Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Er þetta terta?

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix. Að þessu sinni þætt­ina: Er þetta kaka?

Er þetta terta?

Getur verið að himnarnir hafi opnast og kraftaverk átt sér stað? Ef ekki, þá veit ég ekki hvernig það atvikaðist að einhver hjá Netflix samþykkti aðra seríu af hveitibruðlsþáttunum Is it cake?

En ég spyr engra spurninga og fagna bara ákaft úr bólstruðu hásæti mínu. Snúningssviðið snýst og ljósin blika, eftirvænting liggur í loftinu. Ótrúlegir kökugerðarmeistarar, sumir á barmi gjaldþrots sökum áhugamálsins, eru samankomnir til að baka, vinna pening og plata dómara. Þau hafa augljóslega varið sínum tíu þúsund stundum í raunsæiskökuskreytingar og geta látið kökur líta út fyrir að vera hvað sem er.

Stjórnandi þáttanna er hinn ógeðþekki Saturday Night Live-meðlimur og maðurinn á bak við sjöttu Home Alone-myndina, Mikey Day. Hans hlutverk í Er þetta terta? felst í því að ryðja út úr sér lélegum bröndurum og dúndra stórum hníf í hitt og þetta til að sanna hvort hlutur sé terta eða til dæmis fótskemill (raunverulegt dæmi). Þátturinn sameinar því tvö af mínum helstu áhugamálum: Kökur og ósjarmerandi fólk í fjölmiðlum.

Mér finnst fátt jafn áhugavert og að fylgjast með persónutöfrasnauðum aðilum reyna að vera skemmtilegir. Hvað einkennir þetta fólk? spyrð þú með eftirvæntingu og það er mér ljúf skylda að svara: Þau brosa breitt en brosið nær aldrei til augnanna. Raddirnar eru hvellar og gleðisnauðar. Allt bendir til þess að þau séu á rangri hillu í lífinu en áfram þramma þau samt.

Ég fæ ekki nóg af þessu. Peningarnir sem kökunördarnir geta unnið eru engar svimandi háar upphæðir. Þetta eru í mesta lagi 10.000 bandaríkjadalir á þátt, ef þau vinna, og ég get ekki ímyndað mér að neinn gæti reddað sér út úr bakarísgjaldþroti með þessu skotsilfri. Mér reiknast til að þetta dugi í mesta lagi fyrir einni fjölskylduferð til Tenerife. Í hverjum þætti mæta svo þrjár Netflix-þáttastjörnur og dæma. Ég skemmti mér alltaf konunglega þegar dómararnir átta sig á lögmáli þáttanna. Ef þau eru góð í sínu starfi, þ.e.a.s. að bera kennsl á hvað sé terta og hvað sé hlutur, þá tapa bakarameistararnir. Þeirra starf er því að valda vonbrigðum og það er örugglega erfitt fyrir stjörnur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár