Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún greiddi tæpar 25 milljónir króna eftir tilmæli frá Skattinum

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greiddi næst­um 25 millj­óna króna skatt­greiðslu í vor í kjöl­far þess að hafa feng­ið til­mæli um að mat Skatts­ins væri að greiða ætti tekju­skatt en ekki fjár­magn­s­tekju­skatt af þeim hagn­aði sem áskrift­ar­rétt­indi í Kviku banka skil­uðu. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir hagn­að sinn af þriggja millj­óna króna fjár­fest­ingu í kauprétt­um hafa num­ið um 101 millj­ón króna og að hún hafi nú greitt 46,25 pró­sent skatt af þeirri upp­hæð.

Kristrún greiddi tæpar 25 milljónir króna eftir tilmæli frá Skattinum
Formaður Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar síðasta haust og hefur flokkurinn tekið á sprett í skoðanakönnunum frá þeim tíma og mælist nú stærsta stjórnmálaafl landsins. Mynd: Baldur Kristjánsson

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar greiddi Skattinum tæpar 25 milljónir króna í vor. Það gerði hún í kjölfar þess að tilmæli bárust til allra sem starfað höfðu hjá Kviku banka og fjárfest í áskriftarréttindum eða kaupréttum, sem í boði voru fyrir starfsmenn bankans, þess efnis að það væri mat Skattsins að það ætti að greiða launaskatt af hagnaðinum, en ekki fjármagnstekjuskatt.

Í svari til Heimildarinnar segir Kristrún að hún hafi greitt fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum á sínum tíma, í samræmi við leiðbeiningar sem hún hafi fengið frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en Kristrún starfaði sem aðalhagfræðingur Kviku banka frá 2018 til 2021.

Gerir ekki athugasemdir við mat Skattsins

Kristrún segir að hagnaður sinn af áskriftarréttindum í bankanum hafi alls numið um 101 milljón króna og hún hafi áður greitt um 22 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt af þeirri upphæð.

Það hefur hins vegar verið til skoðunar um nokkurt skeið hjá skattayfirvöldum hvort rétt væri að greiða fjármagnstekjuskatt eða venjulegan tekjuskatt af þeim hagnaði sem starfsmenn Kviku, núverandi og fyrrverandi, hafa innleyst vegna áskriftarréttinda sinna.

Í vor segir Kristrún að tilmæli hafi borist um að mat Skattsins væri að það ætti að greiða launaskatt af hagnaðinum. „Ég geri ekki athugasemd við það mat. Ég bað um að fá að greiða mismuninn strax og hef þegar gert það,“ segir Kristrún við Heimildina.

„Þegar upp var staðið fékk ég um 101 milljón króna út úr þessari fjárfestingu og hef nú greitt 46,25% af því í skatt. Það bættust við tæpar 25 milljónir króna núna í vor sem ég greiddi vegna mismunar á fjármagnstekju- og launaskatti, eftir að þessi tilmæli bárust frá Skattinum. Þær komu til viðbótar við um 22 milljónir króna sem ég hafði áður greitt,“ segir Kristrún.

Viðskiptavefurinn Innherji á Vísi fjallaði um það fyrir rúmri viku að Skatturinn væri með skattlagningu á áskriftarréttindum Kviku til skoðunar og var þess getið í frétt miðilsins að niðurstaðan í málinu gæti snert tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað manns, og að leiðréttingin á skattgreiðslum þeirra gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Heimildin beindi spurningum til Kristrúnar varðandi það hvort þessi skoðun Skattsins snerti hana með einhverjum hætti og niðurstaðan er sem áður segir, að hún hefur greitt 25 milljónir króna til viðbótar í skatta eftir tilmæli Skattsins þar að lútandi.

Svaraði fáu um kaupréttina í aðdraganda kosninga

Áskriftarréttindi Kristrúnar í Kviku banka voru talsvert til umræðu í aðdraganda þingkosninganna árið 2021, er Kristrún hafði tekið efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Kristrún svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um fjárfestingu sína ekki efnislega fyrir kosningarnar, að öðru leyti en því að henni hefði eins og öðru starfsfólki bankans boðist sá kostur að fjárfesta í áskriftarréttindum í bankanum og að hún og eiginmaður hennar hafi nýtt sér sparnað sem þau áttu til þess. 

Hún gagnrýndi hins vegar fjölmiðla, Morgunblaðið og Viðskiptablaðið, fyrir samantekin ráð gegn sér og sakaði miðlana meðal annars um það, í færslum á Twitter, að reyna að grafa undan sér með því að „snúa út úr og afbaka staðreyndir“ um hennar persónulega fjárhag.

„Nú þegar lít­ur út fyr­ir að ég nái kjöri á Alþingi mun ég að sjálf­sögðu, eins og aðrir, fylgja öll­um regl­um varðandi hags­muna­skrán­ingu þing­manna og gefa upp viðeig­andi eign­ir. Þar er ekki miðað við að fólk opni sín per­sónu­legu fjár­mál upp á gátt mörg ár aft­ur í tím­ann eins og ég hef verið kraf­in um af sum­um fjöl­miðlum. Þar af leiðandi hyggst ég ekki tjá mig um mín per­sónu­legu fjár­mál eða viðskipti sem ég átti áður en ég hóf af­skipti af stjórn­mál­um,“ sagði Kristrún í skriflegu svari sem hún veitti Stundinni og fleiri fjölmiðlum nokkrum dögum fyrir kosningarnar í september.

Ræddi málið í október og talaði um lottóvinning

Kristrún náði kjöri á þing og greindi síðar frá því, í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu, að hún hefði keypt um 10 milljónir hluta í Kviku banka fyrir þrjár milljónir króna.

Á þingiKristrún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, eftir að hafa komið inn í stjórnmálin úr fjármálageiranum fyrir síðustu kosningar.

Í viðtalinu lýsti hún kaupum áskriftarréttindanna sem mikilli áhættufjárfestingu, sem reynst hefði fáránlega góð. „Þetta var lottóvinningur," sagði Kristrún í Silfrinu.

Gengisþróun hlutabréfa í Kviku hafði vissulega vegar verið afar hagfelld Kristrúnu og öðrum sem áttu áskriftarréttindi í bankanum, en á þeim tíma sem viðtalið var tekið, í október 2021, nam hagnaður hennar af fjárfestingunni, eftir skatta, um 30 milljónum króna að hennar sögn. 

Þá átti Kristrún enn eftir um að leysa út þriðjung af þeim bréfum sem hún hafði keypt áskriftarréttindi að og sagði hún að væntur hagnaður af þeim, miðað við gengi bréfa í Kviku banka á þeim tíma, gæti orðið um 45 milljónir króna eftir skatta.

Í maí í fyrra uppfærði Kristrún hagsmunaskráningu sína á Alþingi og kom þar fram að hún ætti ekki lengur neina fjárhagslega hagsmuni sem reglur um hagsmunaskráningu þingmanna taka til, sem þýðir að þá var hún búin að losa um alla hlutabréfaeign sína í Kviku banka.

Á þeim tímapunkti hefur hreinn hagnaður Kristrúnar af áskriftarréttindunum numið um 79 milljónum króna eftir skatta, en í kjölfar leiðréttra skattgreiðslna hennar nú í vor hefur sú upphæð farið niður í um 54 milljónir króna.

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Stjórnmálamenn sem sjá sóma sinn og bera virðingu fyrir samfélaginu eiga ekki að vera tengdir neinum fjármálaumsvifum. Það á að vera fyrir neðan þeirra virðingu. Afarslæm dæmi eru núverandi formenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem eru nátengdir ýmsis konar braski. Það er öllum til vansa sem vilja stjórna samfélagi að hafa einhver tengsl við gróðafíknina.
    4
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Hvað ef skatturinn meðhöndlaði og birti yfirlit yfir fjármagnstekjur á sama hátt og yfir launatekjur og skatt á séreignasparnað. Ef skattlagningin væri í samræmi við þetta hjá Kristrúnu, mundi hagur sveitarfélaga (útsvarið sem ekkert er af "fjármagnstekjum") og ríkis vænkast mjög.
    6
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Semsé. Kristrún greiðir sína skatta möglunarlaust og án undanskota. Ætli það sama eigi við um formenn allra hinna flokkanna?
    18
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Varla
      3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Það kallast „smjörklípa“ að reyna að fegra sjálftöku aðalhagfræðings Kvikubanka með því að ýja að því að „hinir“ borgi ekki sína skatta „möglunarlaust og án undanskota“.

      Mér er stórlega til efs að jafnaðarmönnum í hópi kjósenda Samfylkingar finnist sjálfsagt að þeir sem sýsla með aura geti lagt til 3 millur og uppskorið 79 - eða skitnar 54 fyrst Skatturinn er með e-ð vesen.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár