Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Karlalið í Lengjudeildinni fengu eina milljón en kvennalið 260 þúsund krónur

Karla­lið í Lengju­deild­inni fá fjór­falt hærri rétt­inda­greiðsl­ur en kvenna­lið. Mun­ur­inn er enn meiri í Bestu deild­inni, átt­fald­ur. Ís­lensk­ur Topp­fót­bolti, sem ákveð­ur skipt­ingu greiðsln­anna, sér ekki til­efni til að end­ur­skoða skipt­ing­una nema að­ild­ar­fé­lög­in óski sér­stak­lega eft­ir því.

Karlalið í Lengjudeildinni fengu eina milljón en kvennalið 260 þúsund krónur
Meistarar meistaranna Stjarnan og Valur mættust í leik Meistara meistaranna á mánudagskvöld. Íslenskur Toppfótbolti hafði boðað leikmenn í auglýsingatökur á markaðsefni á sama tíma. Frá því var horfið eftir að fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna gagnrýndu Íslenskan Toppfótbolta harðlega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Karlalið í Lengjudeildinni, fyrstu deild í knattspyrnu, fengu eina milljón króna í réttindagreiðslur á síðasta keppnistímabili frá Íslenskum Toppfótbolta, hagsmunasamtökum íþróttafélaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu. Kvennalið í Lengjudeildinni fengu 260 þúsund krónur. 

Þetta kemur fram í svari Birgis Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Íslensks Toppfótbolta, við fyrirspurn Heimildarinnar. Kjarninn, annar fyrirrennari Heimildarinnar, greindi frá því í nóvember að réttindagreiðslur til karlaliða í Bestu deildinni, efstu deildar í knattspyrnu, námu 20 milljónum á síðasta keppnistímabili en kvennalið fengu 2,5 milljónir. Munurinn milli greiðslna til liða í Lengjudeildunni er því aðeins minni, fjórfaldur en ekki áttfaldur, en sömuleiðis er um lægri upphæðir að ræða. 

BlikakonurLeikmenn meistaraflokks Breiðabliks létu sig ekki vanta á leikinn. Á myndinni eru meðal annarra Telma Ívarsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Elín Helena Karlsdóttir, …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár