Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tálsýn að fólk hafi stjórn á leiknum

Óljós­ar hug­mynd­ir um ábyrga spil­un, tál­sýn um að fólk hafi stjórn á leikn­um og vill­andi hug­taka­notk­un þeg­ar kem­ur að því sem sem spil­ar á fíkn veiks fólks er með­al þess sem kem­ur fram í um­sögn­um um breyt­ing­ar á reglu­gerð um spila­kassa Ís­lands­spila.

Tálsýn að fólk hafi stjórn á leiknum
Veikir fíklar Samkvæmt sænskri rannsókn komu 70% af tekjum spilakassa frá spilafíklum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Óljósar hugmyndir um ábyrga spilun, tálsýn um að fólk hafi stjórn á leiknum og villandi hugtakanotkun þegar kemur að því sem sem spilar á fíkn veikra manneskjaer meðal þess sem kemur fram í umsögnum um breytingar á reglugerð um spilakassa Íslandsspila.

Landssamtökin Þroskahjálp vilja láta loka spilakössum og segja að rannsóknir sýni að fólk með þroskahömlum og skyldar fatlanir, eða með einhverfu, sé berskjaldað fyrir spilafíkn.

Þetta kemur fram í umsögn Þroskahjálpar við drög að reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra um spilakassa Íslandsspila sem er í samráðsgátt stjórnvalda. Þroskahjálp vinnur að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og fötluð börn.

Umsagnarferli um drögin er lokið en þau sem sendu inn umsögn voru Þroskahjálp, Samtök áhugafólks um spilafíkn, SÁÁ, borgarstjórnarflokkur Sósíalista og Íslandsspil. Drögin voru sett í samráðsgáttina þann 16. júní síðastliðinn.

70% af veltunni í Svíþjóð frá spilafíklum

Í umsögn sinni vísar Þroskahjálp í umsögn embættis landlæknis frá því í fyrra við frumvarp um bann við spilakössum sem tveir þingmenn Flokks fólksins lögðu fram en sofnaði í nefnd eftir fyrstu umræðu á þingi. Embætti landlæknis sagðist þar styðja bann við spilakössum og vísaði í erlendar rannsóknir sem sýna að þátttaka í spilakössum sé sú tegund fjárhættuspila sem tengist helst spilafikn.

„Ástæðan fyrir því er að hver leikur tekur mjög stuttan tíma frá því að stutt
er á hnappinn og niðurstaðan er fengin. Tíðni endurgjafar í formi vinnings, sem oftast er smávinningur, er mikil og fólk upplifir að það hafi stjórn á leiknum sem er tálsýn þar sem niðurstaðan er ávallt tilviljunum háð. Í sumum spilakössum er möguleiki að geta notað stopp-takka sem ýtir undir þessa ályktunarvillu spilarans um að hann hafi stjórn á leiknum því niðurstaða leiksins var í raun ákveðin. Vegna þessara eiginleika spilakassa tengist notkun þeirra sterkt spilafíkn t.d. voru um 90% af þeim sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi fólk sem spilaði í spilakössum. Spilakassar voru bannaðir í Noregi 1. júlí 2007. Samkvæmt sænskri rannsókn kemur um 70% af veltunni frá spilakössum frá fólki með spilavanda,“ segir í umsögninni sem Þroskahjálp vísa til.

Rafræn skilríki hið minnsta

Eins og Heimildin hefur fjallað um þá taka Íslandsspil undir flest það sem kemur fram í drögunum en finnst þau þó ekki ganga nógu langt í að jafna aðstöðumun Íslandsspila og Happadrættis Háskóla Íslands á spilakassamarkaði, og segja að ef ekki verði úr bætt verði það til þess að ríkið þurfi að endurhugsa fjármögnun Rauða krossins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, eigendur Íslandsspila, því tekjurnar af spilakössunum hafi dregist svo mikið saman, á sama tíma og hagnaður HHÍ eykst.  Yfirlýst markmið dómsmálaráðuneytisins með breytingunum er að jafna aðstöðumun þeirra á milli en þessir tveir aðilar eru þeir einu sem reka spilakassa á Íslandi.

Samkvæmt drögunum kemur nýtt inn í reglugerðina: „Stjórn Íslandsspila ákveður hvar söfnunarkössum verður komið fyrir.“ Þetta truflar flesta umsagnaraðila og telja þeir að þetta muni auka aðgengi að kössunum, jafnvel nálægt sambýlum fólks með þroskahamlanir og stöðum sem börn og ungmenni sækja mikið. Þá telur borgarstjórnarflokkur Sósíalista réttast að sveitarfélögin hafi um það að segja hvar spilakassar séu staðsettir innan þeirra marka.

Í skriflegu svari frá stjórnarformanni Íslandsspila segir hins vegar: „Samkvæmt núgildandi reglugerð Íslandsspila er tilgreint hvar söfnunarkassar megi vera staðsettir en gera má ráð fyrir að þarna sé verið að horfa til þess að jafna stöðu aðila með hliðsjón af reglugerð HHÍ sem tilgreinir engar staðsetningar. Þessi breyting myndi ekki hafa nokkur áhrif á staðsetningu kassanna.“

Þá telja Þá telur Þroskahjálp að „ákvæði í reglugerðardrögunum og reglugerðinni varðandi ábyrga spilahegðun og heilsu almennings og eftirlit séu mjög óljós og afar ólíkleg til að hafa veruleg áhrif í framkvæmd“.

Þetta tekur borgarstjórnarflokkur Sósíalista undir, sem og SÁÁ sem segir þörf á nánari útlistunum og spyr: „Hverjar eru skyldur rekstraraðila þegar kemur að ábyrgri spilun og hvernig kemur því til með að vera framfylgt? Að lágmarki ætti að setja rafræn skilríki sem skilyrði fyrir spilun, til þess að koma í veg fyrir að ólögráða einstaklingar og börn geti spilað í spilakössum.“

Þarf er mati SÁÁ mikilvægt, í nafni ábyrgrar spilahegðunar, að einstaklingar geti sett hámörk á upphæðir sem þeir spila fyrir, á sólarhring, á viku og á mánuði. Þetta er í anda þeirra miðlægu spilakorta sem ýmsir hafa talað fyrir og eru að norrænni fyrirmynd. Íslandsspil hafa til að mynda lýst því yfir að þau styðji upptöku slíkra korta.

Samtök áhugafólks um spilafíkn segja í sinni umsögn: „Fyrir hefur legið álit og niðurstaða starfshóps á vegum Háskóla Íslands, faglegs hóps sem skilaði áliti byggðu á rannsóknum og fræðilegum álitum. Niðurstaða þess hóps var afgerandi og var þar lagt til að spilakort yrðu tekin upp tafarlaust.“

Ekki siðferðislega réttlætanlegt

Borgarstjórnarflokkur Sósíalista gera athugasemd við að í reglugerðinni sé talað um „söfnunarkassa“ þegar átt er við það sem í daglegu tali kallast spilakassar. Hvergi í lögum eða reglugerðum um spilakassar eru þeir nefndir sem slíkir. „Hér er um að ræða spilakassa sem spila á fíkn veikra manneskja og hafa þannig áhrif á heilu fjölskyldurnar til hins verra og því vart hægt að tala um spilakassana sem einfalda söfnunarkassa í jákvæðri merkingu. Orð eru sterk og lýsa ákveðnum veruleika,“ segir í umsögn borgarstjórnarflokksins.

Þá bendir borgarstjórnarflokkurinn á að í greinargerð með drögunum segir að Rauði krossinn og Landsbjörg reiði sig á tekjur úr spilakössum til að fjármagna starfsemi sína sem felst í hjálpar- og mannúðarstarfi.

„Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins benda á að erfitt sé að réttlæta siðferðislega að hjálpar- og mannúðarstarf í þágu neyðar ákveðins hóps innan samfélagsins sé fjármagnað með að nýta sér neyð annars samfélagshóps,“ segja þeir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
3
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár