Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Til stendur að greina ítarlega frá brotum Íslandsbanka á mánudag

Ís­lands­banki hef­ur enn ekki skrif­að und­ir sátt við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans vegna al­var­legra brota við sölu á 22,5 pró­senta hlut í bank­an­um. Til­kynnt var þó í gær­kvöldi að stjórn bank­ans hefði ákveð­ið að „þiggja boð“ eft­ir­lits­ins um að greiða 1,2 millj­arða króna í sekt vegna brot­anna.

Til stendur að greina ítarlega frá brotum Íslandsbanka á mánudag
Met Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, sem mun slá met í sektargreiðslu vegna alvarlegra brota á lögum við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. Mynd: Nasdaq Iceland

Sáttin sem Íslandsbanki undirgengst við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands verður birt á mánudag. Ekki er enn búið að skrifa undir hana og hefur stjórn bankans fram á morgun til að gera það. Hluti af sáttinni er birting á upplýsingum um hver nákvæmlega brot Íslandsbanka voru. Það verður gert á mánudag, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. 

Fulltrúar Seðlabankans hafa ekki viljað tjá sig um málið; hvorki þegar það var til rannsóknar né núna, þegar ljóst er að málinu er við það að ljúka. „Þegar bankinn hefur afhent Seðlabankanum undirritaða sátt þá verður hún birt eins venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins,“ sagði í skriflegu svari Seðlabankans til Heimildarinnar nú í morgun. 

Í tilkynningu Íslandsbanka um sektina í gær segir að bankinn hafi í raun sjálfur verið, í meginatriðum, búinn að komast að sömu niðurstöðu og Seðlabankinn um hvaða brot hefðu verið framin. Bankinn gjaldfærði þó aðeins 300 milljónir vegna yfirvofandi sektar, sem endurspeglar að einhverju leyti mat bankans á hversu alvarlega brotin væru litin. Sektin er því 860 milljónum krónum hærri en stjórnendur bankans gerðu ráð fyrir. 

Það er þó langt frá þeirri hámarkssekt sem fjármálaeftirliti Seðlabankans er heimilt að leggja á Íslandsbanka. Sektarfjárhæðir mega nema allt að tíu prósent af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi. Í tilfelli Íslandsbanka eru það hátt í sex milljarðar króna. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sést a viðbrögðunum að sektin er of lág. Því miður er mórallinn þannig.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár