Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Mamma, get ég ekki orðið fótboltaleikmaður? Verð ég að vera strákur?”

Leik­menn Bestu deild­ar kvenna segja um­gjörð­ina í kring­um kvenna­fót­bolta of veika og kynja­hlut­fall­ið í nýrri aug­lýs­ingu Bestu deild­ar lé­legt. Í Faxa­feni er íþrótta­vöru­búð þar sem knatt­spyrnu­kon­ur eru fyr­ir­mynd­irn­ar en þang­að sækja öll kyn. Fram­kvæmda­stjóri Fót­bolta.net seg­ist ráða til sín all­ar stelp­ur sem sækja um starf.

„Mamma, get ég ekki orðið fótboltaleikmaður? Verð ég að vera strákur?”
Knattspyrnukonur Hörð barátta milli knattspyrnukvenna Keflavíkur og Vals. Mynd: Mummi Lú

Íslenskar konur hafa spilað fótbolta í rúm 40 ár. Afrek þeirra yfir þann tíma eru ófá. Kvennalandsliðið hefur tekið þátt í fjórum Evrópumeistarakeppnum, íslenskar atvinnukonur berjast um stærstu titla Evrópu með sínum félagsliðum og í dag eru konur einn þriðji af öllum iðkendum á Íslandi. Samt eru þær enn ekki metnar að sömu verðleikum og karlar. 

Fótboltakonur Bestu deildar kvenna segjast enn finna fyrir ójafnrétti í samtali við Heimildina. Þær segja úrelt markaðslögmál notuð til að réttlæta þann mismun sem er til staðar og þakka stofnendum Heimavallarins og Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna fyrir baráttu sína í jafnréttismálum. 

Auglýsing Bestu deildarinnar vonbrigði

Í lok mars birtist ný auglýsing Bestu deildarinnar. Tilgangur auglýsingarinnar er að skapa eftirvæntingu meðal áhorfenda fyrir komandi tímabili, bæði í Bestu deild kvenna og karla. Greinilegt er að mikið var lagt upp úr myndatöku, hljóðvinnslu, klippingu, skemmtilegum bröndurum og góðri stemningu. Allt eins og það á að vera … …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár