Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“

Hval­veið­ar munu ekki fara fram í sum­ar. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra tók í vik­unni ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið, til 31.ág­úst. Ákvörð­un­ina tók hún í kjöl­far af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. Heim­ild­in fór á stúf­ana og fékk álit veg­far­enda, inn­lendra sem er­lendra, á hval­veið­um.

Hver er afstaða þín til hvalveiða? 

„Nei.“

Svar Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar er einfalt. Hann andvarpar þegar blaðamaður spyr út í ákvörun ráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið og segist ekki vita nóg um málið. Hann hefur ekki smakkað hvalkjöt og getur ekki hugsað sér að gera það. „Nei, ég er góður þar sko.“   

„Nei“Afstaða Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar til hvalveiða er neikvæð.

Hvalaskoðun ekki stórfengleg sjón

Rob Smedema, hollenskur ferðamaður, er frekar hlutlaus þegar kemur að hvalveiðum. „Auðvitað var það mikilvægur iðnaður, tekjulind. Ég held að það séu breyttir tímar en eftir því sem ég best veit eru nokkur lönd í heiminum sem hafa ekki enn skrifað undir Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem bannar hvalveiðar, eitt þeirra er Ísland.“

Hvalveiðar sem slíkar höfðu ekki áhrif á ákvörðun hans þegar kom að því að  ferðast til Íslands? „En auðvitað vissum við að það er eitthvað slíkt á Íslandi.“ 

Rob hefur ekki smakkað hvalkjöt en hann hefur farið í hvalaskoðun, á Norðurlandi, og líkaði það vel.  „Við sáum nokkra hnúfubaka en þetta var ekki stórfengleg sjón, þeir flutu bara um, ekki eins og flottu myndirnar sem þú sérð þar sem þeir stökkva upp úr sjónum. Ég bjóst ekki við því. Það voru tveir hnúfubakar og þetta var indælt, þetta var í firðinum og  veðrið var gott og þetta var ánægjuleg upplifun.“

Breyttir tímarHollendingurinn Rob Smedema segir hvalveiðar hafa verið mikilvægan iðnað og tekjulind en nú eru breyttir tímar.

Er ekki komið nóg? 

Gunnar Steinn Aðalsteinsson hefur verið búsettur í Noregi stóran hluta ævi sinnar og afstaða hans gagnvart hvalveiðum er frekar hlutlaus. „En ég er ánægður að þetta er búið,“ segir hann um ákvörðun ráðherra að stöðva hvalveiðar tímabundirð. Hann gerir þó athugasemdir við fyrirvarann.  

„Ég hef meiri áhyggjur af fólki sem er að starfa við þetta, hvort að þau missi vinnuna sína og eru búin að plana sumarferðir eða ráða fólk inn fyrir sumarið.“ Spurningin er samt sem áður siðferðileg, að hans mati. „Er ekki komið nóg?“ 

Smakkaði hvalkjöt í brúðkaupiGunnar Steinn Aðalsteinsson hefur einu sinni smakkað hvalkjöt. Það var í brúðkaupi í Noregi, en fannst það ekkert sérstakt.

Gunnar hefur smakkað hvalkjöt. Einu sinni. Í Noregi. „Það var ekkert sérstakt sko, ekki fyrir minn smekk.“ Þá hefur hann einu sinni farið í hvalaskoðun sem hann hafði gaman af. „Einu sinni þegar ég var krakki, það var mjög gaman, spennandi.“

Hefur ekki smakkað hvalkjöt

Arna Katrín Davíðsdóttir segist ekkert vita um hvalveiðar og því geti hún ekki tekið afstöðu til þeirra. Hún hefur ekki smakkað hvalkjöt. „Og ég plana ekki að gera það.“ Hún hefur einu sinni farið í hvalaskoðun og segir það hafa verið mjög fínt. Aðspurt hvort hún hafi séð marga hvali segir hún: „Svona já og nei.“

Ekki á planinu að smakka hvalkjötArna Katrín Davíðsdóttir veit lítið um hvalveiðar en hefur einu sinni farið í hvalaskoðun sem var mjög fínt.

Sá Hval 9 fyrst fyrir 37 árum

Bernhard Wessling kom fyrst til Íslands fyrir 37 árum og var að velta fyrir sér hvort hvalveiðiskipið Hvalur 9 væri það sama og hann sá þá, þegar blaðamaður nálgast hann í grennd við hvalveiðiskipið sem liggur nú við bryggju. Svo reyndist vera þar sem Hvalur 9 er smíðað árið 1952. 

Bernhard og eiginkona hans, Karin, setjast á bekk og ræða við blaðamann. Karin afþakkar hins vegar spjall þar sem hún segir enskukunnáttuna takmarkaða en hún þekkir umræðuefnið vel. Hjónin eru miklir náttúruverndasinnar. „Ég er alfarið á móti hvalveiðum. Ég er í náttúruvernd, ekki hvað varðar hvali, heldur tranfugla og fugla og náttúruvernd almennt. Hvalir hafa verið nánast útdauðir og hvalir gegna stóru hlutverki í vistfræði, í vistkerfi sjávar, við einfaldlega verðum að vernda þá og við þurfum ekki að veiða þá. Og Ísland þarf ekki að veiða þá.“

NáttúruverndarsinnarBernhard Wessing og Karin Muras eru þýsk hjón á ferð um landið. Þau eru miklir dýra- og náttúruverndarsinnar og hefur Bernhard gefið út bók um tranfugla, fuglategund sem lítið er vitað um.

Það ætti ekki að koma á óvart að Bernhard hefur ekki smakkað hvalkjöt. En þegar hann var hér á landi fyrir 37 árum með sonum sínum dreymdi þá um að sjá lunda. Þeim varð hins vegar ekki að ósk sinni, að sjá lifandi lunda. „Við vorum að leita að lunda. Síðasta daginn komum við til Reykjavíkur og fórum á veitingastað og það var lundi á matseðlinum og strákarnir mínir fóru að gráta þannig við vildum ekki borða þá. Það sama á við um hvalina.“  

Hrefnan var með eitthvað vesen

Berglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal eru báðar mótfallnar hvalveiðum og fagna ákvörðun ráðherra um frestun hvalveiða. „Já bara þótt fyrr hefði verið, bara stórkostlegt,“ segir Valgerður. 

Berglind hefur ekki smakkað hvalkjöt en það hefur Valgerður gert. „Já, mér líkaði það ekki. Það var hrefna, einhvern tímann um árið, sem þurfti að leggja í mjólk, hún var með eitthvað vesen. Þetta var samt vont.“  

Berglind hefur hins vegar farið í hvalaskoðun. „Já, ég hef gert það. Það var bara eiginlega sigling, ég sá alveg sporðinn á honum en þetta var bara sigling.“

Stórkostelgt að fresta hvalveiðumBerglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal fagna ákvörðun ráðherra. Berglind hefur farið í hvalaskoðun og Valgerður hefur smakkað hvalkjöt. Hvalaskoðunin var eins og hver önnur sigling og hvalkjötið var ekki gott.

Hissa á hvalkjötsáti

Merle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, er ekki hlynnt hvalveiðum. „Við viljum heldur halda þeim lifandi. En ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“ Sjálf getur hún ekki hugsað sér að leggja slíkt til munns. 

Vonast til að sjá stökkvandi hvaliMerle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, var spennt fyrir hvalaskoðun en furðaði sig á því að hægt er að kaupa hvalkjöt og og borða það.

Hún var hins vegar á leiðinni í hvalaskoðun með vinkonu sinni. „Við erum að fara í kvöld að skoða þá, ég vil frekar gera það,“ segir Merie, en þær voru bjartsýnar á að sjá helling af hvölum í góða veðrinu. „Þegar þeir synda og stökkva. Við vonumst til þess.“   

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár