Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Er þetta terta?

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix. Að þessu sinni þætt­ina: Er þetta kaka?

Er þetta terta?

Getur verið að himnarnir hafi opnast og kraftaverk átt sér stað? Ef ekki, þá veit ég ekki hvernig það atvikaðist að einhver hjá Netflix samþykkti aðra seríu af hveitibruðlsþáttunum Is it cake?

En ég spyr engra spurninga og fagna bara ákaft úr bólstruðu hásæti mínu. Snúningssviðið snýst og ljósin blika, eftirvænting liggur í loftinu. Ótrúlegir kökugerðarmeistarar, sumir á barmi gjaldþrots sökum áhugamálsins, eru samankomnir til að baka, vinna pening og plata dómara. Þau hafa augljóslega varið sínum tíu þúsund stundum í raunsæiskökuskreytingar og geta látið kökur líta út fyrir að vera hvað sem er.

Stjórnandi þáttanna er hinn ógeðþekki Saturday Night Live-meðlimur og maðurinn á bak við sjöttu Home Alone-myndina, Mikey Day. Hans hlutverk í Er þetta terta? felst í því að ryðja út úr sér lélegum bröndurum og dúndra stórum hníf í hitt og þetta til að sanna hvort hlutur sé terta eða til dæmis fótskemill (raunverulegt dæmi). Þátturinn sameinar því tvö af mínum helstu áhugamálum: Kökur og ósjarmerandi fólk í fjölmiðlum.

Mér finnst fátt jafn áhugavert og að fylgjast með persónutöfrasnauðum aðilum reyna að vera skemmtilegir. Hvað einkennir þetta fólk? spyrð þú með eftirvæntingu og það er mér ljúf skylda að svara: Þau brosa breitt en brosið nær aldrei til augnanna. Raddirnar eru hvellar og gleðisnauðar. Allt bendir til þess að þau séu á rangri hillu í lífinu en áfram þramma þau samt.

Ég fæ ekki nóg af þessu. Peningarnir sem kökunördarnir geta unnið eru engar svimandi háar upphæðir. Þetta eru í mesta lagi 10.000 bandaríkjadalir á þátt, ef þau vinna, og ég get ekki ímyndað mér að neinn gæti reddað sér út úr bakarísgjaldþroti með þessu skotsilfri. Mér reiknast til að þetta dugi í mesta lagi fyrir einni fjölskylduferð til Tenerife. Í hverjum þætti mæta svo þrjár Netflix-þáttastjörnur og dæma. Ég skemmti mér alltaf konunglega þegar dómararnir átta sig á lögmáli þáttanna. Ef þau eru góð í sínu starfi, þ.e.a.s. að bera kennsl á hvað sé terta og hvað sé hlutur, þá tapa bakarameistararnir. Þeirra starf er því að valda vonbrigðum og það er örugglega erfitt fyrir stjörnur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár