Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við þurfum að ganga lengra“

For­seti Hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna er von­góð um að ný­skip­að­ur starfs­hóp­ur um kynja­jafn­rétti inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar muni skila ár­angri. Ís­lensk­ur Topp­fót­bolti á full­trúa í hópn­um, sam­tök sem voru harð­lega gagn­rýnd í upp­hafi Ís­lands­móts­ins fyr­ir kynja­halla í aug­lýs­inga­efni fyr­ir Bestu deild­ina.

„Við þurfum að ganga lengra“
Kynjajafnrétti í knattspyrnu Starfshópur um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar er nú að störfum. Markmið hópsins er að skoða stöðu kynjajafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar og leggja fram tillögur að markvissum aðgerðum til að auka kynjajafnrétti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrsti fundur starfshóps um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar fór fram 14. júní síðastliðinn. Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna hafði óskað eftir að slíkur starfshópur yrði stofnaður. Hópurinn var skipaður af KSÍ, í virku samtali við forsætisráðuneytið, sem tilnefnir fulltrúa í hópinn. 

Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, segir vinnu hópsins fara hægt af stað en á fyrsta fundi voru línurnar lagðar. „Umræðan fór út í það hvernig starfshópurinn mun skila árangri, þannig að þetta verði ekki enn einn starfshópurinn sem skilar ekki árangri,“ segir hún í samtali við Heimildina.  

Auk Önnu skipa eftirtaldir fulltrúar hópinn: 

  • Tinna Hrund Hlynsdóttir, formaður

  • Halldór Breiðfjörð Jóhannsson

  • Haukur Hinriksson

  • Klara Bjartmarz

  • Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

  • Fulltrúi frá forsætisráðuneytinu

  • Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta 

„Ég bind alveg vonir við þetta. Það sem er kannski öðruvísi við þennan starfshóp er að við fáum ráðuneytið inn og Samband íslenskra sveitarfélaga. Við erum að fá tengingu meira við hið opinbera sem ég held að sé mjög mikilvægt því starfshópar innan KSÍ eru oft bara innan hreyfingarinnar og þetta er aðeins stærra en það. Ég er vongóð um að þetta muni skila árangri en til að vera alveg heiðarleg þá þarf að passa það.“

ForsetiAnna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, bindur vonir við að starfshópurinn nái endanlegum, viðvarandi árangri.

Glöggt er gests augað 

Anna lítur á veru sína í starfshópnum fyrst og fremst til að gæta hagsmuna knattspyrnukvenna. „Við þurfum að ganga lengra.“ Að hennar mati á starfshópurinn að setja saman stífa aðgerðaáætlun sem mun skila raunverulegum árangri. „Aðgerðaáætlun í þrepum en ekki greiningu á jafnréttinu,“ segir Anna.

Í vinnu sinni mun starfshópurinn hafa til hliðsjónar skýrslu starfshóps KSÍ, Heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna, og eftirfylgni þeirra aðgerða sem ekki hafa komið til framkvæmda. Það liggur fyrir hvað þarf að gera, næsta skref er að framkvæma, segir Anna. 

Sjálf vill Anna gjarnan fá gesti á næstu fundi starfshópsins sem eru sérfræðingar í jafnréttismálum en eru óháðir knattspyrnuhreyfingunni. „Glöggt er gests augað,“ segir Anna.  

Breytingar sem þurfa að koma fram eru breytingar á menningu og viðhorfi innan knattspyrnuhreyfingarinnar að mati Önnu. „Fólk þarf að horfast í augu við sín eigin viðhorf sem getur verið erfitt.“ 

Þá þarf að skerpa á því hver ber í raun og veru ábyrgð á jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar. „Það eru allir að reyna en það vantar skýrari sýn á það hvernig þetta er gert, það er frekar vísað á aðra,“ segir Anna. Hún vonar að það breytist með þátttöku Sambands íslenskra sveitarfélaga í starfshópnum sem muni í kjölfarið taka virkari þátt í mótun jafnréttisstefnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Sem dæmi nefnir hún að gera megi frekari kröfur til styrkþega sveitarfélaganna þegar kemur að kynjajafnrétti. „Erum við bara blindandi að gefa styrki án þess að gerðar séu kröfur?“

Íslenskur Toppfótbolti tekur þátt í vinnunni

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, hagsmunasamtaka knattspyrnufélaga í efstu deildum, á sæti í starfshópnum. Samtökin voru harðlega gagnrýnd fyrir ójafnrétti og kynjahalla í aðdraganda Íslandsmótsins í sumar. Gagnrýnin sneri ekki síst að auglýsingu fyrir Bestu deild kvenna og karla. Auglýsingin er 1 mínúta og 49 sekúndur að lengd en konur sjást aðeins í 20 sekúndur. Hún endurspeglar þann veruleika sem íslenskar fótboltakonur mæta trekk í trekk þar sem karlarnir eru í aðalhlutverki en þær í aukahlutverki. Heimildin ræddi við fótboltakonur í Bestu deildinni í kjölfarið og sögðu þær umgjörðina í kringum kvenna­fót­bolta of veika og kynja­hlut­fall­ið í nýrri aug­lýs­ingu Bestu deild­ar lé­legt. 

Anna segir að umræðan í upphafi Íslandsmótsins hafi haft sýnileg áhrif, kannski ekki mikil, en einhver. „Það sem hefur kannski helst breyst er að það eru fleiri að tjá sig opinberlega og við erum að fá fleiri ábendingar. Það setur pressu á alla að standa sig.“

Kerfisbreytingin sem þarf að verða hefur hins vegar ekki enn átt sér stað. 

„Ekki á þessu sumri en við munum nota veturinn til að reyna að koma í veg fyrir að sömu mistök verði gerð aftur. Baráttan er ekki búin. En það eru fleiri meðvitaðir og fleiri sem þora að segja eitthvað,“ segir Anna.  

Næsti fundur starfshópsins er áætlaður í ágúst en ekki liggur fyrir hvenær hann mun skila niðurstöðu. Anna hefur trú á framhaldinu. „En ég veit að það er margt sem þarf að gera svo við náum endanlegum, viðvarandi árangri.“ 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár