Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún greiddi tæpar 25 milljónir króna eftir tilmæli frá Skattinum

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greiddi næst­um 25 millj­óna króna skatt­greiðslu í vor í kjöl­far þess að hafa feng­ið til­mæli um að mat Skatts­ins væri að greiða ætti tekju­skatt en ekki fjár­magn­s­tekju­skatt af þeim hagn­aði sem áskrift­ar­rétt­indi í Kviku banka skil­uðu. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir hagn­að sinn af þriggja millj­óna króna fjár­fest­ingu í kauprétt­um hafa num­ið um 101 millj­ón króna og að hún hafi nú greitt 46,25 pró­sent skatt af þeirri upp­hæð.

Kristrún greiddi tæpar 25 milljónir króna eftir tilmæli frá Skattinum
Formaður Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar síðasta haust og hefur flokkurinn tekið á sprett í skoðanakönnunum frá þeim tíma og mælist nú stærsta stjórnmálaafl landsins. Mynd: Baldur Kristjánsson

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar greiddi Skattinum tæpar 25 milljónir króna í vor. Það gerði hún í kjölfar þess að tilmæli bárust til allra sem starfað höfðu hjá Kviku banka og fjárfest í áskriftarréttindum eða kaupréttum, sem í boði voru fyrir starfsmenn bankans, þess efnis að það væri mat Skattsins að það ætti að greiða launaskatt af hagnaðinum, en ekki fjármagnstekjuskatt.

Í svari til Heimildarinnar segir Kristrún að hún hafi greitt fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum á sínum tíma, í samræmi við leiðbeiningar sem hún hafi fengið frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en Kristrún starfaði sem aðalhagfræðingur Kviku banka frá 2018 til 2021.

Gerir ekki athugasemdir við mat Skattsins

Kristrún segir að hagnaður sinn af áskriftarréttindum í bankanum hafi alls numið um 101 milljón króna og hún hafi áður greitt um 22 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt af þeirri upphæð.

Það hefur hins vegar verið til skoðunar um nokkurt skeið hjá skattayfirvöldum hvort rétt væri að greiða fjármagnstekjuskatt eða venjulegan tekjuskatt af þeim hagnaði sem starfsmenn Kviku, núverandi og fyrrverandi, hafa innleyst vegna áskriftarréttinda sinna.

Í vor segir Kristrún að tilmæli hafi borist um að mat Skattsins væri að það ætti að greiða launaskatt af hagnaðinum. „Ég geri ekki athugasemd við það mat. Ég bað um að fá að greiða mismuninn strax og hef þegar gert það,“ segir Kristrún við Heimildina.

„Þegar upp var staðið fékk ég um 101 milljón króna út úr þessari fjárfestingu og hef nú greitt 46,25% af því í skatt. Það bættust við tæpar 25 milljónir króna núna í vor sem ég greiddi vegna mismunar á fjármagnstekju- og launaskatti, eftir að þessi tilmæli bárust frá Skattinum. Þær komu til viðbótar við um 22 milljónir króna sem ég hafði áður greitt,“ segir Kristrún.

Viðskiptavefurinn Innherji á Vísi fjallaði um það fyrir rúmri viku að Skatturinn væri með skattlagningu á áskriftarréttindum Kviku til skoðunar og var þess getið í frétt miðilsins að niðurstaðan í málinu gæti snert tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað manns, og að leiðréttingin á skattgreiðslum þeirra gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Heimildin beindi spurningum til Kristrúnar varðandi það hvort þessi skoðun Skattsins snerti hana með einhverjum hætti og niðurstaðan er sem áður segir, að hún hefur greitt 25 milljónir króna til viðbótar í skatta eftir tilmæli Skattsins þar að lútandi.

Svaraði fáu um kaupréttina í aðdraganda kosninga

Áskriftarréttindi Kristrúnar í Kviku banka voru talsvert til umræðu í aðdraganda þingkosninganna árið 2021, er Kristrún hafði tekið efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Kristrún svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um fjárfestingu sína ekki efnislega fyrir kosningarnar, að öðru leyti en því að henni hefði eins og öðru starfsfólki bankans boðist sá kostur að fjárfesta í áskriftarréttindum í bankanum og að hún og eiginmaður hennar hafi nýtt sér sparnað sem þau áttu til þess. 

Hún gagnrýndi hins vegar fjölmiðla, Morgunblaðið og Viðskiptablaðið, fyrir samantekin ráð gegn sér og sakaði miðlana meðal annars um það, í færslum á Twitter, að reyna að grafa undan sér með því að „snúa út úr og afbaka staðreyndir“ um hennar persónulega fjárhag.

„Nú þegar lít­ur út fyr­ir að ég nái kjöri á Alþingi mun ég að sjálf­sögðu, eins og aðrir, fylgja öll­um regl­um varðandi hags­muna­skrán­ingu þing­manna og gefa upp viðeig­andi eign­ir. Þar er ekki miðað við að fólk opni sín per­sónu­legu fjár­mál upp á gátt mörg ár aft­ur í tím­ann eins og ég hef verið kraf­in um af sum­um fjöl­miðlum. Þar af leiðandi hyggst ég ekki tjá mig um mín per­sónu­legu fjár­mál eða viðskipti sem ég átti áður en ég hóf af­skipti af stjórn­mál­um,“ sagði Kristrún í skriflegu svari sem hún veitti Stundinni og fleiri fjölmiðlum nokkrum dögum fyrir kosningarnar í september.

Ræddi málið í október og talaði um lottóvinning

Kristrún náði kjöri á þing og greindi síðar frá því, í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu, að hún hefði keypt um 10 milljónir hluta í Kviku banka fyrir þrjár milljónir króna.

Á þingiKristrún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, eftir að hafa komið inn í stjórnmálin úr fjármálageiranum fyrir síðustu kosningar.

Í viðtalinu lýsti hún kaupum áskriftarréttindanna sem mikilli áhættufjárfestingu, sem reynst hefði fáránlega góð. „Þetta var lottóvinningur," sagði Kristrún í Silfrinu.

Gengisþróun hlutabréfa í Kviku hafði vissulega vegar verið afar hagfelld Kristrúnu og öðrum sem áttu áskriftarréttindi í bankanum, en á þeim tíma sem viðtalið var tekið, í október 2021, nam hagnaður hennar af fjárfestingunni, eftir skatta, um 30 milljónum króna að hennar sögn. 

Þá átti Kristrún enn eftir um að leysa út þriðjung af þeim bréfum sem hún hafði keypt áskriftarréttindi að og sagði hún að væntur hagnaður af þeim, miðað við gengi bréfa í Kviku banka á þeim tíma, gæti orðið um 45 milljónir króna eftir skatta.

Í maí í fyrra uppfærði Kristrún hagsmunaskráningu sína á Alþingi og kom þar fram að hún ætti ekki lengur neina fjárhagslega hagsmuni sem reglur um hagsmunaskráningu þingmanna taka til, sem þýðir að þá var hún búin að losa um alla hlutabréfaeign sína í Kviku banka.

Á þeim tímapunkti hefur hreinn hagnaður Kristrúnar af áskriftarréttindunum numið um 79 milljónum króna eftir skatta, en í kjölfar leiðréttra skattgreiðslna hennar nú í vor hefur sú upphæð farið niður í um 54 milljónir króna.

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Stjórnmálamenn sem sjá sóma sinn og bera virðingu fyrir samfélaginu eiga ekki að vera tengdir neinum fjármálaumsvifum. Það á að vera fyrir neðan þeirra virðingu. Afarslæm dæmi eru núverandi formenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem eru nátengdir ýmsis konar braski. Það er öllum til vansa sem vilja stjórna samfélagi að hafa einhver tengsl við gróðafíknina.
    4
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Hvað ef skatturinn meðhöndlaði og birti yfirlit yfir fjármagnstekjur á sama hátt og yfir launatekjur og skatt á séreignasparnað. Ef skattlagningin væri í samræmi við þetta hjá Kristrúnu, mundi hagur sveitarfélaga (útsvarið sem ekkert er af "fjármagnstekjum") og ríkis vænkast mjög.
    6
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Semsé. Kristrún greiðir sína skatta möglunarlaust og án undanskota. Ætli það sama eigi við um formenn allra hinna flokkanna?
    18
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Varla
      3
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Það kallast „smjörklípa“ að reyna að fegra sjálftöku aðalhagfræðings Kvikubanka með því að ýja að því að „hinir“ borgi ekki sína skatta „möglunarlaust og án undanskota“.

      Mér er stórlega til efs að jafnaðarmönnum í hópi kjósenda Samfylkingar finnist sjálfsagt að þeir sem sýsla með aura geti lagt til 3 millur og uppskorið 79 - eða skitnar 54 fyrst Skatturinn er með e-ð vesen.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár