Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tálsýn að fólk hafi stjórn á leiknum

Óljós­ar hug­mynd­ir um ábyrga spil­un, tál­sýn um að fólk hafi stjórn á leikn­um og vill­andi hug­taka­notk­un þeg­ar kem­ur að því sem sem spil­ar á fíkn veiks fólks er með­al þess sem kem­ur fram í um­sögn­um um breyt­ing­ar á reglu­gerð um spila­kassa Ís­lands­spila.

Tálsýn að fólk hafi stjórn á leiknum
Veikir fíklar Samkvæmt sænskri rannsókn komu 70% af tekjum spilakassa frá spilafíklum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Óljósar hugmyndir um ábyrga spilun, tálsýn um að fólk hafi stjórn á leiknum og villandi hugtakanotkun þegar kemur að því sem sem spilar á fíkn veikra manneskjaer meðal þess sem kemur fram í umsögnum um breytingar á reglugerð um spilakassa Íslandsspila.

Landssamtökin Þroskahjálp vilja láta loka spilakössum og segja að rannsóknir sýni að fólk með þroskahömlum og skyldar fatlanir, eða með einhverfu, sé berskjaldað fyrir spilafíkn.

Þetta kemur fram í umsögn Þroskahjálpar við drög að reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra um spilakassa Íslandsspila sem er í samráðsgátt stjórnvalda. Þroskahjálp vinnur að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og fötluð börn.

Umsagnarferli um drögin er lokið en þau sem sendu inn umsögn voru Þroskahjálp, Samtök áhugafólks um spilafíkn, SÁÁ, borgarstjórnarflokkur Sósíalista og Íslandsspil. Drögin voru sett í samráðsgáttina þann 16. júní síðastliðinn.

70% af veltunni í Svíþjóð frá spilafíklum

Í umsögn sinni vísar Þroskahjálp í umsögn embættis landlæknis frá því í fyrra við frumvarp um bann við spilakössum sem tveir þingmenn Flokks fólksins lögðu fram en sofnaði í nefnd eftir fyrstu umræðu á þingi. Embætti landlæknis sagðist þar styðja bann við spilakössum og vísaði í erlendar rannsóknir sem sýna að þátttaka í spilakössum sé sú tegund fjárhættuspila sem tengist helst spilafikn.

„Ástæðan fyrir því er að hver leikur tekur mjög stuttan tíma frá því að stutt
er á hnappinn og niðurstaðan er fengin. Tíðni endurgjafar í formi vinnings, sem oftast er smávinningur, er mikil og fólk upplifir að það hafi stjórn á leiknum sem er tálsýn þar sem niðurstaðan er ávallt tilviljunum háð. Í sumum spilakössum er möguleiki að geta notað stopp-takka sem ýtir undir þessa ályktunarvillu spilarans um að hann hafi stjórn á leiknum því niðurstaða leiksins var í raun ákveðin. Vegna þessara eiginleika spilakassa tengist notkun þeirra sterkt spilafíkn t.d. voru um 90% af þeim sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi fólk sem spilaði í spilakössum. Spilakassar voru bannaðir í Noregi 1. júlí 2007. Samkvæmt sænskri rannsókn kemur um 70% af veltunni frá spilakössum frá fólki með spilavanda,“ segir í umsögninni sem Þroskahjálp vísa til.

Rafræn skilríki hið minnsta

Eins og Heimildin hefur fjallað um þá taka Íslandsspil undir flest það sem kemur fram í drögunum en finnst þau þó ekki ganga nógu langt í að jafna aðstöðumun Íslandsspila og Happadrættis Háskóla Íslands á spilakassamarkaði, og segja að ef ekki verði úr bætt verði það til þess að ríkið þurfi að endurhugsa fjármögnun Rauða krossins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, eigendur Íslandsspila, því tekjurnar af spilakössunum hafi dregist svo mikið saman, á sama tíma og hagnaður HHÍ eykst.  Yfirlýst markmið dómsmálaráðuneytisins með breytingunum er að jafna aðstöðumun þeirra á milli en þessir tveir aðilar eru þeir einu sem reka spilakassa á Íslandi.

Samkvæmt drögunum kemur nýtt inn í reglugerðina: „Stjórn Íslandsspila ákveður hvar söfnunarkössum verður komið fyrir.“ Þetta truflar flesta umsagnaraðila og telja þeir að þetta muni auka aðgengi að kössunum, jafnvel nálægt sambýlum fólks með þroskahamlanir og stöðum sem börn og ungmenni sækja mikið. Þá telur borgarstjórnarflokkur Sósíalista réttast að sveitarfélögin hafi um það að segja hvar spilakassar séu staðsettir innan þeirra marka.

Í skriflegu svari frá stjórnarformanni Íslandsspila segir hins vegar: „Samkvæmt núgildandi reglugerð Íslandsspila er tilgreint hvar söfnunarkassar megi vera staðsettir en gera má ráð fyrir að þarna sé verið að horfa til þess að jafna stöðu aðila með hliðsjón af reglugerð HHÍ sem tilgreinir engar staðsetningar. Þessi breyting myndi ekki hafa nokkur áhrif á staðsetningu kassanna.“

Þá telja Þá telur Þroskahjálp að „ákvæði í reglugerðardrögunum og reglugerðinni varðandi ábyrga spilahegðun og heilsu almennings og eftirlit séu mjög óljós og afar ólíkleg til að hafa veruleg áhrif í framkvæmd“.

Þetta tekur borgarstjórnarflokkur Sósíalista undir, sem og SÁÁ sem segir þörf á nánari útlistunum og spyr: „Hverjar eru skyldur rekstraraðila þegar kemur að ábyrgri spilun og hvernig kemur því til með að vera framfylgt? Að lágmarki ætti að setja rafræn skilríki sem skilyrði fyrir spilun, til þess að koma í veg fyrir að ólögráða einstaklingar og börn geti spilað í spilakössum.“

Þarf er mati SÁÁ mikilvægt, í nafni ábyrgrar spilahegðunar, að einstaklingar geti sett hámörk á upphæðir sem þeir spila fyrir, á sólarhring, á viku og á mánuði. Þetta er í anda þeirra miðlægu spilakorta sem ýmsir hafa talað fyrir og eru að norrænni fyrirmynd. Íslandsspil hafa til að mynda lýst því yfir að þau styðji upptöku slíkra korta.

Samtök áhugafólks um spilafíkn segja í sinni umsögn: „Fyrir hefur legið álit og niðurstaða starfshóps á vegum Háskóla Íslands, faglegs hóps sem skilaði áliti byggðu á rannsóknum og fræðilegum álitum. Niðurstaða þess hóps var afgerandi og var þar lagt til að spilakort yrðu tekin upp tafarlaust.“

Ekki siðferðislega réttlætanlegt

Borgarstjórnarflokkur Sósíalista gera athugasemd við að í reglugerðinni sé talað um „söfnunarkassa“ þegar átt er við það sem í daglegu tali kallast spilakassar. Hvergi í lögum eða reglugerðum um spilakassar eru þeir nefndir sem slíkir. „Hér er um að ræða spilakassa sem spila á fíkn veikra manneskja og hafa þannig áhrif á heilu fjölskyldurnar til hins verra og því vart hægt að tala um spilakassana sem einfalda söfnunarkassa í jákvæðri merkingu. Orð eru sterk og lýsa ákveðnum veruleika,“ segir í umsögn borgarstjórnarflokksins.

Þá bendir borgarstjórnarflokkurinn á að í greinargerð með drögunum segir að Rauði krossinn og Landsbjörg reiði sig á tekjur úr spilakössum til að fjármagna starfsemi sína sem felst í hjálpar- og mannúðarstarfi.

„Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins benda á að erfitt sé að réttlæta siðferðislega að hjálpar- og mannúðarstarf í þágu neyðar ákveðins hóps innan samfélagsins sé fjármagnað með að nýta sér neyð annars samfélagshóps,“ segja þeir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár