Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Karlalið í efstu deild í knattspyrnu fá 20 milljónir í réttindagreiðslur – Kvennalið fá 2,5 milljónir

Karla­lið í efstu deild í knatt­spyrnu fengu átta sinn­um hærri rétt­inda­greiðsl­ur en kvenna­lið frá Ís­lensk­um Topp­fót­bolta fyr­ir síð­asta keppn­is­tíma­bil. Fram­kvæmda­stjóri Ís­lensks Topp­fót­bolta seg­ir mark­aðs­leg­ar ástæð­ur fyr­ir þess­um mun en að það sé al­far­ið und­ir fé­lög­un­um sjálf­um kom­ið hvernig greiðsl­unni er skipt. KSÍ seg­ir skipt­ing­una á ábyrgð Ís­lensks Topp­fót­bolta en bend­ir einnig á að fé­lög­un­um sé frjálst að haga skipt­ing­unni að vild.

Karlalið í efstu deild í knattspyrnu fá 20 milljónir í réttindagreiðslur – Kvennalið fá 2,5 milljónir

Karla­lið í Bestu deil­dinni, efstu deild í knatt­spyrnu, fengu 20 millj­ónir króna hvert ­ frá Íslenskum Topp­fót­bolta vegna sölu sjónvarpsrétt­inda fyrir síð­asta keppn­is­tíma­bil. Kvenna­lið í sömu deild fengu 2,5 millj­ónir króna hvert. Þetta kemur fram í svari Íslensks Topp­fót­bolta við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Íslenskur Toppfótbolti eru hagsmunasamtök íþróttafélaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu. Alls eiga 29 félög, með mörg hundruð leikmenn, aðild að Íslenskum Toppfótbolta.

Meðal markmiða samtakanna er að skapa félögunum sem best rekstrarskilyrði og stuðla að vexti og framgangi íslenskrar knattspyrnu. „Forsenda þess er að metnaður verði lagður í að styrkja og bæta efstu deildir karla og kvenna í knattspyrnu,“ segir í samþykkt og sáttmála aðildarfélaga Íslensks Toppfótbolta. Ef litið er til greiðslna til karlaliða í efstu tveimur deildunum annars vegar og kvennaliða hins vegar virðist metnaðurinn fyrir framgangi karlaliða meiri en kvennaliða.

„Þetta eru einfaldlega þær upphæðir sem kaupendur voru tilbúnir að greiða fyrir réttindin í hverri deild fyrir sig,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans um skiptingu greiðslna milli karla- og kvennaliða.

Í svarinu segist Birgir ekki geta farið of ítarlega í sundurliðun á samningum sem Íslenskur Toppfótbolti gerir við íþróttafélög þar sem um sé að ræða trúnaðarupplýsingar. Það sé hins vegar undir íþróttafélögunum sjálfum komið, sem eru bæði með karla- og kvennalið í efstu deildunum tveimur, hvort og þá hvernig greiðslunum sé skipt frekar milli karla- og kvennaliða.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta.

Alls eru tólf lið í Bestu deild karla og tíu í Bestu deild kvenna. Sjö íþrótta­fé­lög eru með lið í báðum deild­um, fimm lið eru ein­göngu í Bestu deild karla og þrjú leika aðeins í Bestu deild kvenna. Sam­an­lagt er því um að ræða 15 íþrótta­fé­lög sem fengu greiðslur vegna sjón­varps­rétt­inda.

Miðað við upp­gefnar greiðslur fyrir síð­asta tíma­bil má ætla að sam­an­lagt hafi rétt­inda­greiðsl­urnar til þess­ara 15 félaga numið 265 millj­ónum króna. Af þeirri upp­hæð voru 240 millj­ónir króna eyrna­merktar liðum í Bestu deild karla en 25 millj­ónir liðum í Bestu deild kvenna.

Íþrótta­fé­lögin sjö sem eiga lið í bæði Bestu deild karla og kvenna hafa mögu­leika á að ráð­stafa greiðsl­unum öðru­vísi en skipt­ing Íslensks Topp­fót­bolta segir til um.

Tveir millj­arðar króna til næstu fimm ára

Tölu­verðar breyt­ingar voru gerðar á fyr­ir­komu­lagi í efstu deildum karla og kvenna fyrir síð­asta keppn­is­tíma­bil. Nafni efstu deildar karla og kvenna var breytt og heitir nú Besta deild­in, í stað þess að ein­kenna heiti þeirra með helsta styrkt­ar­að­ila deild­anna. Fyrsta deild karla og kvenna er enn kennd við styrkt­ar­að­ila, og kall­ast báðar Lengju­deild­in.

Greiðslur til lið­anna fel­ast í rétt­inda­greiðslum sem snúa að sjón­varps­rétti, gagna­rétti og streym­is­rétti sem til­heyra liðum í Bestu deildum karla og kvenna og Lengju­deildum karla og kvenna. Kjarn­inn hefur ekki upp­lýs­ingar um greiðslur til liða í Lengju­deild­inni og skipt­ingu þeirra milli karla- og kvenna­liða.

Heiðar Guðjónsson, þáverandi forstjóri Sýnar, og Orri Hlöðversson, formaður Íslensks Toppfótbolta, við undirritun samnings um umfjöllun í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu til næstu næstu fimm ára.

Öll rétt­indi voru aðskil­in. Þannig voru rétt­indi úr Bestu deild karla boðin út sér og rétt­indi úr Bestu deild kvenna boðin úr sér og sami háttur hafður á í Lengju­deild­un­um. Þetta er í fyrsta skipti sem greitt er sér­stak­lega fyrir útsend­ing­ar­rétt frá efstu deild kvenna. Nið­ur­staða útboðs­ins var sú að á fimm ára tíma­bili er heild­ar­verð­mæti rétt­ind­anna sam­an­lagt, hjá karla- og kvenna­liðum í Bestu deild­inni og Lengju­deild­inni, um tveir millj­arðar króna.

ÍTF og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn gerðu með sér samn­ing í nóv­em­ber 2021 um upp­tök­ur, útsend­ingar og almenna umfjöllun um efstu deildir karla og kvenna á Íslands­mót­inu í knatt­spyrnu til árs­ins 2026.

Heiðar Guð­jóns­son, þáver­andi for­stjóri Sýnar sagð­ist vera stoltur af sam­starf­inu og að Sýn ætl­aði að gera sitt besta til að svala þorsta áhuga­manna um íslenskar íþrótt­ir. „Þær eru lang­skemmti­leg­astar,“ var haft eftir honum í til­kynn­ingu við und­ir­ritun samn­ings­ins.

Mark­að­ur­inn ráði ein­fald­lega för

„Skipt­ing þess­ara fjár­muna á milli deilda byggir ein­fald­lega á sölu­verð­mæti rétt­inda í hverri deild, þ.e. hversu mikið kaup­endur greiða fyrir hver rétt­ind­i,“ segir Birgir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Sölu­verð­mæti hverra rétt­inda renna til félag­anna í við­kom­andi deild að frá­dregnum kostn­aði vegna mark­aðs­setn­ing­ar, fram­leiðslu á efni og fleira. Birgir segir að fyr­ir­komu­lag skipt­ingar á fjár­munum hafi ítrekað verið kynnt fyrir félög­unum sem í hlut eiga og þau hafi sam­þykkt þá skipt­ingu.

„Söluverðmæti þessara réttinda eru langmest í Bestu deild karla og þar ræður markaðurinn einfaldlega för.“
Íslenska kvennalandsliðið á EM kvenna í knattspyrnu á Englandi í sumar.

„Kaup­endur eru til­búnir til þess að greiða mun hærri upp­hæðir fyrir rétt­indi í þeirri deild heldur en í Bestu deild kvenna eða Lengju­deild­un­um,“ segir í svari Birg­is.

Það er því svarið við því hvers vegna þau lið sem eru í Bestu deild karla fá hæstu greiðsl­urnar ár hvert miðað við gild­andi rétt­inda­samn­ing og verður það staðan næstu fimm árin. Knatt­spyrnu­menn virð­ast vera meiri virði en knatt­spyrnu­kon­ur, að minnsta kosti út frá ráð­andi mark­aðs­legum sjón­ar­mið­um.

Félög­unum frjálst að haga skipt­ing­unni eins og þau vilja

Líkt og fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem rétt­indi í efstu deild kvenna voru sér­stak­lega boðin út. Í svari Íslensks Topp­fót­bolta við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að þeir fjár­munir renna óskiptir til félag­anna í þeirri deild en svo hefur ekki verið áður. „Það var því stórt skref stigið með þessum rétt­inda­sölum öllum en þó það stærsta hvað varðar rétt­inda­sölu í efstu deild kvenna,“ segir í svari Íslensks Topp­fót­bolta.

Fimmtán íþrótta­fé­lög eru með knatt­spyrnu­lið í efstu deildum karla og kvenna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Íslenskum Topp­fót­bolta er félög­unum frjálst að skipta greiðsl­unum á milli karla- og kvenna­liða eins og þeim sýn­ist. Óljóst er hvort íþrótta­fé­lög hafi gert það en Kjarn­inn veit til þess að greiðslu frá Íslenskum Topp­fót­bolta hafi verið dreift milli karla- og kvenna­liða íþrótta­fé­lags, sem á karla- og kvenna­lið í Bestu deild­inni, eins og greiðslan barst frá Íslenskum Topp­fót­bolta.

Af íþrótta­fé­lög­unum 29 sem fengu greiðslur frá Íslenskum Topp­fót­bolta áttu sjö þeirra karla- og kvenna­lið í Bestu deild­inni á síð­asta keppn­is­tíma­bili. Tvö íþrótta­fé­lög áttu karla­lið í Bestu deild­inni og kvenna­lið í Lengju­deild­inni og tvö íþrótta­fé­lög áttu kvenna­lið í Bestu deild­inni og karla­lið í Lengju­deild­inni. Fjögur lið áttu kvenna- og karla­lið í Lengju­deild­inni.

KSÍ hafði ekki vit­neskju um skipt­ingu greiðsln­anna

Íslenskur Topp­fót­bolti er ekki beinn aðili að KSÍ en félögin inn­an­borðs eru það. Í stjórn Íslensks Topp­fót­bolta sitja sex karlar og ein kona. Engin sér­stök stefna um jafn­rétt­is­mál er í gildi hjá Íslenskum Tipp­fót­bolta né er vikið að jafn­rétt­is­málum í sam­þykktum eða mark­miðum félags­ins.

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að sam­bandið sé með­vitað um það samn­ings­um­boð sem Íslenskur Topp­fót­bolti hefur fyrir hönd þeirra félaga sem eru innan hags­muna­sam­tak­anna.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

KSÍ hafi hins vegar ekki vit­neskju um skipt­ingu þeirra fjár­muna sem tryggðir eru með samn­ings­gerð Íslensks Topp­fót­bolta til aðild­ar­fé­lag­anna. KSÍ hefur ekki komið að þeirri ákvarð­ana­töku.

Þegar blaða­maður Kjarn­ans upp­lýsti Klöru um skipt­ing­una sagði hún KSÍ ekki hafa tekið neina sér­staka afstöðu í þessum efnum en benti á að Íslenskur Topp­fót­bolti ráði skipt­ing­unni til félag­anna og að félögin ráði skipt­ing­unni innan sinna raða.

Jafn­rétt­is­mál eru „hjart­ans mál“ hjá for­manni KSÍ

Vanda Sig­ur­geirs­dóttir er for­maður KSÍ og hefur hún alla tíð talað fyrir jafn­rétti í knatt­spyrnu og barist fyrir vægi kvennaknatt­spyrnu. Vanda tók við for­mennsku eftir að Guðni Bergs­son sagði af sér í ágúst í fyrra eftir að frá­­sagnir af kyn­­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­­manna í knatt­­spyrnu komu upp á yfir­­­borð­ið. Þjar­­mað var að KSÍ í kjöl­farið en sam­­bandið neit­aði ítrekað að slík mál hefðu „komið á þeirra borð“. Guðni sagði af sér auk stjórnar KSÍ og Vanda var kjör­inn for­­maður á auka­­þingi sam­­bands­ins í októ­ber fyrir rúmu ári síð­an.

Fyrsta ár Vöndu í emb­ætti for­manns hefur verið vanda­samt að ýmsu leyti. Gagn­rýni á jafn­rétt­is­mál hafa oftar en einu sinni komið upp, nú síð­ast þegar lands­liðs­konan Dagný Brynjars­dóttir vakti athygli á því að hún og Gló­dís Perla Vigg­ós­dóttir biðu enn eftir sér­merktri treyju eftir að hafa leikið sinn 100. lands­leik í apr­íl.

„Mark­mið okk­ar er jafn­rétti,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.

Aron Einar Gunn­ars­son fékk slíka treyju í vin­áttu­lands­leik við Sádi-­Ar­abíu í byrjun nóv­em­ber, líkt og Birkir Bjarna­son og Birkir Már Sæv­ars­son fengu þegar þeir léku sína hund­ruð­ustu leiki á síð­asta ári.

Vanda svar­aði í pistli á Face­book nokkrum dögum seinna þar sem hún sagð­ist taka umræð­una mjög nærri sér. „Í ára­tugi hef ég verið í jafn­­rétt­is­bar­áttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skila­­boð séu í knatt­­spyrn­unni að kon­ur skipti síður máli. Það sting­ur mig í hjart­að,“ segir Vanda meðal ann­ars í færslu sinni.

Hvað „treyju­mál­ið“ varðar segir hún að um frum­kvæð­is­fram­tak af hálfu starfs­manns A-lands­liðs karla hafi verið að ræða. Hún segir að það hafi verið klaufa­legt að hafa ekki sama hátt á í A-lands­liði kvenna. „Klaufa­­legt? Já, kannski. Skamm­­ar­­legt? Nei.“

Vanda var nýlega stödd í Doha í Katar þar sem heims­meist­ara­mót karla fer fram þessa dag­ana. Þar sagði hún í sam­tali við RÚV að gagn­rýni sem snýr að jafn­rétti stingi hana „því­líkt“. Vanda segir KSÍ vinna mjög mark­visst að jafn­rétt­is­mál­um, það hafi verið gert í mörg ár, löngu fyrir hennar tíð. „Þetta er mitt hjart­ans mál og það svíður verr, ég finn það, þegar það er gagn­rýnt,“ sagði Vanda í sam­tali við RÚV í Kat­ar.

„Mark­mið okkar er jafn­rétti“

Í færslu sinni þar sem Vanda útskýrir hvers vegna lands­liðs­konur hafa ekki fengið treyju fyrir 100 lands­leiki segir hún að KSÍ vinni mark­visst að jafn­rétt­is­málum í öllu sínu starfi og muni halda því áfram.

„Mark­mið okk­ar er jafn­­rétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri ár­angri en aug­­ljóst er að við þurf­um að vera dug­­legri að miðla því,“ segir Vanda.

Ástæður fyrir skipt­ingu greiðslna milli karla- og kvenna­liða virð­ast ekki ráð­ast af jafn­rétt­is­sjón­ar­mið­um. Fram­kvæmda­stjóri Íslensks Topp­fót­bolta segir mark­aðs­legar ástæður ráða för. KSÍ segir ákvarð­ana­töku um skipt­ingu greiðslna á borði Íslensks Topp­fót­bolta og að sam­bandið hafi ekki tekið neina sér­staka afstöðu í því.

KSÍ svar­aði ekki spurn­ingu Kjarn­ans um hvort skipt­ingin sé í sam­ræmi við jafn­rétt­is­stefnu sam­bands­ins, þar sem fjallað er um knatt­spyrnu­hreyf­ing­una í heild sinni og fjallað um þær leiðir sem KSÍ hyggst fara til að stuðla að jafn­rétti og þeim aðgerðum sem ráð­ast skal í til að ná settum mark­mið­um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár