Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nefndarmenn fengu skýrsluna í pósti: „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu“

Birg­ir Ár­manns­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­seti Al­þing­is, tel­ur lík­legt að Pírat­ar hafi brot­ið trún­að með því að birta skýrsl­una um Lind­ar­hvol op­in­ber­lega.

Nefndarmenn fengu skýrsluna í pósti: „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu“
Forseti „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fengu útprentað afrit af skýrslu Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol í pósthólf sín í morgun. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki þýtt að trúnaði yfir skýrslunni hafi verið aflétt.

Píratar birtu skýrsluna á vefsíðu sinni fyrr í dag en mikil leynd hefur hvílt yfir henni síðan árið 2018. 

„Jafnvel þó Sigurður hafi sent eintak á nefndarmenn hvern fyrir sig þá sýnist mér í fljótu bragði ekki að greinargerðin verði lögum samkvæmt opinber eða birting þess heimiluð,“ segir Birgir í samtali við Heimildina. „Ég lít þannig á að það hafi enn þá verið trúnaður á þessu.“ 

Almenningur leit skýrsluna fyrst augum í dag en nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa haft aðgang að henni í sérstöku trúnaðarherbergi á þessu kjörtímabili og því síðasta. 

Fara yfir málið í þinginu

Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir því í mars síðastliðnum að fjármála- og efnahagsráðuneytið skýrði fullyrðingar sínar um að ólöglegt væri að gera skýrsluna, sem líka hefur verið kölluð vinnuskjal, opinbera. 

„Sé það afstaða ráðuneytisins að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda sé almennt óheimil, og þá án þess að mat fari fram á atvikum vegna hvers og eins skjals, er óskað skýringa á þeim lagasjónarmiðum sem þar búi að baki,“ sagði í fyrirspurn umboðsmannsins. 

Birgir segir ágreininginn hafa snúist um það hvort og þá hvernig fara skyldi að birtingu skýrslunnar. Í framhaldinu verður farið yfir það í þinginu hvort opinber birting skýrslunnar stangist á við meðferð trúnaðarupplýsinga.

„Í fljótu bragði sýnist mér að svo sé en ég hef ekki haft tækifæri til þess að skoða það í kjölinn.“

Hverjar geta afleiðingar trúnaðarbrots verið? 

„Það er ekki um að ræða nein viðurlög við slíku.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VH
    Viðar Hjartarson skrifaði
    Ekkert má nú, allt skemmir skúrkurinn Þórhildur Sunna!
    1
  • Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
    Sagt er : þjóð veit þá þrír vita.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Birgir, traust á þjóðþing okkar skapast ekki með leynimakki. Trúnaðarskjal síðan 2018 - er þá ekki kominn tími að allir fá að sjá þessar upplýsingar?
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Einkennileg viðbrögð Birgis. Í öðru orðinu er þetta trúnaðarmál og í hinu er þarna ekkert nýtt; hefur meira og minna allt komið fram áður segir hann.
    2
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Birgir telur greinilega að það sé trúnaðarbrot að stunda ekki yfirhilmingu því ljóst er við fljótlegan lestur er að þetta á heima á borði saksóknara með alvörurannsóknaraðilum en ekki innmúruðum möppudýrum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár