Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kerecis verður áfram gert út frá Ísafirði

Eft­ir söl­una á Kerec­is á Ísa­firði fyr­ir met­fé fyrr í júlí hafa vakn­að vanga­velt­ur hjá ein­hverj­um um hvort sag­an um Gugg­una gulu muni end­ur­taka sig. Guð­mund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir að svo sé ekki því mark­aðs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins í Banda­ríkj­un­um sé bund­ið við vör­ur frá Ísa­firði.

Kerecis verður áfram gert út frá Ísafirði
Markaðsleyfið bundið við Ísafjörð Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis, segir að markaðsleyfi fyrirtækisins frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) sé bundið við vörur frá Ísafirði.

Leyfi líftæknisfyrirtækisins Kerecis frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) til að selja sáravörur sínar úr þorskroði í Bandaríkjunum er bundið við að hráefnið og framleiðslan komi frá verksmiðjunni á Ísafirði. Þetta kemur fram í svari frá Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Kerecis. Fyrirtækið er því ekki á leið frá Ísafirði segir hann. 

Eftir sölu á Kerecis til alþjóðlega stórfyrirtækisins Kerecis hafa vaknað upp spurningar um hvort þetta þýði mögulega að verksmiðjunni á Ísafirði verði lokað og starfsemin flutt annað með tilheyrandi skaða fyrir starfsmenn og samfélagið fyrir vestan. Salan á fyrirtækinu hefur verið sett í samhengi við það þegar togarinn Guðbjörgin var seldur til Samherja í lok síðustu aldar og fyrirheit um að gera hann áfram út frá Ísafirði urðu að engu. 

70 starfsmenn vinna hjá Kerecis á Ísafirði og er fyrirtækið því einn stærsti einkarekni atvinnurekandinn á Vestfjörðum.  Samtals starfa 160 manns hjá Kerecis í nokkrum löndum og er því rúmur þriðjungur staðsettur í þessu litla sveitarfélagi fyrir vestan. 

Kerecis og GuðbjörginSamkvæmt svörum stofnanda Kerecis verða örlög fyrirtækisins í bænum ekki eins og örlög togarans Guðbjargarinnnar eða Guggunnar á sínum tíma.

Þegar Guggan var ekki lengur gerð út frá Ísafirði

Ummælin um Guðbjörgina, eða Gugguna eins og skipið var yfirleitt kallað, eru með þeim fleygari í íslenskri samtímasögu.

Eins og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði orðaði stefnubreytinguna hjá Samherja á sínum tíma: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra.“

Þessari sögu um Gugguna var svo gerð þekkt skil með stílfærðum hætti í þáttunum Verbúðinni sem sýndir voru á RÚV á fyrra hluta síðasta árs. 

„Markaðsleyfi okkar í Bandaríkjunum er bundið við afurðirnar frá Ísafirði, aðferðir og ferla í hátæknisetri Kerecis þar og meira að segja við sjálfan fiskistofninn
Guðmundur Fertram Sigurjónsson,
stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis

Flutningur á framleiðslunni tæki mörg ár

Guðmundur Fertram segir í svari til Heimildarinnar að áhyggjur af því að starfsemi Kerecis verði ekki áfram á Ísafirði séu óþarfar: „Markaðsleyfi okkar í Bandaríkjunum er bundið við afurðirnar frá Ísafirði, aðferðir og ferla í hátæknisetri Kerecis þar og meira að segja við sjálfan fiskistofninn – vestfirska þorskinn sem er veiddur á tilteknu svæði. Við höldum markaðsleyfinu við með margvíslegri vöktun og skýrslugjöf, t.d. um magn snefilefna og baktería á fiskimiðunum o.fl.  Það væri því mjög flókið, erfitt og tímafrekt að að flytja framleiðsluna, slíkt tæki mörg ár og ótal heimsóknir frá úttektaraðilunum. Þar að auki byggir allt markaðsefnið okkar á uppruna vörunnar; norðurslóðum og bænum sjálfum, sjálfbærni við nýtingu á fiskistofnum, orkunýtingunni o.s.frv...,“ segir hann í skriflegu svari til Heimildarinnar. 

Guðmundur Fertram er sjálfur skuldbundinn til að vera framkvæmdastjóri Kerecis næstu tvö árin eftir söluna. 

Starfsemin í Bandaríkjunum byggir á leyfum FDA 

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur ratað í fréttir hér á landi að undaförnu vegna tilrauna lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvotech til að fá leyfi til að selja lyfið Humira þar í landi. Framtíð Alvotech byggir á því að þetta markaðsleyfi fáist því aðeins þá getur félagið sett Humira á markað í Bandaríkjunum, sem er risavaxinn markaður. Alvotech hefur nú ítrekað verið synjað um þetta markaðsleyfi í Bandaríkjunum, með tilheyrandi verðfalli á hlutabréfaverði þess og væntingum í kringum það. 

Rétt eins og framtíð Alvotech byggir á markaðsleyfinu frá bandarísku stonfuninni þá skipti það Kerecis öllu máli að komast með sínar sáraumbúðir inn á Bandaríkjamarkað. Umbúðir félagsins eru seldar til sjúkrahúsa vítt og breitt um landið sem og til ríkisstofnana eins og Pentagon, fyrir bandaríska herinn.  Megnið af sölunni á vörum Kerecis fer fram í Bandaríkjunum og í Zurich: „Meginhluti söluaðgerða félagsins eru framkvæmdar í gegnum bandaríska og svissneska dótturfélagið. Bandaríska dótturfélagið er staðsett í Washington D.C. og svissneska dótturfélagið í Zurich. Rannsókna og þróunarstarfsemi félagsins er að mestu leyti starfrækt í Reykjavík, Íslandi. Framleiðsla fer fram í starfstöð félagsins á Ísafirði, Íslandi.

Í ársreikningi Kerecis fyrir árið 2022 segir að félagið hafi fengið tvær nýjar lækningavörur samþykktar í fyrra - þetta er það sem Alvotech er að reyna að fá í gegn með Humira sem skiptir félagið svo miklu máli. Þá vinnur fyrirtækið að því að fá frekari lækningavörur samþykktar hjá FDA á þessu ári: „Vöruþróunarstarfsemi á árinu 2022 leiddi til tveggja nýrra FDA samþykkta. Eitt fyrir útvortis sáralyf og eitt fyrir notkun vöru í munni við skurðaðgerðir. Umtalsverðar prófanir á dýrum voru gerðar árið 2022 í tengslum við næstu kynslóðir efna fyrirtækisins sem styður fyrirhugaða innsendingu FDA árið 2023.

Samkvæmt þessu, og svörum Guðmundar Fertrams, byggja leyfisveitingar FDA til Kerecis á því að framleiðslan á vörunni fari fram á Ísafirði og að þar af leiðandi verði hún áfram þar. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár