Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við þurfum að ganga lengra“

For­seti Hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna er von­góð um að ný­skip­að­ur starfs­hóp­ur um kynja­jafn­rétti inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar muni skila ár­angri. Ís­lensk­ur Topp­fót­bolti á full­trúa í hópn­um, sam­tök sem voru harð­lega gagn­rýnd í upp­hafi Ís­lands­móts­ins fyr­ir kynja­halla í aug­lýs­inga­efni fyr­ir Bestu deild­ina.

„Við þurfum að ganga lengra“
Kynjajafnrétti í knattspyrnu Starfshópur um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar er nú að störfum. Markmið hópsins er að skoða stöðu kynjajafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar og leggja fram tillögur að markvissum aðgerðum til að auka kynjajafnrétti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrsti fundur starfshóps um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar fór fram 14. júní síðastliðinn. Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna hafði óskað eftir að slíkur starfshópur yrði stofnaður. Hópurinn var skipaður af KSÍ, í virku samtali við forsætisráðuneytið, sem tilnefnir fulltrúa í hópinn. 

Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, segir vinnu hópsins fara hægt af stað en á fyrsta fundi voru línurnar lagðar. „Umræðan fór út í það hvernig starfshópurinn mun skila árangri, þannig að þetta verði ekki enn einn starfshópurinn sem skilar ekki árangri,“ segir hún í samtali við Heimildina.  

Auk Önnu skipa eftirtaldir fulltrúar hópinn: 

  • Tinna Hrund Hlynsdóttir, formaður

  • Halldór Breiðfjörð Jóhannsson

  • Haukur Hinriksson

  • Klara Bjartmarz

  • Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

  • Fulltrúi frá forsætisráðuneytinu

  • Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta 

„Ég bind alveg vonir við þetta. Það sem er kannski öðruvísi við þennan starfshóp er að við fáum ráðuneytið inn og Samband íslenskra sveitarfélaga. Við erum að fá tengingu meira við hið opinbera sem ég held að sé mjög mikilvægt því starfshópar innan KSÍ eru oft bara innan hreyfingarinnar og þetta er aðeins stærra en það. Ég er vongóð um að þetta muni skila árangri en til að vera alveg heiðarleg þá þarf að passa það.“

ForsetiAnna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, bindur vonir við að starfshópurinn nái endanlegum, viðvarandi árangri.

Glöggt er gests augað 

Anna lítur á veru sína í starfshópnum fyrst og fremst til að gæta hagsmuna knattspyrnukvenna. „Við þurfum að ganga lengra.“ Að hennar mati á starfshópurinn að setja saman stífa aðgerðaáætlun sem mun skila raunverulegum árangri. „Aðgerðaáætlun í þrepum en ekki greiningu á jafnréttinu,“ segir Anna.

Í vinnu sinni mun starfshópurinn hafa til hliðsjónar skýrslu starfshóps KSÍ, Heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna, og eftirfylgni þeirra aðgerða sem ekki hafa komið til framkvæmda. Það liggur fyrir hvað þarf að gera, næsta skref er að framkvæma, segir Anna. 

Sjálf vill Anna gjarnan fá gesti á næstu fundi starfshópsins sem eru sérfræðingar í jafnréttismálum en eru óháðir knattspyrnuhreyfingunni. „Glöggt er gests augað,“ segir Anna.  

Breytingar sem þurfa að koma fram eru breytingar á menningu og viðhorfi innan knattspyrnuhreyfingarinnar að mati Önnu. „Fólk þarf að horfast í augu við sín eigin viðhorf sem getur verið erfitt.“ 

Þá þarf að skerpa á því hver ber í raun og veru ábyrgð á jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar. „Það eru allir að reyna en það vantar skýrari sýn á það hvernig þetta er gert, það er frekar vísað á aðra,“ segir Anna. Hún vonar að það breytist með þátttöku Sambands íslenskra sveitarfélaga í starfshópnum sem muni í kjölfarið taka virkari þátt í mótun jafnréttisstefnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Sem dæmi nefnir hún að gera megi frekari kröfur til styrkþega sveitarfélaganna þegar kemur að kynjajafnrétti. „Erum við bara blindandi að gefa styrki án þess að gerðar séu kröfur?“

Íslenskur Toppfótbolti tekur þátt í vinnunni

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, hagsmunasamtaka knattspyrnufélaga í efstu deildum, á sæti í starfshópnum. Samtökin voru harðlega gagnrýnd fyrir ójafnrétti og kynjahalla í aðdraganda Íslandsmótsins í sumar. Gagnrýnin sneri ekki síst að auglýsingu fyrir Bestu deild kvenna og karla. Auglýsingin er 1 mínúta og 49 sekúndur að lengd en konur sjást aðeins í 20 sekúndur. Hún endurspeglar þann veruleika sem íslenskar fótboltakonur mæta trekk í trekk þar sem karlarnir eru í aðalhlutverki en þær í aukahlutverki. Heimildin ræddi við fótboltakonur í Bestu deildinni í kjölfarið og sögðu þær umgjörðina í kringum kvenna­fót­bolta of veika og kynja­hlut­fall­ið í nýrri aug­lýs­ingu Bestu deild­ar lé­legt. 

Anna segir að umræðan í upphafi Íslandsmótsins hafi haft sýnileg áhrif, kannski ekki mikil, en einhver. „Það sem hefur kannski helst breyst er að það eru fleiri að tjá sig opinberlega og við erum að fá fleiri ábendingar. Það setur pressu á alla að standa sig.“

Kerfisbreytingin sem þarf að verða hefur hins vegar ekki enn átt sér stað. 

„Ekki á þessu sumri en við munum nota veturinn til að reyna að koma í veg fyrir að sömu mistök verði gerð aftur. Baráttan er ekki búin. En það eru fleiri meðvitaðir og fleiri sem þora að segja eitthvað,“ segir Anna.  

Næsti fundur starfshópsins er áætlaður í ágúst en ekki liggur fyrir hvenær hann mun skila niðurstöðu. Anna hefur trú á framhaldinu. „En ég veit að það er margt sem þarf að gera svo við náum endanlegum, viðvarandi árangri.“ 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár