Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er þetta terta?

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix. Að þessu sinni þætt­ina: Er þetta kaka?

Er þetta terta?

Getur verið að himnarnir hafi opnast og kraftaverk átt sér stað? Ef ekki, þá veit ég ekki hvernig það atvikaðist að einhver hjá Netflix samþykkti aðra seríu af hveitibruðlsþáttunum Is it cake?

En ég spyr engra spurninga og fagna bara ákaft úr bólstruðu hásæti mínu. Snúningssviðið snýst og ljósin blika, eftirvænting liggur í loftinu. Ótrúlegir kökugerðarmeistarar, sumir á barmi gjaldþrots sökum áhugamálsins, eru samankomnir til að baka, vinna pening og plata dómara. Þau hafa augljóslega varið sínum tíu þúsund stundum í raunsæiskökuskreytingar og geta látið kökur líta út fyrir að vera hvað sem er.

Stjórnandi þáttanna er hinn ógeðþekki Saturday Night Live-meðlimur og maðurinn á bak við sjöttu Home Alone-myndina, Mikey Day. Hans hlutverk í Er þetta terta? felst í því að ryðja út úr sér lélegum bröndurum og dúndra stórum hníf í hitt og þetta til að sanna hvort hlutur sé terta eða til dæmis fótskemill (raunverulegt dæmi). Þátturinn sameinar því tvö af mínum helstu áhugamálum: Kökur og ósjarmerandi fólk í fjölmiðlum.

Mér finnst fátt jafn áhugavert og að fylgjast með persónutöfrasnauðum aðilum reyna að vera skemmtilegir. Hvað einkennir þetta fólk? spyrð þú með eftirvæntingu og það er mér ljúf skylda að svara: Þau brosa breitt en brosið nær aldrei til augnanna. Raddirnar eru hvellar og gleðisnauðar. Allt bendir til þess að þau séu á rangri hillu í lífinu en áfram þramma þau samt.

Ég fæ ekki nóg af þessu. Peningarnir sem kökunördarnir geta unnið eru engar svimandi háar upphæðir. Þetta eru í mesta lagi 10.000 bandaríkjadalir á þátt, ef þau vinna, og ég get ekki ímyndað mér að neinn gæti reddað sér út úr bakarísgjaldþroti með þessu skotsilfri. Mér reiknast til að þetta dugi í mesta lagi fyrir einni fjölskylduferð til Tenerife. Í hverjum þætti mæta svo þrjár Netflix-þáttastjörnur og dæma. Ég skemmti mér alltaf konunglega þegar dómararnir átta sig á lögmáli þáttanna. Ef þau eru góð í sínu starfi, þ.e.a.s. að bera kennsl á hvað sé terta og hvað sé hlutur, þá tapa bakarameistararnir. Þeirra starf er því að valda vonbrigðum og það er örugglega erfitt fyrir stjörnur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár