þessum brotum.“

Þannig að ef ég spyr þig hreint út: Biðst þú afsökunar á brotum bankans?

„Já, ég biðst afsökunar á þeim.“

En tekur þú undir það að sáttin sé á einhvern hátt traustsyfirlýsing við Íslandsbanka?

„Nei, ég get ekki sagt það.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Þeim er nær, að ráða gamla bankaræningja sem stjórnarmenn í banka, kann það góðri lukku að stýra?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu