Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Til stendur að greina ítarlega frá brotum Íslandsbanka á mánudag

Ís­lands­banki hef­ur enn ekki skrif­að und­ir sátt við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans vegna al­var­legra brota við sölu á 22,5 pró­senta hlut í bank­an­um. Til­kynnt var þó í gær­kvöldi að stjórn bank­ans hefði ákveð­ið að „þiggja boð“ eft­ir­lits­ins um að greiða 1,2 millj­arða króna í sekt vegna brot­anna.

Til stendur að greina ítarlega frá brotum Íslandsbanka á mánudag
Met Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, sem mun slá met í sektargreiðslu vegna alvarlegra brota á lögum við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. Mynd: Nasdaq Iceland

Sáttin sem Íslandsbanki undirgengst við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands verður birt á mánudag. Ekki er enn búið að skrifa undir hana og hefur stjórn bankans fram á morgun til að gera það. Hluti af sáttinni er birting á upplýsingum um hver nákvæmlega brot Íslandsbanka voru. Það verður gert á mánudag, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. 

Fulltrúar Seðlabankans hafa ekki viljað tjá sig um málið; hvorki þegar það var til rannsóknar né núna, þegar ljóst er að málinu er við það að ljúka. „Þegar bankinn hefur afhent Seðlabankanum undirritaða sátt þá verður hún birt eins venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins,“ sagði í skriflegu svari Seðlabankans til Heimildarinnar nú í morgun. 

Í tilkynningu Íslandsbanka um sektina í gær segir að bankinn hafi í raun sjálfur verið, í meginatriðum, búinn að komast að sömu niðurstöðu og Seðlabankinn um hvaða brot hefðu verið framin. Bankinn gjaldfærði þó aðeins 300 milljónir vegna yfirvofandi sektar, sem endurspeglar að einhverju leyti mat bankans á hversu alvarlega brotin væru litin. Sektin er því 860 milljónum krónum hærri en stjórnendur bankans gerðu ráð fyrir. 

Það er þó langt frá þeirri hámarkssekt sem fjármálaeftirliti Seðlabankans er heimilt að leggja á Íslandsbanka. Sektarfjárhæðir mega nema allt að tíu prósent af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi. Í tilfelli Íslandsbanka eru það hátt í sex milljarðar króna. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sést a viðbrögðunum að sektin er of lág. Því miður er mórallinn þannig.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár